Ég er stoltari af Björk

Óöldin í Tíbet fer vaxandi og hafa friðsamleg mótmæli breyst í vísi að uppreisn gegn alræðisstjórn Kínverja í Tíbet. Dalai Lama reynir að róa ofbeldisþróunina frá Indlandi, en óvíst er hvernig þetta fer.

Það rifjast upp fyrir Olympíuleikana í Peking hvaða lönd eru með lýðræði og hver ekki. Indland er stórt lýðræðisríki við hlið hins stóra Kína sem stjórnað er af einum flokki; Kommúnistaflokknum.

Staða Tíbet hefur verið í sviðsljósinu, ekki síst síðan Björk tileinkaði Tíbetum lagið "Declare Independence" á tónleikum í Sjanghæ.

Þá hefur möguleg umsókn Tævana í Sameinuðu Þjóðirnar vakið athygli, en haft er eftir utanríkisráðherra okkar Ingibjörgu Sólrúnu í kínverskum fjölmiðlum að Ísland styðji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Tævan ætti að sækja um aðild að .

Ég vissi ekki að Ísland væri á móti þjóðaratkvæðagreiðslum annara þjóða. Eða á móti umsóknum til Sameinuðu Þjóðanna. Ég er ekki stoltur af þessari yfirlýsingu sem vonandi er eitthvað afbökuð af ríkisfjölmiðlum í Kína.

Ég er stoltari af Björk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hr. Arnþór, Serbar hafa átt þúsund ára eignarhald á Kososvo en þetta snýst um landfræðilegar olíu- og gasleiðslur til vesturlanda.

Baldur Fjölnisson, 16.3.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

hmmm.... í Tíbet?

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.3.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Ár & síð

Mikið gasalega hljóta það að vera langar leiðslur!
Matthías

Ár & síð, 17.3.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Jakob Kristinsson

Tek undir þetta .

Ég er stoltari af Björk.

Var þetta aðra leiðina,     með hana Ingibjörgu Sólrúnu?

Jakob Kristinsson, 17.3.2008 kl. 04:20

5 identicon

Skrýtið ... Björk segist vera með frelsisbaráttu Tíbeta og hún er kölluð þjóðhetja, en þegar lítt þekktir íslendingar safnast saman og skora á stjórnvöld að mótmæla mannréttindabrotum kínverja (í öllum mögulegum birtingamyndum) þá eru þeir úthrópaðir sem "atvinnumótmælendur".  (þetta er alls ekki skot á Eyþór, heldur er ég að tala almennt um ástandið).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

maður hefi haldið að sem tónslistamaður ,dásamaðir þú ekki hennar tónlist/ekki geri eg það/en það er góður talandi hjá henni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.3.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband