Suðurland stóðst prófið

Margir hafa kviðið Suðurlandsskjálftanum. Nú kom að því að snarpur skjálfti skók mannvirki, menn og málleysingja. Hönnun mannvirkja hefur tekið mið af öflugum skjálfta, en Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði er einmitt staðsett á Selfossi í "Pakkhúsinu" gamla. 

Vonandi verður svo áfram:

http://www.afl.hi.is/ 

 ---- 

Mælt í álagi á byggingar var stóri skjálftinn 0,5 g eða hálf fallhröðun aðdráttarafls (eitt g er 9,8m sec2). Það er gífurlegur hraði eða 5m á sekúndu í öðru veldi. Þrátt fyrir þetta mikla afl en aðeins fáar byggingar eyðilögðust. Skaðinn var samt talsvert, en mesta mildi er að ekki fór verr. 

Minni líkur eru nú á sambærilegum skjálfta á sömu slóðum enda hefur spenna losnað. Þá er ljóst að viðbrögð vöru ábyrg og snör. Fólki er óhætt að líta á Suðurland sem ákjósanlegan búsetukost nú sem fyrr. Hér er gott að búa og ef eitthvað er þá hefur þessir atburðir slakað á spennunni í jörðinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta er rétt ,þetta stóðst að flestu,en menn læra svo lengi sem þeir lifa/það ber að byggja samkvæmt stöðlum um Jarðskjálfta og lika ganga frá samkvæmt því innanhúss/En það var yfir þessu Guðs blessum öllu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband