Fitna Íslamistar?

Geert Wilders er nokkuð hugrakkur að setja heimildarmynd sína "Fitna" á netið. Morðið á Theo van Gogh er mörgum í fersku minni og Geert hefur þegar fengið margar morðhótanir.

Ég skoðaði myndina áðan. Uppistaðan eru myndbrot af hryðjuverkum öfgafullra íslamista og talsmönnum þeirra. Þó myndin sé einföld er hún áhrifarík: Boðskapur þeirra er óverjandi með öllu.

Við verðum að gæta þess að vera umburðarlynd, án þess að fórna þó frelsinu. Þar liggur línan. Hryðjuverkamenn líta á lýðræði og umburðarlyndi sem veikleika.

Lýðræðið og frelsið sigraði einræðið í heimstyrjöldinni 1939-1945 (World War II) 
- sem við Íslendingar nefnum í bjartsýni okkar "Seinni Heimstyrjöldina".  

Það er þess virði að kíkja á myndina - hún er um korterslöng og hana má skoða hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það hefði verið mikið "hugrakkara " og betra að hafa þetta almennilega "stuttmynd" eða heimildarmynd!...en "stuttmyndir" geta víst sýnt hvað sem er en engin tekur þetta til sín , nema kannski "múslimar" eins og þú segir?...Veit ekki,...finnst svo erfitt að hrósa stuttmynd sem er l´æeleg fyrir að vera "stuttmynd" eða hugrökk, sem hún er ekki!

Alla veg stendur uppúr hverig nokkrir múslimar bregðast við!.....og um ÞAÐ getum við sameinast..þessi viðbrögð eru fáránleg, en hvað um okkur? hvernig væri að ræða hið raunverulega ...sem er ofbeldi t´ruarbragða..og kvenhatur?...bæði í músmimskir trú og gamla testamenti?

RÆÐUM Í MÁLFRELSINU OKKAR UM KVENKÚGUN KORANSINS OG BIBLIUNNAR! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...hér urðu mistökin.." l´æeleg "  ...en átti að vera   léleg

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: halkatla

ég horfi aldrei á stuttmyndir og ég bara nenni ekki að sjá þessa mynd, get ekki ímyndað mér að þar komi eitthvað nýtt fram en það er svakalega fyndið að fylgjast með fólki jafnvel hér á blog.is sem lætur einsog myndin sé vandamálið en ekki viðfangsefni hennar!

halkatla, 2.4.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Linda

Sammála greinarhöfundi, sammála Önnu B og Önnu K.

Þó vil ég benda á að stuttmyndir geta verið áhrifamiklar, umræðan sem hefur farið fram hefur sýnt margt, m.a. hvað fólk veit afskaplega lítið um öfga Íslam, og hversu oft það gerir ekki greinamun á hinum almenna Múslíma og Íslamistanum (sá sem tilheyrir fylkingum öfga Íslams). Það vekur furðu mína að sjá fólk skrifa um frelsi og hafna svo hluta þess, vissulega skal aðgæti höfð í nærveru sálar, en það gerum við bara með því að tala skíru máli og kalla hlutina það sem þeir eru, að fela okkur ekki á bak við orðaleiki Pc sem valda oftast frekari misskilningi en ella.

kv.

Linda, 2.4.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Durtur

Hugrakkur? Þú meinar þá líklegast vegna þess að nú eigi hann á hættu að vera ráðinn af dögum?

 Það má svosem líta á það þannig en ég get engan veginn skilið hvað þú sérð gott við þennan sextán mínútna óskapnað sem þú mælir með því að fólk horfi á. Fyrir það fyrsta er ekki verið að segja nokkurn skapaðan hlut í þessu--ekki neitt! Þetta er bara samsull af hreint út sagt viðbjóðslegum myndbrotum (takk fyrir aðvörunina, félagi), þessu sem er oftast ekki sýnt í fréttatímunum afþví það heitir bara klám á góðri íslensku; fólk stökkvandi úr tvíburaturnunum, afhausanir--ég þakka bara fyrir að það hafi ekki verið hópnauðgun í fullum lit þarna líka. Þessi ófögnuður var svo brotinn upp með tilviljanakenndum tilvitnunum í Kóraninn sem Geert vinur þinn vil láta banna, og klikkir út með því að líkja Múslimum við Nasista.

 Útskýrðu endilega fyrir okkur hvað þér finst svona gott við þessa mynd eftir mann sem segir að það séu ekki til hófsamir Múslimar. Ef mynd skyldi kalla. 

Durtur, 2.4.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er léleg mynd full af hleypidómum og fordómum og samsæriskenningum. það er varla að maður geti lagt sig niður við að ræða hversu léleg hún er því ekki vill maður verða til auka áhuga fólk á svona mannskemmandi efni.

Sama gildir um myndina af kallinum með sprengjuna í vefjarhettinum. Sú mynd er drasl.

En ég mun vonandi fram í rauðan dauðann verja rétt fólk til að tjá sig á rustafenginn hátt sem mér býður við. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Durtur

Skúli, ég vildi bara benda þér á að "myndin" heitir Fitna, ekki Fitnah, þó mér þyki mikið til Arabískukunnáttu þinnar koma að þekkja hina útgáfuna. Ólíkt því sem þú segir á bloggi þínu þýðir orðið "Prófraun", en ekki ,,vantrú og dýrkun annarra Guða heldur en Allah." Raunar er orðið nær eingöngu notað til að lýsa átökum innan Islam, og þá á milli Sjíta og Súnnía. Hvaðan ertu að fá upplýsingarnar þínar eiginlega, beint frá David Duke & Co?

Myndinni hefur, skiljanlega, verið mótmælt, en þó af furðulitlum krafti og herskáir Múslimar hafa komið mér skemmtilega á óvart með því að halda aftur af sér. Hinsvegar hef ég hvergi séð minnst á að reynt sé að koma í veg fyrir að myndinni sé dreift, heldur bara það að flestir eru of siðprúðir til að taka þessa "snuff"ræmu til sýninga. Málfrelsið nær líka til Geerts vinar þíns og allir þeir sem ég hef séð mótmæla henni lýsa yfir vonbrigðum með að málfrelsið sé notað svona, en reyna ekki að hefta það á nokkurn hátt. Hvaða síður eru það (fyrirgefðu, "netstöðvar" var það víst), segirðu, sem Múslimar hafa verið að hakka til að halda myndinni niðri? Þú hlýtur að geta nefnt eina eða tvær, ekki ertu bara að skálda þessa vitleysu.

Mér þætti gaman að sjá hvað fólk eins og þú og eigandi þessa bloggs væri að segja ef þessi mynd hefði verið um voðaverk Ísreala, og kallaði eftir því að helgirit Gyðinga yrðu bönnuð, ásamt því að sagt væri að allir Gyðingar væru ógn og það væru engir hófsamir til. Þessi smánarræma er ekkert annað en rasistaáróður af verstu sort, ætlaður til að æsa tvo hópa hvern upp á móti öðrum. Það er eitt að fordæma hana ekki en að dásama hana og mæla með henni fyrir opnum tjöldum? Hneykslanlegt.

Durtur, 3.4.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband