Framsókn í Reykjavík

Saga Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur verið þyrnum stráð. Sigur Björns Inga í síðustu kosningum fleytti honum í lykilstöðu og tveggja flokka samstarf í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Hann ákvað síðan að slíta því samstarfi og stofna til fjögurra flokka samstarfs. Sá meirihluti hefur enn ekki sent frá sér málefnasamning og hefur ekki tekið endanlegar ákvarðanir í REI málinu.

Nú er Björn Ingi kominn á ný að krossgötum og gefur í skyn að hann íhugi að hætta í Framsókn.

Ef Björn Ingi hættir er Framsókn komin í undarlega stöðu.

Ef Björn Ingi heldur áfram er Framsókn í nýjum vanda.

Hvað segir Guðni um Framsókn í Reykjavík?


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef Björn Ingi  hættir í Framsókn, hvert fer hann þá?

Sigurður Þórðarson, 19.1.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Enda þótt gömlu vinirnir Guðjón Ólafur og Björn Ingi séu sammála um heimiliserjur innan Framsóknarflokksins í Reykjavík, kannast Guðni ekkert við það né nokkurn vanda innan flokksins, nema afhroðið í síðustu kosningum! Á hvaða fleyi er Guðni skipstjóri?

Stórmálið um fatakostnað flokksins vegna Björns Inga, úr kosningasjóðnum, er líklega einhver ótrúlegasti brandarinn en tekinn svo alvarlega að gæti riðið flokknum að fullu í Reykjavík.

Ég meina nú margt, en hvaða munur er á kostnaðarliðum við framboð (ekki prófkjör), hvort sem eru föt, plaköt eða auglýsingar?

Herbert Guðmundsson, 20.1.2008 kl. 14:52

3 identicon

heyr heyr

 þetta er bara einn risastór sorglegur brandari.  

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband