Um skipan héraðsdómara

Umræða um að breyta lögum og reglum um skipan dómara hefur blossað upp eftir að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra skipaði Þorstein Davíðsson héraðsdómara á dögunum. Menn eru almennt sammála um að Árni hafi farið að lögum og reglum. Þá eru álitsgjafar úr lögmannastétt sammála því að sú ákvörðun Björns Bjarnasonar að víkja hafi einnig verið rétt.

Af hverju er þá verið að fetta fingur út í skipun Þorsteins Davíðssonar?

Það er vegna þess að dómnefnd sú sem metur hæfi umsækjenda taldi aðra enn hæfari en Þorstein Davíðsson töldu þeir þó hæfan.

Samkvæmt lögum nr. 15 frá 1998 um dómstóla segir svo um skipan héraðsdómara:

III. kafli. Héraðsdómstólar.
12. gr. Dómarar í héraði eru 38 að tölu og skipaðir ótímabundið í embætti héraðsdómara af dómsmálaráðherra.
Þann einn má skipa í embætti héraðsdómara sem fullnægir þessum skilyrðum:
1. Hefur náð 30 ára aldri.
2. Hefur íslenskan ríkisborgararétt.
3. Er svo á sig kominn andlega og líkamlega að hann geti gegnt embættinu.
4. Er lögráða og hefur aldrei misst forræði á búi sínu.
5. Hefur hvorki gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta.
6. Hefur lokið embættisprófi í lögfræði eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður því jafngilt.
7. Hefur í minnst þrjú ár verið alþingismaður eða stundað málflutningsstörf að staðaldri eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi hjá ríkinu eða sveitarfélagi, en leggja má saman starfstíma í hverri af þessum greinum.
Dómsmálaráðherra skipar þrjá menn í dómnefnd til þriggja ára í senn til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Hæstarétti og er hann formaður nefndarinnar. Tilnefnir Dómarafélag Íslands annan mann í nefndina úr röðum héraðsdómara en Lögmannafélag Íslands þann þriðja úr hópi starfandi lögmanna. Varamenn skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Skipunartími í nefndina er þrjú ár, en þó þannig að skipunartími eins manns rennur út hvert ár. Sami maður verður ekki skipaður í sæti aðalmanns í nefndinni oftar en tvisvar samfleytt.
Dómnefnd skv. 3. mgr. skal láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara. Ráðherra setur að öðru leyti nánari reglur1) um störf nefndarinnar.
1)Rgl. 693/1999.

Þorsteinn Davíðsson uppfyllir öll skilyrði þess að vera dómari samkvæmt ofangreindu. Um það eru allir sammála sem tjáð sig hafa um þetta mál.

Hvað er þá málið?

Hann er sonur Davíðs Oddssonar.


mbl.is Árni segist munu skila ítarlegum rökstuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, málið er að hann er ekki hæfasti umsækjandinn.

Hvað er eiginlega orðið um frjálshyggjuhugsjónir Sjálfstæðismanna?

Matthías Ásgeirsson, 23.12.2007 kl. 14:06

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þorsteinn Davíðsson er örugglega hinn besti maður...en málið snýst ekki um það.-Málið er að hæfasti umsækjandinn um starfið var ekki valinn!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.12.2007 kl. 14:51

3 Smámynd: Leifur Runólfsson

Það er skylda ráðherra hverju sinni að ráða hæfasta einstaklinginn sem völ er á í hvert það starf/embætti sem er laust hverju sinni. Þannig að hagsmunum lands og þjóðar sé best borgið. Einu undantekningarnar frá þessari reglu eru ráðningu pólitískra aðstoðarmanna, eins og aðstoðarmanna ráðherra, að öðru leyti á að ráða hæfasta einstaklinginn. Í þessu tilfelli var það ekki gert.

Það má spyrja sig, hví að hafa matsnefnd, það getur hvaða skrifstofumaður/stúlka sem er rennt yfir þessi skilyrði og séð hvort að viðkomandi uppfylli þau. Víst að það er ekki farið eftir nefndinni er þá ekki best að leggja hana niður og nýta peninginn í annað fyrir ríkið?

Drengurinn er hæfur um það er ekki deilt, en hann er langt í því frá sá hæfasti.

Svo er spurning er dýralæknir bestur til að meta hver sé hæfasti umsækjandinn um dómarastarf? En Björn Bjarna gerði rétt með að víkja í þessu máli.

Leifur Runólfsson, 23.12.2007 kl. 14:59

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Leifur ...er ekki nokkuð augljóst að Björn vék aðeins að nafninu til?  Í sjón, en ekki í "raun"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þú hittir naglann á höfuðið, "hann er sonur ...........

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.12.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eyþór...ég trúi ekki að þú trúi þessu sjálfur...þú ert að reyna að verja málstað sem er vonlaus...viltu sökkva í spillinguna með flokkbræðrum þínum við að halda svona fram...halló... þarna voru þrír umsækendur sem voru hæfari og á þeim er gróflega brotið

Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2007 kl. 15:07

7 Smámynd: Leifur Runólfsson

Hvort að Björn Bjarna vék í "sjón en ekkí í raun" er vonlaust fyrir mig að meta. Hlutirnir eru ekki alltaf eins augljósir og þeir virðast vera. Allavega gerði Björn rétt með að víkja. Þar með gat Árni ráðið hvern hann skipaði í þetta embætti.

Leifur Runólfsson, 23.12.2007 kl. 15:33

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Leifur...hlýt að fallast á þetta, en ferlið sjálft er ekki í lagi.  Þorsteinn verður fínn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:39

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Málið er að gæðingar innan kerfisins setja sjálfa sig í bitastæð embætti svo sem í embætti seðlabankastjóra án viðunandi menntunar svo sem að vera menntaður í hagfræði eða viðskiptum...Davíð Oddsson er menntaður lögfræðingur ...Sonur Davíðs, Þorsteinn hlaut stöðu í dómsmálaráðuneytinu hjá Birni Bjarnasyni og núna sem héraðsdómari þrátt fyrir að vera ekki sá hæfasti í mati matsnefndar um stöðuna...

Þessi ráðning er eins og fleiri þar sem vinir og venslamenn innan kerfisins eru teknir framm yfir þann hæfasta!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.12.2007 kl. 15:58

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eyþór er húmorist, smellir inn færslu, gerir allt vitlaust í jólaatinu og kímir . Ha ha ha.

Skatan bíður

Gleðileg jól.  

ps. Þorsteinn er fínn en dýralæknirinn er klaufi, samt ekki Hans klaufi.  

Sigurður Þórðarson, 23.12.2007 kl. 16:37

11 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Það fer ekkert á milli mála að ef kona hefði verið í hópi þeirra sem hæfastir voru væri búið að kæra þetta hægri vinstri. Held að femínistafélagið sem sífellt berst fyrir jafnrétti og því að hæfasti einstaklingurinn sé ávalt valin ætti að láta heyra í sér núna!


Hvernig er það kæru femínistar.. allt í lagi að ganga framhjá hæfasta karlinum í stöðuna en arga svo garga bara þegar það er gengið framhjá konu?

Verð að taka undir orð annarra hér í athugasemdum: Eyþór er hugaður að verja þessa ákvörðun.

Tryggvi F. Elínarson, 23.12.2007 kl. 17:19

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við erum þarna sammála Eyþor/Glelieg Jol og fasælt nyttcár/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.12.2007 kl. 17:55

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nefndin taldi alla hæfa og settur dómsmálaráðherra taldi hann hæfastan. Nefndin hefur ekki skipunarvald, því síður almenningur, heldur dómsmálaráðherra og þar við situr og hættið að agnúast út góðan dreng, Þorstein son Davíðs.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2007 kl. 18:19

14 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þarna er eitthvað annað en andi jólanna á ferð, núna fer mann að átta sig á af hverju það var verið að kaupa inn fuglaflensumótefni.

P. S. Ætti maður kannski frekar að kalla það DÝRALÆKNAMÓTEFNI. Ha ha

Gleðileg jól.

Eiríkur Harðarson, 23.12.2007 kl. 18:35

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

passið bara að kjósa ekki xD næst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 20:39

16 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Þorsteinn var talinn hæfur og þessi nefnd er bara álitsgjafi en settur dómsmálaráðherra hverju sinni sér um skipunina. Björn vék sæti sem að var gott enda vinnur hann ákaflega faglega og hefur alltaf gert. Þorsteinn hefur unnið sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og er því með reynslu á þessu sviði, auk þess sem að hann er lögfræðimenntaður. Það að hann sé sonur Davíðs kemur málinu ekki við.

E.s. Gleðileg jól Eyþór og farsælt komandi ár.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 24.12.2007 kl. 12:21

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum algerlega á öndverðum meiði í þessu máli, Eyþór, eins og sést á minni vefgrein um það og svörum mínum gegn gagnrökum ýmissa flokksmanna okkar.

Óska annars þér og þínum gleðilegra jóla. 

Jón Valur Jensson, 24.12.2007 kl. 14:06

18 identicon

Tæknileg mistök hjá þér Eyþór

DoctorE (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 14:59

19 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Gleðileg jól kæru sambloggarar og samborgarar. Það er einna verðmætast að fá fram skoðanir fólks hverjar sem þær eru og hversu andhverfar sem þær kunna að vera mínum eigin. Ég þakka þær athugasemdir sem hér hafa verið skráðar á árinu sem er að líða. - Sérstaklega þær sem eru rökstuddar.

---

Varðandi þessa umræðu sérstaklega vil ég árétta eftirfarandi:

Mér finnst rétt að menn skoði vandlega lögin sem dómsmálaráðherra byggir skipunina á áður en þeir dæma settan dómsmálaráðherra.

Þar segir  í 7. lið lagagreinarinar að ofan:

7. Hefur í minnst þrjú ár verið alþingismaður eða stundað málflutningsstörf að staðaldri eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi hjá ríkinu eða sveitarfélagi, en leggja má saman starfstíma í hverri af þessum greinum.

Fannst rétt að vekja athygli á þessari grein sem varðar faglegt hæfi dómara, en þar er fyrsta orðið í starfsreynslulýsingunni "alþingismaður". Það er sem sagt einna gagnlegasta starfsreynsla sem verðandi dómari getur átt þegar litið er til starfshæfis.

Athyglisvert.

Gleðileg jól.

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.12.2007 kl. 17:04

20 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Halda menn að þessi blessuð matsnefnd sé óskeikul og heilög véfrétt? Það er ekki annað að sjá en að ýmsir haldi það. Að þegar hún hafi talað sé eins gott að hlýða. Hvaða rugl er þetta?

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 22:30

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Benedikt:
Ákvæði jafnréttislaga um svokallað jákvæða mismunun fela einmitt það í sér, mismunun. Mismunun verður ekki jákvæð við það að kalla hana það.

Annars virðist flest vera Samfylkingunni samboðið ef forysta flokksins telur það geta þýtt fleiri atkvæði ef út í það er farið ;) 

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2007 kl. 23:38

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Benedikt. Merkilegt, að af þessum fimm umsækjendum er, skv. þesu ákvæði laga, Þorsteinn "sízt hæfur" í starfið. Aðalatriðið er þó, að þrír fengu eins konar 1. ágætiseinkunn hjá nefndinni til starfans, enginn 1. einkunn, en Þorsteinn og konan 3. einkunn.

Enginn vafi er á því, að allt væri brjálað, ef einn hinna þriggja hefði verið kvenmaður, svo mikil er áherzlan á kvenfólkið nú orðið. En sanngirnissjónarmið gagnvart karlmönnum virðist mega fótum troða að vild.

Jón Valur Jensson, 25.12.2007 kl. 12:56

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, ég ætlaði að segja þarna: "en Þorsteinn og konan 2. einkunn."

Jón Valur Jensson, 25.12.2007 kl. 15:03

24 Smámynd: Lýður Pálsson

Mér lýst vel á Þorstein. Hann er nefnilega sonur Davíðs Oddssonar.

Lýður Pálsson, 28.12.2007 kl. 17:03

25 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvaða ákvæði jafnréttislaga kveður á um "jákvæða mismunun", Hjörtur?

Viltu ekki benda okkur á það? Númer greinarinnar, sem sagt?

Svala Jónsdóttir, 30.12.2007 kl. 00:12

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trúir þú þessu bulli þínu sjálfur? Þá ert þú að segja að talan 2 sé jafngild tölunni 4. Á fólk endalaust að stinga höfðinu í sandinn þegar valdhafar misnota vald sitt? Hefur þú ekkert lært af Sæbrautinn eða hvar það nú var? Þá hefði nú verið fínt að hafa Sahara tilbúna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2007 kl. 01:28

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjörtur J Guðmundsson

Ekki ert þú að segja að ráðning Þorsteins hafi verið jákvæð mismunun?  .......Og sé Samfylkingunni að kenna?

Ef um raunverulega jákvæða mismunun hefur verið að ræða, hlýtur það að blása "kjaftasögum" um kynhegðun "umrædds",  byr undir báða vængi.

Sé svo eru menn mun nær lögunum, með ráðningu Þorsteins. Það dregur vissulega úr vanþóknun minni á gjörningnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2007 kl. 01:39

28 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Ég trúi því ekki að Þorsteinn Davíðsson hafi verið valinn nema af því hann er hæfastur.'A hann að gjalda fyrir það að vera sonur Davíðs Oddssonar ? Nei takk.  Eyþór svo óska ég ykkur hjónum til hamingju með ,,Barnið". Gleðilegt nýtt ár!

                   Svanfríður

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 00:15

29 Smámynd: K Zeta

Ótrúlegur Eyþór að telja rétt að fólk fái ráðningu hjá hinu opinbera framhjá hæfara fólki.  Ég sem skattgreiðandi á rétt á besta mögulega mannskap, sækist hann eftir starfi hjá "mér".  Þeir sem við veljum til opinberra starfa geta ekki lengur hagas sér einsog gamall Evrópskur Aðall og hampas sér og sínum í störf sem eru handa fólkinu.

Hissa á þessari skoðun þinni Eyþór, ef það þá er þín skoðun?

K Zeta, 2.1.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband