Vor í Árborg - mannlíf, jaðrakan og hrossagaukar

Hátíðin Vor í Árborg fór glimrandi vel af stað í blíðskaparveðri þar sem gengið var fylktu liði frá Vallaskóla að Sunnuleikjaskóla þar sem hátíðin var sett. Börn og unglingar settu svip sinn á opnunarhátíðina með ljóðalestri, tónlist og fimleikum. Óhætt er að óska öllum aðstandendum til hamingju með upphafði af þessari löngu hátíð. Víst er að bæjarstjóri hefði verið stoltur af hefði hún ekki verið í önnum. Aðstaða til fimleikaiðkunar í Sunnulækjarskóla var formlega tekin í notkun og er til mikils sóma. Þetta var falleg stund.

Þegar heim er komið er vorið fagurt í Tjarnabyggð; jaðrakan í bakgarðinum í tjörn og hrossagaukur sér um tónlistina.

Hátíðin, mannlífið og náttúran iðar af lífi:  Það er komið vor í Árborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Eyþór. Ertu til í að senda mér meilið þitt á meilið mitt bella@simnet.is  þarf að spurja þið smá. Kveðja í sveitina

Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband