Sex krossar - nýtt líf - nýtt ár

Hannes Kristmundsson stóð að uppsetningu sex krossa við Kögunarhól á föstudag. Þar voru björgunarmenn heiðraðir fyrir ómetanlegt starf við björgunarstörf við Suðurlandsveg af Samstöðu og Vinum Hellisheiðar. Vonandi verða þetta síðustu krossarnir sem þarf að reisa við Kögunarhól.

Hannes hefur ásamt frumherjanum Sigurði Jónssyni verið í flokki þeirra sem harðast hafa barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. Fyrir ári síðan fórum við saman með 25 þúsund undirskriftir til Alþingis. Síðan þá hefur ríkisstjórnin heitið tvöföldun.

Ég komst því miður ekki á þessa athöfn enda var ég var að sinna konu og nýfæddu barni sem fæddist á annan í jólum. Mér var hugsað til Hannesar og Sigurðar þar sem þeir héldu áfram fórnfúsu starfi sínu í hríð og byl. Þeirra verður minnst alla tíð fyrir sitt góða og árangursríka starf.

Vonandi verður hafist handa við veginn á nýju ári.

Gleðilegt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála

GLeðilegt ár

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.12.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Gleðilegt ár Eyþór og til hamingju með barnið.

Ég er innilega sammála þér hvað varðar krossana sem Hannes hefur sett upp til minningar um þá, sem látist hafa á Suðurlandsveginum.

Vil ég nota tækifærið og lýsa yfir innilegri samúð minni með öllum þeim, sem misst hafa ástvin í umferðinni, bæði á Suðurlandsvegi sem og annars staðar. 

Bættir vegir, skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins hér austan Hellisheiðar, heldur á landinu öllu.  Átti ég til að mynda leið á Vestfirði í sumar leið og hristi sú ferð heldur betur uppí mér..... í bókstaflegri merkingu!

Linda Samsonar Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilegar haminguóskir til þín og nýbakaðrar móður, megi nýja árið færa ykkur gleði og hamingju. Innileg kveðja frá okkur hjónum.  Baby 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 01:26

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Gleðilegt nýtt ár Eyþór, megi það verða þér og fjölskyldu þinni gæfuríkt. Innilegar hamingjuóskir með barnið.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 1.1.2008 kl. 01:56

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Gleðilegt ár 2008!

Júlíus Valsson, 1.1.2008 kl. 04:57

6 Smámynd: Túrilla

Ég fer mjög oft austur fyrir fjall þar sem ég á sumarbústað þar. Það er löngu kominn tími á tvöföldun Suðurlandsvegar og ætla ég rétt að vona að ekkert verði úr fáránlegustu tillögu sem ég hef heyrt - að hafa 2+1 veg þarna  Það yrði ekki til mikilla bóta, það er á hreinu, og yrði bara gálgafrestur því þessi vegur þarf að vera tvöfaldur í báðar áttir.

Gleðilegt ár, Eyþór, og hjartanlega til hamingju með barnið - þótt seint sé

Túrilla, 1.1.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gleðilegt ár Eyþor og til hamingju þið með erfingjan/Tvöföldun Austurleiðar sem fyrt/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.1.2008 kl. 01:27

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Loksins get ég heimsótt þig á síðuna þína. Ég vona að úrbætur verði sem fyrst. Höfum misst alltof marga nú þegar. Hef stundum lesið pistlana þína. Bloggvinur þinn Auðbergur er magnaður. Til hamingju með barnið. Gleymdist að segja okkur hvort þetta var drengur eða stúlka og í hvaða lit barnið var klætt á fæðingardeildinni. Guð blessi ykkur um ókomin ár.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2008 kl. 10:02

9 identicon

Sæll Eyþór og til hamingju með litla afkomandann - ég spyr eins og Rósa frænka okkar - drengur eða stúlka?
Guð gefi ykkur hamingjuríkt komandi ár!!
Bkv. Ása Gréta.

Ása (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:37

10 identicon

Góð barátta hjá þér Eyþór... hugsa með sorg til þessa vegar og þeirra sem hann hefur tekið frá okkur. 

Til hamingju með litla jólabarnið.

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband