Hversu stór þarf gjaldeyrisvarasjóðurinn að vera?

Sem lánveitandi til þrautavara er Seðlabanki hvers lands með laust fé þegar á bjátar. Íslenski Seðlabankinn er nú í þeirri þröngu stöðu að "íslensku" bankarnir eru með meirihluta eiginfjár, lánsfjár og lána sinna í erlendum myntum. Til að vera lánveitandi til þrautavara í gjaldeyri er Seðlabankinn eingöngu með um 2 milljarða evra, en það er um 3-4 daga velta á íslenska gjaldeyrismarkaðnum.

VG vilja auka gjaldeyrisforðann um "allt að 80 milljarða".
Ráðherrar hafa nefndi "allt að 500 milljarða".
Þorvaldur Gylfason sagði hjá Agli Helgasyni gjaldeyrisforðann þurfa að vera amk. jafn stóran og erlendar skammtímaskuldir bankanna. Hvað ætli það sé há upphæð? Heildarskuldir bankanna skipta þúsundum milljarða.

Sagt er að í svona slag þurfi menn að passa að hafa nógu sterk spil á hendi. Helst má ekki sjást á spilin og best er að hafa þau ívið betri en sögnina.

Soros tókst að slást við sterlingspundið. Krónan er mjög lítil mynt eins og menn vita og einhverjir hafa gefið út veiðileyfi á hana.  

Fróður maður sagði mér að til að þetta eigi að vera trúverðugt þurfi forðinn að vera allt að 1000 milljarðar.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum og framvindu á markaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innlitskvitt!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Hér þarf að byrja á að greina vandann og skilgreina markmið. 

Er það markmið að styrkja krónu í neysludrifnum viðskiptahalla ? 

Er það vandamál að bankar takmarki erlent lánsfé og hækki vexti til aðila sem ekki hafa tekjur eða eiga eignir í erlendri mynt  ?

Að því er gjaldeyrisforða varðar þá þarf að skipta efnahagsreikning bankanna upp landfræðilega.  Seðlabanki Íslands þarf varla að hafa áhyggjur af hinum Danska FIH sem er í egu Kaupþings svo dæmi sé tekið.

Aðalatriði er að hafa aðgengi að digrum lánalínum.  Kanski á ríkissjóður efnaða vini í útlöndum sem við getum átt samleið með að því er þyrlukaup, varnarmál, fiskveiðar og fríverslu utan Evrópusambands varðar.  Væri e.t.v. hægt að nýta pólitískar leiðir til semja um gagnkvæma sölu á skuldatryggingarálagi (CDS) á skuldir hvors lands fyrir sig ef óvæntir atburðir gerast ?  Dæmi gæti verið ef skuldatrygginarálag færi yfir 40 punkta.  Slíkur samningur væri þeim kostum gæddur að kosta í raun ekkert en væri þvert á móti beinlínis tekjulind fyrir útgefanda.

Gæti verið að pólitísku púðri sé puðrað í rangar áttir á borð við öryggisráð sem þrátt fyrir nafnið hefur ekkert með okkar öryggi að gera. 

Arnar Sigurðsson, 13.4.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Á laugardaginn hlýddi ég á fróðlegan fyrirlestur hjá Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi um ástandið og horfurnar. Erindið flutti Guðmundur í boði Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum. En vegna umræðu síðustu daga um hugsanlega lántöku ríkisins til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans, þá lék mér forvitni á að vita aðeins meira um það mál og spurði því Guðmund er hann var á leið út að fundi loknum. Spurningin var svohljóðandi með stuttum inngangi sem ég þuldi einnig yfir Guðmundi; „Nú er verið að tala um að ríkið eigi að taka 500-700 milljarða króna erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Þessari upphæð er eingöngu ætlað að vera til styrkingar út á við og til fælingar gegn óprúttnum spákaupmönnum sem hugsanlega sjá sér leik í að gera atlögu að íslensku krónunni eins og það er orðað. Segðu mér Guðmundur, ef við værum með evru, hvað þyrfti gjaldeyrisvarasjóðurinn þá að vera stór... NÚLL.. sagði Guðmundur og var þar með þotinn“.

Að láta ríkið taka 700 milljarða erlent lán til þess eins að geyma á hillu í kjallara undir Svörtuloftum... til þess eins að verjast hugsanlegum árásum á krónuna er algerlega galið. Nú veit ég ekki hverjir vextirnir gætu verið, en ef þeir eru 2% þá gerir það 14 milljarðar á ári. 

Er ekki aðeins of mikill flottræfilsháttur á okkur að vera að reka spilavíti af þessari stærðargráðu?         

Atli Hermannsson., 14.4.2008 kl. 09:29

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er mikill misskilningur í gangi varðandi gjaldeyrisvarasjóði (GVS) og raunar margt annað í hagfræði líðandi stundar. GVS er erlendur gjaldeyrir, en hann er ekki geymdur í peningageymslu Seðlabankans. Þetta fjármagn er látið "vinna" fyrir sér, með því að lána það út til annara seðlabanka eða "öruggra" fjármálastofnana.

Fyrir utan að lántakendurnir þurfa að vera "öruggir" greiðendur, er mikilvægt að skipuleggja útlánin þannig að endurgreiðslurnar komi jafnt og þétt, eða í samræmi við notkunarþörf.

Annars er tóm vitleysa, að GVS Íslands þurfi að vera óskaplega stór til að leysa hugsanlegann lausafjárvanda bankanna. Bankarnir geta flutt heimilisfang sitt til annars lands með stuttum fyrirvara og þá tekur við "lögsaga" annars seðlabanka. Bankinn getur síðan flutt hingað aftur þegar um hægist. Ég veit ekki um neinar hindranir við svona flutningum, en ef þær hindranir eru fyrir hendi væri áhugavert að frétta af því.

Það er einnig galið, að ætla að festa gengi Krónunnar, með austri úr GVS. Við og margir fleirri hafa reynt þetta með hörmulegum árangri. Upptaka Evrunnar er álíka óviturleg. Krónan á að vera flöktandi og endurspegla efnahagslega afkomu þjóðarinnar á hverjum tíma.

Að hindra verðbólgu með háum stýrivöxtum er álíka vitlaust og að ausa úr GVS. Að setja á háa stýrivexti er jafngilt innflutningstollum. Hvort tveggja er jafngilt formlegri gengisfellingu í fastgengiskerfi. Allt fikt í markaði kemur bara í hausinn á mönnum síðar og þá er miklu erfiðara að leysa vandann.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.4.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband