Egill Bjarnason kominn langa leið frá Selfossi...

Egill Bjarnason blaðamaður hefur að undanförnu leyft okkur á Fróni að fylgjast með ferðum sínum um austurlönd. Frásögn hans í morgun er vægast sagt athyglisverð en þar segir meðal annars:  

"Hún var fyrr um daginn búinn að vara mig við. Siðgæðisverðir ríkisins gætu verið á sveimi á fjölförnum stöðum. Við yrðum handtekin fyrir að vera - ógift - á labbitúr. Hún þyrfti í kjölfarið að gangast undir læknisskoðun og ef það kæmi á daginn að hún væri spjölluð mey, yrðu mér settir afarkostir. Annað hvort að giftast dömunni eða láta höggva af mér aðra höndina og annan fótinn. Góðu fréttirnar eru að ég fengi að velja hvort það yrði hægri eða vinstri limir."

Mæli með þessu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband