Ræktó bauð best

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er ört vaxandi borfélag með mikla sögu og öfluga starfssemi á Suðurlandi. Í Bæjarins besta segir frá niðurstöðu útboðs Orkubús Vestfjarða og var "Ræktó" með verulega lægri tilboð. Samkeppnin virkar.  

" Boðnar voru út tvær mismunandi boraðferðir og mismunandi dýptir og buðu tvö fyrirtæki í báðar aðferðirnar. Þannig bauð Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi 87 milljónir króna í skáborun með 350 metra fóðringu á meðan Jarðboranir í Kópavogi buðu 124 milljónir í sama verk. Ræktunarsambandið bauð 133 milljónir króna í skáborun og 850 metra fóðringu, en Jarðboranir buðu 155 milljónir í sama verk, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra orkusvið Orkubús Vestfjarða segir að það að hafa tvær aðferðir í boði væri ekki síst til að auka samkeppnina þannig að helstu borverktakar landsins hefðu möguleika á að bjóða í verkið með þeim tækjum í landinu."

Um þetta má líka lesa hér á m5.is og vb.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála hér  þetta hið besta mál/við verðum að nota Jarðvarman meira ,það er ekki spurning!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.5.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband