Um forgangsröðun hlutanna..

Í síðustu viku felldi meirihluti bæjarstjórnar Árborgar tillögur minnihlutans um að ræða við kennara um álagsgreiðslur, skoða hagstæða leið með menningarsal og valkost fyrir starfsmenn sveitarfélagsins í heilsueflingu. Allt var fellt af meirihluta V, S og B lista.

Svo lögðum við fram tillögu um að börn og unglingar undir 16 ára fengju ókeypis aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins. Það var líka fellt. Loks lögðum við til að haldinn væri opinn fundur með íbúum þar sem bæjarfulltrúar væru fyrir svörum. Tillagan fór veg allrar veraldar. Á sama fundi lögðum við til að salerni barna við Vallaskóla yrðu löguð í samræmi við kröfur velsæmis og ábendingar kennara. Því var hafnað.

Hvað leggur þá meirihlutinn til?

Jú eina tillaga meirihlutans á síðasta bæjarráðsfundi var svo þessi: Að kaupa og reka 2 stykki "ráðhúsreiðhjól" fyrir starfsmenn ráðhússins. Nú hef ég ekkert á móti reiðhjólum, en finnst forgangsröðunin nokkuð undarleg svo ekki sé meira sagt.

Eða hvernig á að útskýra þetta fyrir kennrum sem fá ekki álagsgreiðslur né fund til skýringa, foreldrum barna í Vallaskóla eða af hverju enn sé hækkað gjald í sund.

 


mbl.is Ráðhúshjól keypt á Selfosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Eyþór stundum spyr maður sig um hvað snúast bæjarstjórnarfundirnir hjá stjórnarmönnum meirihlutans. Það er orðin þörf á að skipta út fólki í þessari stjórn hið bráðasta. Mér sýnist Árborg vera breytast hægt og rólega í svefnbæ með þessu áframhaldi. Það er ekki nóg að byggja hús ef engin atvinna er á staðnum.

Helga Auðunsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: molta

ég er sammála þér, en finnst nóg efni fyrir þig til að gagnrýna í fari eigin bræðra í ríkis og bæjarstjórnum í öðrum sveitarfélögum.  ekki mjög sannfærandi sko.

molta, 20.4.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Sammála þér. Mér gersamlega ofbýður framganga "meiri"hlutans þarna. Er guðslifandi feginn (eins og fram hefur komið áður) að ég bý ekki þarna lengur.

Hvað er annars að frétta af nýja miðbænum? Það er eiginlega ekki hægt að segja að þetta sé bæjarprýði sem blasir við þegar komið er yfir brúna.

Heimir Tómasson, 20.4.2008 kl. 05:36

4 identicon

Þú átt þakkir skyldar fyrir að ýta við kjaramálum kennara. En svipað gerðist á Akranesi með allt öðrum meirihluta. Svefnþungi sveitarstjórnarmanna mikill.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband