101 Financing

Skorturinn kenndi mörgum að taka skortsstöðu í hinum og þessum bréfum í vetur. Sumir græddu á því. Aðrir eru enn að vona að himnarnir hrynji.

Jim Rogers hefur til að mynda verið óþreytandi að taka stöður gegn fjárfestingabönkunum í BNA. Bear Stearns er þar á meðal. Hann sagði í viðtali við Bloomberg í síðasta mánuði þegar hann var spurður um "hvaða fjárfestingabanka" hann hefði tekið skortstöðu í:

"Ég má ekki taka skortstöðu í ákveðnum bönkum vegna stöðu minnar - lögmaður minn bannar mér það - ég tek skortstöðu í vísitölu fjárfestingabankanna".

Af hverju er það bannað?
Vegna þess að bannað er að "manipulera" markaðinn. Hann á að vera frjáls.

Lítið hagkerfið upp á Fróni hefur sjálfsagt verið freistandi á köldu janúarkvöldi.
Ekki síst fyrir þá sem höfðu "orðið fyrir" tapi.

Ekki það að brennt barn forðist eldinn....


mbl.is Allir taka skort í Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

FT greinin birtist ekki öll í gegn um mbl.is tengilinn, en reyna má hér. Ef  ekki, farið þá inn á ft.com og setjið í leitarstrenginn Cool under fire: Iceland  .Ýtið síðan á það. Þá ætti þetta að koma.

Ísland er svona „free for all“ svæði fyrir spekúlanta eins og í laxveiðinni. Það má alltaf fara í þann smáhyl þegar manni leiðist höftin annars staðar og taka þá eina góða rispu.

Ívar Pálsson, 9.4.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband