Grafalvarlegt mál

Þessi hækkun er meiri en árs skammtur á landsins vonda fjanda. Það gagnast lítið að menn bendi hver á annan því í þessari stöðu þurfa allir aðilar að taka höndum saman sem allra fyrst. Keðjuverkun verðbólgunnar þrífst á því að menn standi ekki saman en hækki hver "sem svar" við hinum.

Verðbólgan á Íslandi er nú í tveggja stafa tölu. Þetta er veruleiki sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við með öllum ráðum. Verslunarmenn, stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga erfitt verkefni fyrir höndum en ef allir leggjast á eitt er hægt að vinna á þessu.

Verðbólgan á Íslandi er óviðunandi enda grefur hún undan stoðum rekstur fyrirtækja og heimila.

Það sem gerir málið erfiðara er að á sama tíma er lausafjárkreppa og því þarf að fara varlega í að "skrúfa fyrir alla krana".

Það sem hefur líka breyst er að nú er það ekki lengur húsnæðið sem veldur verðbólgu heldur eldsneyti, matur og innflutt vara.

Veiking krónunnar vegur hér þyngst.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var hreint ótrúlegt ábygrgðarleysi af framkvæmdastjóra Bónuss að hlaupa til og boða 20% hækkun strax og krónan fór að veikjast.

Hann hefði sýnt meiri hyggindi og samfélagslega ábyrgð hefði hann lýst því yfir að Bónus hyggðist heldur standa á bremsunni varðandi verðhækkanir.

Það er hlustað á orð manns í hans stöðu og slík yfirlýsing hefði sent skilaboð til annarra í smásölugeiranum um að gera slíkt hið sama.

Það hefði aukið traust manns á Bónus ef gefið hefði verið í skyn að matvörukeðjan, með þetta ægivald sitt á markaðnum, ætlaði að beita því í þágu samfélagsins að þessu sinni, í stað þess að skara eld að eigin köku og um leið, gefa tóninn um allsherjar hækkanir á markaðnum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Púkinn

Frá sjónarhóli Púkans er stóra vandamálið að þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin ár og aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það verður að segjast eins og er sem sagt vara lika þegar þetta æfintíri var með Grímseyjarferjuna við lærðum á þessu,en það virðist ekki vera raunin/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.4.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband