Nargis í Burma verri en jóla-tsunami?

Sífellt berast verri og verri fréttir frá hinu einangraða Burma (Myanmar) sem stjórnað er af herforingjastjórn sem nýtur stuðnings Kínverja. Landið er um 6 sinnum stærra en Ísland, en þarna búa um 47 milljónir manna.

Fyrst voru örfáir taldir af, en mat vestrænna fjölmiðla hefur farið úr hundruðum í þúsundir og tugþúsundir. Nú síðast er óttast að hálf milljón geti farist í þessum miklu náttúruhamförum.

Mikið er rætt um ábyrgð stjórnvalda; einkum tvennt: Aðvarana- og aðgerðarleysi.

Engar aðvaranir voru gefnar út vegna stormsins, en hann myndaði um 6-7m flóðbylgju.
Erlend ríki hafa átt erfitt með að koma hjálpargögnum til Burma vegna herforingjastjórnarinnar.

Ef þetta fer á þann versta veg sem sumir halda, verður þetta enn meira mannfall en af "boxing day" Tsunami sem talinn er hafa tekið með sér kvartmilljón manns. Stór hluti landsins sem er "delta" er horfinn í sæ:

nasa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er aðein eitt um þetta að segja" HRYLLINGUR".

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband