Saman fylkja þau sér að baki Seðlabankanum

Flestir áttu von á stýrivaxtahækkun, enda gengisfallið og verbólguhorfur allar bæði miklar og slæmar. Hækkunin er þó hressilegri en margan hugði; eða 1,25% í einum rykk! 

Heilir 15% í grunnvexti eru heldur betur háir, ekki síst þegar Seðlabanki BNA er nýbúinn að fara með vexti um 2% undir verðbólguna þar í landi. Vaxtamunur ISK við USD er gríðarlegur. Krónan hefur styrkst í dag og hlutbréf hækkað.

Það sem var hins vegar nokkuð fróðlegt áðan var að sjá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir styður þessa ákvörðun Seðlabankans um hækkun vaxta. Ég hef ekkert heyrt hins vegar til bankamálaráðherrans. Það skiptir miklu að ríkisstjórnarflokkarnir séu samstíga í þessum mikilvægu málum.

Ríkisstjórnin kemur svo væntanlega með útspil samhliða aðgerðum Seðlabankans, enda brýnt að menn stilli saman strengi og vinni saman að því að ná niður verðbólgunni.

Fróðlegt verður að sjá hvort menn endurskoði verðbólgumælingar sem eru nokkuð á skjön við ESB og BNA varðandi húsnæðisliðinn. Þá verður fróðlegt að sjá hvað gerist í ábyrgðum ríkisins í húsnæðismálum, en það er eitt stærsta málið um þessar mundir á fjármálamörkuðum.


mbl.is Eðlileg viðbrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Innlitskvitt til þín frændi!

Ása (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband