Eftirskjálftar - Geir og Ingibjörg heimsóttu Selfoss - Eyrarbakki í sárum

Það eru ekki bara hinir eiginlegu eftirskjálftar jarðskorpunnar sem nú gera vart við sig. Enn frekar eru það eftirskjálftar í hugum þeirra sem upplifðu stóra skjálftann. Að mörgu leyti er eins og fólk hafi upplifað fyrirvaralausa loftárás og eftirskjálftarnir eru því eins konar "aftershock" í hugum fólks.

Forsætisráðherra kom ásamt utanríkisráðherra til okkar í gær og fór yfir málin. Starfsfólk lögreglunnar, sveitarfélagsins og björgunarsveitanna hafa unnið framúrskarandi starf á skömmum tíma. Næstu skref eru með vitund og stuðningi ríkisstjórnarinnar sem mun ekki láta sitt eftir liggja. Það eru mikilvæg skilaboð til fólks.

Þótt Hveragerði og Selfoss hafi verið mest áberandi í fréttum má ekki gleyma sveitabæjum og strandþorpunum, en þar fór margt mjög illa. Sér í lagi má hér nefna Eyrarbakka, en þar hafa menn hingað til talið sig standa utan jarðskjálftasvæða. Að minnsta kosti eitt hús hefur nú þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft. Nú þarf að hlú vel að þessum sárum.


mbl.is Eftirskjálftar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Pálsson

Ég er svolítið hissa á að þau Geir og Ingibjörg skyldu ekki koma niður á Eyrarbakka.  Stokkseyri slapp betur segir mér Siggeir umhverfisstjóri Árborgar.

Lýður Pálsson, 31.5.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég hugsa hlýtt til ykkar Eyþór í þessum miklu hörmungum sem yfir hafa dunið, og dáist að dugnaði ykkar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband