Er verðbólgan rétt mæld?

Verðbólgan er mikil á Íslandi um þessar mundir, en verðbólgan er mæld sem meðaltal síðust 12 mánaða. Það sem er sérstakt eins menn vita er að húsnæðisverð er tekið með í reikninginn. Þetta hefur aukið á mælda verðbólgu síðustu ár, en ef notuð er mælistika ESB eða USA er verðbólga á Ísalndi lág.

Nú er það hins vegar að gerast að verðbólguþættir þeir sem ekki heyra til húsnæðisverðs eru í sókn. Hrávara hækkar matvöru. Olía hækkar bensín. Verðbólgan hækkar ört nú vegna þessa og svo er krónan að snarlækka.

Ef verðbólgan væri mæld eins og víða annars staðar væri hún eins og áður sagði mun lægri. Skiptir þetta máli? Já svo sannarlega. Bæði hefur þetta áhrif á verðtryggð lán sem hækka í takt við vísitöluna og svo er það hitt að það er afar erfitt fyrir Seðlabankann að lækka vexti þegar verðbólgutölurnar eru svona háar.

Þá er spurning hvort ekki megi leiðrétta þessa mælistiku verðbólgunnar í átt að alþjóðlegum stöðlum?

Og eða hitt; að víkka út markmið Seðlabankans svo hann þurfi ekki að einbeita sér eingöngu að verðbólgumarkmiðinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Í OECD löndunum er "kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði" notaður í vísitölu neysluverðs. Þar er miðað við leigu á leigumarkaði. Leigumarkaðurinn hér á landi er það lítill að ekki er hægt og ekki sanngjarnt að byggja tölfræðilegar niðurstöður á grundvelli svo lítils úrtaks. Aðferðin sem Hagstofan notar er ágætlega lýst í grein sem finna má á vef Hagstofunnar. Aðferðin sem Hagstofan notar, byggir á húsnæðisverði og þróun þess. Fasteign er fjárfesting og afnot. Með aðferð Hagstofunnar er reynt að sundurgreina þessa þætti m.a. með ákveðinni afskriftaraðferð, vegnum meðalvöxtum lána til fasteignakaupa á undanförnum sextíu mánuðum og þannig er hægt að finna miðað við breytingu á kaupsamningum á milli mánaða breytingu á "virði" afnotanna og breytingu á "virði" fjárfestingarinnar. Það er svo mánaðarleg breyting á virði afnotanna sem hreyfir vísitöluna. Þessi liður vegur 20% í vístölunni og er því umtalsverður "hreyfiliður" á hana. Eflaust yrði leiguverð notað hér til að grundvallar þessum kostnaði ef markaðurinn væri stærri og "þroskaðri".

Hagbarður, 18.3.2008 kl. 22:14

2 identicon

Íbúðarhúsnæði er fjárfesting..... einsog stendur í skilgreiningu hagstofunar...

samt heitir vísitalan sem við miðum verðbólguna við, neysluvísitala!!!

Ég skilgreini húsnæðið sem ég bý í sem fjárfestingu, (heldur verðgildi sínu og gott betur, oftast) ekki neyslu.

Gallinn við þessa mælieiningu er náttla að hún getur ekki tekið tillit til allra þeirra lánasamsettningar sem bjóðast á markaðinum.  Td hefur vísitala húsnæðisverðs hækkað tvöfalt en afborgun mín af láninu sem hvíla á mínu húsnæðisláni.  Svo í mínu tilviki og flestra sem hafa haldið í sínar fasteignir síðustu 3 ár eða svo, að þá er mælinginn meiri hækkun en sem nemur raunverulegum afnotum af mínu húsnæði og margra annara. 

En það er svo sem ekki auðvelt að reikna þetta út.  Verðbólga í Bretlandi hefur verið eitthvað í kringum 2-3% seinustu 5 árin, þeir hafa verið að tala um að setja húsnæðisliðinn inn í neysluvísitöluna sína, en einsog þeir sem vita að þá hefur verið húsnæðisbóla þar seinustu 5 árin, þannig að hvernig ættli verðbólgan hafi haft áhrif á þá umræðu, ef þeir sæju þær tölur.?

gfs (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Verðbólgumæling þarf að vera sambærileg við sambærileg lönd.

Eyþór Laxdal Arnalds, 18.3.2008 kl. 23:30

4 identicon

Hvar finnum við sambærilegan húsnæðismarkað og er hér á Íslandi?

ég skal viðurkenna það, en ég veit það ekki....

gfs (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Hagbarður

Grunnurinn að vísitölunni er byggður á neyslukönnun sem framkvæmd er á fimm ára fresti. Síðast var hún framkvæmd 2005. Þá eru um 1.400 fjölskyldur fengnar til að halda nákvæmt heimilsbókhald í hálfan mánuð. Breytingarnar á þessum grunni eru svo mældar með um 4.000 mælingum á einni viku um miðjan mánuð í hverjum mánuði. Vísitalan byggir á okkar neysluvenjum og á hvern hátt við högum okkur sem neytendur. Það eru síðan ótal þættir sem geta haft áhrif á að vístalan mæli ekki rétt hið "raunverulega" verðlag allar þeirra sem neyta hér á landi. Helst eru það staðkvæmdaráhrif, gæðabreytingar og keðjubreytingar (hlutfall neyslu á milli verslana er fundið í grunnkönnuninni en getur að sjálfsögðu tekið breytingum ef t.d. ný lágvöruverslun kemur inn á markaðinn) sem skekkt geta mælinguna og að hún endurspegli ekki raunverulega það sem er að gerast. 

Það er mjög mikið atriði að húsnæðisliðurinn sé inni í vísitölunni á þessum tíma. Það er líklega sá liður sem hefur mestar líkur til að lækka með dempun eða jafnvel "melt-down" á húsnæðismarkaði á komandi mánuðum og eitthvað að slá á hækkun vísitölunnar. Hinir liðirnir, 80% af vístölunni, eru mjög gengistengdir.

Hagbarður, 19.3.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband