Quo vadis ISK?

Seðlabankar um allan heim eru í vanda. Reyndar milli steins og sleggju þar sem annars vegar er lánakrísa og hins vegar verðbólga. Hveiti, olía, málmar og aðrar hrávörur snarhækka og því er rétt frá þeim sjónarhóli að hækka stýrivexti. Á hinn bóginn er lánakrísa og vaxandi bankakreppa sem kallar á ódýrara fjármagn. Erfið staða. Íslenski Seðlabankinn hefur haldið háum vöxtum, enda er húsnæði enn í vísitölunni og verðbólga á Íslandi með því hæsta innan OECD. Bandaríski Seðlabankinn hefur löngum verið leiðandi og hann hefur farið þá leið að lækka úr 5,25% í 3% í skrefum. Sumir telja hann muni lækka stýrivexti um 0,5% eða jafnvel 0,75% í þessum mánuði. Þá verður vaxtamunur við Ísland gríðarlegur. Spurningin fyrir okkur hér á Fróni er: Hvert stefnir Seðlabanki Íslands við þessar tvísýnu aðstæður?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

     Vaxtaokur Seðlabanka Íslands, og réttlæting þess, samsvarar til þess að ölvaður maður þorir ekki að láta renna af sér í ótta við timburmenn.

haraldurhar, 4.3.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Hagbarður

Heyrði í dag viðtal á Bloomberg við Seðlabankastjóra ESB. Hann hefur orðið meiri áhyggjur af veikri stöðu $ gagnvart Evrunni, sérstaklega þróuninni að undanförnu og mögulegri frekari veikingu ef vextir verða lækkaðir frekar í USA. Hans helsta áhyggjuefni var samkeppnisstaða framleiðslufyritækjanna í Evrópu gagnvart þeim bandarísku. Þó að hann hafi ekki sagt það beinslínis að þeir væru tilbúnir að fórna verðbólgumarkmiðum sínum, að þá mátti skilja hann þannig að bankinn myndi bregðast þannig við að samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja yrði ekki fórnað. Þeir sem fjölluðu síðar um viðtalið voru allir þeirrar skoðunar að bankastjórinn væri reiðubúinn að lækka vexti og hleypa frekar stuttu verðbólguskoti í gegnum hagkerfið til að viðhalda samkeppnisstöðunni.

Þessi hugsun, sem ríkir beggja vegna Atlantsála, um að í grunninn sé það framleiðslan sem haldi lífi í þjóðum, virðist ekki ná eyrum þeirra sem stýra skútinni sem við eru hásetar eða messaguttar á. Hér er notast við aðra siglingarfræði, tækin önnur og leitað annarra miða.

Hagbarður, 4.3.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þetta er góður punktur Hagbarður um samkeppnishæfni ESB. Evran á að vera okkur fyrir bestu, en hátt er hún skráð.

Það er líka fróðlegt að skoða hversu mörg framleiðslufyrirtæki eru skráð í kauphöllinni á Íslandi. Þótt margir hafi gert það gott að undanförnu á sölu og þjónustu er ljóst að það eru framleiðslufyrirtækin sem eru núna hvað sterkust í heiminum. Framleiðslan skiptir miklu fyrir aðra þætti og má ekki gleymast.

Eyþór Laxdal Arnalds, 4.3.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband