Suðurlandsskjálftinn 2008

Mikil mildi var að ekki voru alvarleg slys á fólki í stóra skjálftanum. Ég er búinn að heyra fjölmörg persónuleg dæmi af því hve litlu munaði í gær þegar stóri skjálftinn skall á. Una mín og litli 5 mánaða drengurinn okkar voru í búgarðabyggðinni þegar allt fór af stað. Þau fóru eins og þúsundir annara strax undir bert loft.

Tjón er mjög mismunandi eftir húsum. Sum hús eru stórskemmd, önnur ekkert. Pabbi minn býr í Hveragerði og höfðu þungir innanstokksmunir farið á flug. Mamma á svo hús á Eyrarbakka sem hún hefur ekki náð að skoða þegar þetta er ritað.

Í gærkvöldi var haldinn fundur bæjarráðs, en vegna skemmda og ástands í Ráðhúsinu varð að halda hann í almannavarnarýminu í lögreglustöðinni. Farið var yfir stöðu mála svo sem skólahald, vatnsveitumál og hitaveitu. Næsti fundur er á eftir klukkan 10:00 og verður þá meðal annars farið yfir tryggingamál og viðlagatryggingar.

Tjónið í skjálftanum skiptir sjálfsagt milljörðum króna þegar allt er talið, en óvíst er hvenær það er að fullu komið fram eins og menn þekkja. Margir eru í áfalli og óhugur í mörgum, en á sama tíma hefur samfélagið þjappað sér saman og allir standa saman sem einn maður.


mbl.is Stöðugir eftirskjálftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það var mikil belssun að enginn skyldi slasast alvarlega í þessum jarðhræringum.
Menn ættu að vera vel vakandi í Hveragerði ef háhitasvæðið þar er að breyta sér. Það er stutt í kvikuna á þessu svæði. Leirhverir geta sprungið líkt og gerðist í Krísuvík. Erlendir jarðfræðingar eru mjög undrandi á þvi að fólk skuli þora að búa þarna.

Júlíus Valsson, 30.5.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæri frændi.

Þetta var mikil skelfing sem þið þurftuð að upplifa í gær en ég er þakklát Guði að enginn skyldi slasast alvarlega og við misstum engan. Nú hafið þið nóg að gera við að hlúa að fólki vegna óttans sem það varð fyrir þegar jörðin fór að skjálfa og eins við uppbyggingarstarf. Guð gefi ykkur visku til þess.

Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum og gefa ykkur styrk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæri frændi.

Ég tók mér bessaleyfi og skrifaði um skyldleika okkar á síðunni minni. Endilega kíktu, því þarna er heilmikill fróðleikur og ég vona að einhverjir af afkomendur Jóns Jónssonar frá Þórisdal í Lóni hafi upplýsingar fyrir mig. Það hlýtur að vera að einhver af ykkur séu sýkt eins og ég af ættfræðipest.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þið  öll sem urðuð fyrir þessu eigið alla mína samúð,samt vel sloppið hvilik Guðs mildi!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband