Ekki gera ekki neitt..

Seðlabankar víða um heim lækka nú vexti. Sérstaklega sá stóri. Bretar hafa þjóðnýtt stóran banka og ríkisstjórnir hafa aukið peningamagn til fjármálastofnanna. 

Á Íslandi höfum við haldið okkur enn um sinn við háa vexti, enda verðbólgan mikil. Eins og víða eru Íslendingar milli steins verðbólgunnar og sleggju fjármálakreppunnar. 
Ríkisstjórnin mun ekki aðhafast neitt að svo stöddu, en ljóst er að olíufélögin munu hafa nóg að gera við að hækka bensínverð. 

Einhvern vegin komu mér í hug einkunnarorð Intrum á Íslandi, en líklegt er að það sé í miklum vexti á næstu mánuðum; "ekki gera ekki neitt" segja þeir við þá sem eru í fjárhagskröggum. 
Ráð Intrum eru að skuldarar geri eitthvað. Hvað gera bændur nú?
(Rétt er að geta heimilda smbr. dóm Hæstaréttar 
Heimild: www.ekkigeraekkineitt.is)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Geir ætlar að gera ekki neitt!  Og svo á að ræða málin eftir að krísan er afstaðin.  Einhver vitringur fyrir vestan spáði áratuga kreppu.  Ef rétt er verða ráðherrarnir komnir á Grund, þegar á að ræða málin!

Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Hagbarður

Ég tek undir þetta með þér. Það er "ekki gott að gera ekki neitt". Ég óttast samt að það verði niðurstaðan. Hvað á þá að gera þegar vextir eru hlutfallslega mun hærri hér en annarsstaðar, engar líkur að þeir lækki og undirliggjandi verðbólga kraumar eins og hrauntjörn, tilbúin að brjóta sér leið upp á yfirborðið? Ef við gerum ekkert og hleypum verðbólguskotinu í gegn, verður til gríðarleg eignatilfærsla frá skuldurum til skuldareigenda. Stjórnmálamenn takast þá á við það verkefni að sannfæra fólk um það að slík eignatilfærsla hafi verið nauðsynleg til að rétta af kúrsinn. Væntanlega verður gamli frasinn notaður að "allir" hafi tekið á sig byrðarnar, kerfið sé enn sterkt og bráðum rofi til aftur. Verðbólguskotið gengur í gegn, kjörin rýrna, einkaneyslan minnkar og vextir geta farið að lækka. Við þekkjum svo mörg slík dæmi úr fortíðinni. Hin leiðin er að gera eitthvað. Það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu, að mínu mati, er að ríkisvaldið, Seðlabankinn, atvinnulífið og fólkið í landinu samstilli aðgerðir sínar. Skammtímaferli með innspýtingu og langtímaferli með kerfisbreytingum í landbúnaði og fiskveiðistjórnun. Innspýting inn í hagkerfið verði aukin af hálfu ríkisvaldsins með fjölþættum "mótvægisaðgerðum", t.d. auknum vegaframkvæmdum, aukinni og betri nýtingu innlendra orkugjafa, bættu sím- og fjarskiptakerfi, auknum fjármunum til nýsköpunar og að Seðlabankinn hefji lækkunarferlið sitt samhliða. Kerfisbreytingarnar felast í því að innleiða þarf "aukið frelsi" í landbúnað og fiskveiðar. Leggja af framleiðslutengda styrki í landbúnaði, styrkja frekar búsetu, opna fyrir veiðar með línu og færi og láta sveitarfélögin ráða sókninni með þessi veiðarfæri innan fjarða og á grunnslóð. Afnema magnstýringu í fiskveiðum með aðlögun og bjóða á uppboðsmarkaði heimildir (dagar á sjó) í stað magns (allur afli kæmi þá að landi). Tekjurnar af veiðileyfasölunni á að nýta til að fjármagna rannsóknir á fiski og fiskveiðum, greiða inn í lífeyrissparnað fyrir sjómenn og restin á að fara til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Afgjaldið af náttúruauðlindinni færi þá þangað sem það á "heima". 

Hagbarður, 18.3.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband