ESB óskalandið...

Af mörgum má skilja að innganga í Evrópusambandið sé lausn allra mála. Gott ef við megum ekki búast við "Evrópuveðri". Að minnsta kosti er mikið talað um "Evrópuverð" hvað sem það nú þýðir í reynd.

Þegar grannt er skoðað hefur sjálfstætt Ísland öll tækifæri til að lækka tolla.
Ríkið getur lækkað virðisaukaskatt og gjöld.
Krónuna getum við bundið við aðra gjaldmiðla eins og við gerðum á árum áður.
Vexti getum við lækkað eða hækkað.
Þetta getum við gert sjálf. - Hér er valið okkar.

Á hinn bóginn myndum við afsala okkur ákvarðanarétti á auðlindum okkar og gerast aðilar að dómsvaldi og herafla Evrópu.

Vandi okkar leysist ekki með pennastriki - þó það komi frá Brussel.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er merkilegt að hugsa til þess að fyrir ári síðan sögðu viðskiptamenn að stjórnmálamenn ættu að halda sig frá afskiptum. Nú er ljóst að mikil eftirspurn er eftir úrræðum.

Aðild að ESB er líklegri til þess að takmarka úrræði okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.

Er aðild þá lausnin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er að sönnu raunalegt að horfa á hið klæðskerasniðna samfélag frjálshyggjuaflanna komið í andnauð. Erfitt einnig að sætta sig við að þurfa að flýja á náðir einhvers stóra bróður og biðja hann um að leysa þjóðina frá vanda sem stjórnvöld hafa bakað fólkinu sem færði þeim umboðið.

Árni Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Halla Rut

Ég er 100% sammála þér Eyþór.

Svo segjast Íslendingar vilja ESB en við sáum vel hvað gerðist jafnt hjá skurðhjúkrunarkonum og trukkabílstjórum þegar innleiða átti ESB reglurnar inn á þeirra svið.  Hvað geris ef öll þjóðin þarf að begja sig undir þetta?

Halla Rut , 4.5.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Halla Rut:
Ef við komum okkur í þá aðstöðu verður ekki aftur snúið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.5.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Halla Rut

Annað sem við eigum að hafa í huga er að Tyrkland er við það að komast inn í ESB. Tyrkland er íslamskt land sem hefur allt önnur gildi og aðra trú en aðildarlönd ESB. Meðaltekjur í Tyrklandi eru mjög lágar, þar er mikið atvinnuleysi og félagslegur ójöfnuður er svo gífurlegur. Margir telja að ef og þegar Tyrkland kemst inn mun það verða eins og flóðgátt þegar öll Evrópa opnast þeim.

Halla Rut , 5.5.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eyþór kallinn minn er það þá orðin ÓSKADRAUMUR þinn að fara inní þessa hít, spyr nú vegna þess að ekki settirðu spurningarmerki aftan við fyrirsögn greinarinnar. Síðan hegg ég eftir því að þú tiltekur í flestum línum þíns pistils að við GETUM sem þýðir væntanlega að uppgjöf þín er endanleg.

Eiríkur Harðarson, 5.5.2008 kl. 01:24

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ESB er flótti frá veruleikanum. Ég vildi að einhver tæki allan vafa af á að við séum að reyna þessa vitleysu. Ég vil líka stjórnarskrá sem er miðuð við þarfir fólksins í landinu en ekki valdagjafi ráðamanna.

Valdimar Samúelsson, 5.5.2008 kl. 09:21

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Blessaður Eiríkur og takk fyrir innlitið!

Tilvísunin í "óskalandið" er gömul "Sovét-Ísland óskalandið; hvenær kemur þú?" orti skáldið Jóhannes úr Kötlum. Þá þótti mörgum sem sovétska ríkjabandalagið væri töfralausn. Flestir eru nú á því að sú tilraun hafi mistekist.

Nú eru sum fyrrum sovét lýðveldi komin í Evrópubandalagið. Ég er jafn sannfærður og áður að okkur er best borgið sjálfstæðum. Samstarfið við ESB gengur ágætlega, en það er óþarfi að gefast upp með sjálfstæðið. Seint tel ég það minn óskadraum.

Hér er svo kvæðið:

Jóhannes úr Kötlum

SOVÉT-ÍSLAND

Sovét-Ísland,

óskalandið,

- hvenær kenur þú?

Er nóttin ekki orðin nógu löng,

þögnin nógu þung,

þorstinn nógu sár,

hungrið nógu hræðilegt,

hatrið nógu grimmt?

Hvenær...?

Hvenær kemurðu, lýðviljans land,

með ljóma strætanna,

hljómfall vélanna

blóm og söng?

Hvenær kenurðu

með kraft vitsins,

eld áhugans,

innileik bróðurþelsins?

Hvenær? Hvenær?

Vér þráum þig í einrúmi

á andvökunóttum.

þegar blóð vort rennur hægt, hægt

út í ystu myrkur

og allt er orðið hljótt,

- svo dauðahljótt,

að hvísl vorrar þjáningar

bergmálar

sem harmþrungin hljómkviða:

Hvenær? Hvenær?

Vér þráum þig, land lífsins,

- ljósblik hækkandi menningar,

samönn sólskinsdagsins,

samnautn lognmildra tunglskinskvelda,

Vér þráum að skapa

skip þín,

borgir þínar,

list þína...

Vér þráum starfið,

þráum hvíldina,

í þakklátum. öruggum faðmi þínum.

Eldgamla Ísafold!

Ung varstu forðum,

fjallkonan fríð!

Viltu ekki offra þínum

ellibelg

á altari framtíðarinnar?

Viltu ekki umbreyta

í æsku

öllu hinu þreytta og sjúka og vonlausa?

Viltu ekki nýtt fólk,

nýtt líf,

nýtt vor um strendur þínar, dali þína?

Viltu ekki, að vargöldin harða,

vindöldin kalda,

þokist fjær og fjær?

...En hvort sem þú vilt eða ekki,

kemur það nær og nær,

þetta, sem grætur blóði,

þangað til upp úr rauðum sporunum

grær

líf, sem ljómar og hlær.-

Þó það kæmi ekki í gær,

þó það komi ekki í dag,

það kemur - - -

Á morgun?

Hvenær? Hvenær?

Samt mun ég vaka, 1935

Eyþór Laxdal Arnalds, 5.5.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tek undir með þér Eyþór. Lengi hef ég predikað þessa sömu punkta sem þú nefnir og fagna þess vegna því að eiga í þér skoðanabróður hvað þetta ESB mál varðar.

Haukur Nikulásson, 5.5.2008 kl. 10:28

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu Eyþór,en samt mætti ræða hvað við fáum að ganga langt með að eiga okkar fiskimið,og margt annað sem er ekki vitað fyrr en á reinir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.5.2008 kl. 13:12

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Svo er spurning Haraldur í hvers konar bandalag við erum að fara. Undanþágur um fiskimið og annað verða alltaf tímabundnar.

Nú er ESB að breytast og meira að verða um alríkismál. EES er samningur, en ESB er bandalag. Ekki varnarbandalag, eða viðskiptabandalag, heldur bandalag sem hefur sameiginleg lög, dómsvald og framkvæmdavald. Það verður því vart auðveldlega aftur snúið þegar þjóðir hafa eitt sinn farið inn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 5.5.2008 kl. 13:23

11 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, þegar Eyþór Arnalds er farinn að tala eins og einhver kommunisti síðustu aldar þá er mér amk skemmt :)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 5.5.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eftir því sem það opinbera lækkar sínar álögur meira, hækkar Bónus álagninguna að sama skapi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.5.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband