Frítt í sund fyrir börn - eykur tekjur sundstaða

Hollywood hefur komist að þeim stórasannleik að börnum fylgja fullorðnir. Myndir á borð við Jaws og Taxi Driver hafa vikið fyrir barna- og fjölskyldumyndum eins og Harry Potter og Madagaskar. Aðsókn að kvikmyndahúsum byggist æ meir á slíkum myndum.

Sú leið að hafa frítt fyrir yngstu kynslóðina eykur á sama hátt aðsókn fullorðinna. Þau bæjarfélög sem hafa tekið upp á að bjóða frítt fyrir börn hafa séð þessa þróun.

Bæjarfulltrúar D-listans í Árborg lögðu fram ýmsar tillögur á síðasta bæjarstjórnarfundi. Ein þeirra var um frían aðgang fyrir börn og unglinga undir 16 ára aldri. Tillagan var felld af V, S og B lista. Skýringin var sú að "Miðað við þá aðstöðu sem nú er í Sundhöll Selfoss getur orkað tvímælis að fara í aðgerðir til að auka aðsókn að Sundhöllinni" Jú og mikið rétt V, S og B listi samþykkti nýverið 4% hækkun í sund. Sjálfsagt til að tempra aðgang. Kannski væri ráð að lengja opnunartímann...

Ætli við verðum ekki bara að leggja tillöguna aftur fram þangað til hún fer í gegn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Ein rökin fyrir því að veita frítt í sund er að hjálpa fólki með að komast í tiltölulega ódýra og holla afþreyingu.

Ekki veitir af á þessu síðustu og verstu

Steinþór Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mikið er ég hjartanlega sammála þessari tillögu D listans.  Sjálfur er ég Reykvíkingur og hef sótt sundlaugar frá því ég var 7 ára og sótti Sundhöllina og Laugardalslaugarnar gömlu.  Sund er mjög fyrirbyggjandi varðandi heilsubrest.  Við þurfum bara að skoða það fólk sem fer nánast daglega í sund, sérstaklega er það áberandi hve eldri borgarar líta betur út sem sækja laugarnar.

Þessi rök V, S og B eru þau aulalegustu sem ég hef heyrt.  Þetta er sú heilnæmasta "íþrótt" sem hægt er að stunda sumar jafnt sem vetur.  Einnig bætir þetta félagslega þáttinn hjá mörgum að spjalla í heitu pottunum og kynnast fólki.

Með því að hafa frítt fyrir börnin, erum við að venja þau á að stunda heilnæmar íþróttir.

Sigurbjörn Friðriksson, 15.4.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta er gott mál/en þetta mál hjá Guðlaugi Þór Ráðherra,að láta börnin fá frítt á heilsugæsluna i Rvik,og láta aldraða og öryrkja ekki njóta þessa,var ekki eins góð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.4.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Mikið rétt með forvarnarþáttinn Sigurbjörn og Steinþór

- Halli: Þessi breyting er einmitt þannig að ekki flytst kostnaður á aðra. Ætti að vera "win-win"

góður punktur Guðlaug! 

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.4.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en samt absúrd að rukka fullorðinn um fullt gjald í bíó, á barnamynd, meðan börnin greiða hálft þegar viðkomadi er einungis fylgdarmaður og myndin ekki einu sinni að höfða til hans. hann kannski dottandi eða að skoða símann sinn allan tímann.

Brjánn Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband