Lán og borgun

Nú er verið að vinna að stórri lánsheimild til handa ríkissjóði. Gott er að eiga góðu láni að fagna, en svo þarf að greiða af lánum. Þegar tekið er lán þarf að geta borgað það niður. Hvernig ætlum við að láta þjóðarbúið vaxa?

Fáir telja okkur geta aukið veiðiheimildir að svo stöddu. Bankastarfssemi er ekki lengur í vexti og enn er viðvarandi viðskiptahalli þó hann fari minnkandi. Ferðamannaiðnaðurinn er góðra gjalda verður, en hann verður seint undirstaða þjóðarbúsins.

Orkan hefur verið vegsömuð og Ísland hefur öfundsverð tækifæri á þeim vettvangi. En munum við hafa gæfu til að nýta þau á þessum óvissutímum?

Blikur á lofti benda til atvinnuleysis á næstunni. Þetta er því rétti tíminn til að undirbúa hagkvæmar og vistvænar virkjanir. Bitru hefur verið frestað. 

Varla verður öllu slegið á frest á meðan skuldabyrðin vex?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er verulega umhugsunarvert, að við skulum vera á hraðferð að þeim stað, sem við vorum, ÁÐUR EN Davíð hóf að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 

Það er einnig furðulegt, að ef skoðaðar eru tölur bankana sjálfra um hagnað og stórgróða síðustu ára, að þar skuli ekki vera til króna í sjóðum, sem koma gæti uppí þessa gjá skulda.

Síðan er algerlega banalt og óþolandi með öllu, að ríkið skuli hafa gefið eftir allar ,,geymdar greiðslur tekjuskatta" vegna gróða á sölu hlutabréfa og þessháttar, á sama tíma og gengið er að eigum Gunnu litlu, sem var að steikja kleinur fyrir basara og eldi vinkonu sinni nokkrar til að hafa með kaffinu í hannyrðabúðinni hennar.  Svoleiðis er elt út fyrir gröf og dauða en milljónahundruðir, sem bankar og sjóðir og ofurríkir gaurar tóku  en ,,geymdu" að greiða ríkinu skatta af, eru nú ekki lengur skuldir, heldur ,,eigið fé"

Stundum held ég að Flokknum mínum hafi verið stolið af óprúttnum Gróðapungum, sem eru gersamlega skrúpullausir.   Siðblindir ofurfrjálshyggjumenn, sem eru með Gullklump ´stað heila og blý í stða hjarta.

Miðbæjaríhaldið

er faruinn að örvænta um , að Flokkurinn hans komist aftur að kjarna sínum.

Bjarni Kjartansson, 27.5.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband