Þakkir til björgunarfólks - Ólafur Helgi - Borgarafundir á Selfossi og Eyrarbakka í dag

Við Íslendingar þekkjum náttúruöflin og stöndum saman sem einn maður þegar á bjátar. Við njótum náttúruauðlindanna, en búum við hættur á borð við snjóflóð, eldgos, jarðskjálfta og sjóskaða. Heimkoman hjá mörgum hefur verið súrrealísk síðustu daga. 

Hjá mér eins og svo mörgum öðrum var eins og að stíga inn í málverk eftir Salvador Dalí þegar ég leit yfir matvörur og leirtau á gólfinu og ljósakrónur á hvolfi í nýbyggðu húsi okkar í Tjarnabyggð. Engir fuglar sungu, en reykurinn úr Ingólfsfjalli var áminning um aflið. Björgunarsveitir og lögreglan hafa unnið fórnfúst og óeigingjarnt starf og á engan er hallað þegar það er fullyrt að Ólafur Helgi Sýslumaður hafi með vasklegri framgöngu og skýrum skilaboðum unnið þrekvirki. Það að starfa í löggæslunni og í björgunarsveitum er á vissan hátt fórn þar sem skyldan kallar á stundu þegar allir hugsa fyrst og fremst um eigin fjölskyldu. Þáttaka björgunafólks síðustu daga er aðdáunarverð.
 
Í dag verður íbúafundur sem bæjarstjórn stendur fyrir. Fundurinn verður í Sunnulækjarskóla klukkan 17:00. Á fundinn mæta fulltrúar frá sveitarfélaginu, almannavörnum, lögreglu, björgunarsveitum, Rauða krossinum, Heilbrigðisstofnun og Viðlagatryggingu Íslands. Þá verður fundur á Eyrarbakka klukkan 20:30 á Stað. 

Óhætt er að hvetja alla til að mæta sem geta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ólafur Helgi er réttur maður í starfið, býr enda að reynslunni frá því í snjóflóðunum fyrir vestan.

Fann skjálfta núna rétt í þessum skrifuðu orðum. Sennilega 2,5, jafnvel 3. 

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gleymdi að taka fram að ég er staddur í Hveragerði. Ég vil koma því á framfæri (við fundinn á morgun) að það verði hugað að einstæðingum og alkóhólistum á þessum örlagatímum.

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 01:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hlýjar kveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband