Vor í Árborg III: barnaskór á Gónhóli...

Fórum á Eyrarbakka í hádeginu þar sem temað var "Vorskipið kemur", en lengi vel var Eyrarbakki ein helsta miðstöð viðskipta á Íslandi.

Hittum síungan frumkvöðulinn Árna Valdimarsson af Sigtúnum, en hann hefur haft veg og vanda að því að gera gallerý með meiru við sjávarkambinn í gömlu fiskverkunarstöðinni við Gónhól.

Á Gónhóli stóð fólk áður fyr til að fylgjast með skipakomum, en nú sem fyrr þurfum við margt að sækja yfir hafið. Pósturinn berst talsvert hraðar í dag. . .

Ung stúlka sýndi og seldi haganlega gerða barnaskó með kennimarkinu Tin:a. Listamenn sýndu málverk sem tengdust náttúrunni. Tunnur og varningur setti mark sitt á margt.

Vor í lofti og hátíðin rétt hafin. - Hafið þökk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband