karlmennogkrabbamein.is

Gott og tímabćrt átak ađ vekja athygli á krabbameinum ţeim sem leggjast á karlmenn. Krabbameinsfélagiđ hefur veriđ frumherji á heimsvísu í baráttunni viđ ţögla óvininn og er ekki síst ţakkarvert sem gert hefur veriđ í reykingavarnamálum og svo krabbameinum kvenna svo sem í brjóstum. Ég man vel ţegar viđ Geir Ţorsteinsson, Ari Matthíason og Andrés Magnússon vorum ađ berjast gegn reykingum í Hagaskóla. Ţađ fól međal annars í sér baráttu okkar viđ heimilisfólk sem reykti.

Viđ karlmenn erum ekki nógu duglegir ađ fara til lćknis og förum oft of seint. Stundum viljum viđ vera "frískir og harđir" og "hörkum ţetta af okkur". Stađreyndin er samt sú ađ ţađ harkar enginn af sér krabbamein, en ţađ getur skipt sköpum ef ţađ finnst í tćka tíđ.

Krabbamein í eistum og blöđruhálskirtli voru lengi vel feimnismál. Ég man vel eftir ţví ţegar Andy Grove fv. forstjóri Intel braut ţagnarmúrinn og lýsti baráttu sinni viđ krabba í blöđruhálskirtli. Ţađ vakti marga til umhugsunar.

www.karlmennogkrabbamein.is er í anda gömlu reykingarverkefna fyrri ára. Frćđandi og skemmtilegt um leiđ.

Tökum vel undir međ ţessum ţarfa bođskap.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband