Björk, Sigurrós og Vatnajökulsþjóðgarður

Björk og Sigurrós eru með stóra tónleika til að vekja athygli á ósnortinni náttúru Íslands. Þetta er fallegt framtak (þótt sumir segi að best sé að vekja sem minnsta athygli á náttúrunni til að halda henni ósnortinni).

Vatnajökulsþjóðgarður verður opnaður á laugardag. Sennilegast verður Langisjór undir þegar allt er komið til alls.
Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu.

Gott skref í átt að sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ísland er EKKI ósnortið land. Þvert á móti hefur hér orðið einhver mesta gróðureyðing, jafnt á  láglendi sem til fjalla sem um getur í Evrópu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er algerlega rétt Sigurður. Ísland hefur mikið breyst meðal annars vegna landbúnaðar og sauðfjár. Áveiturnar breyttu stóru votlendi og svo má lengi telja. Engu að síður eru stór svæði óbyggð og í því liggur nokkur sérstaða.

Vatnajökulsþjóðgarður er rétt skref í þá átt að vernda náttúruna á yfirvegaðan hátt.

Eyþór Laxdal Arnalds, 5.6.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Eyþór, hvað vinnst með þessum þjóðgarði?

Runólfur Jónatan Hauksson, 6.6.2008 kl. 07:34

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

1. kafli. Markmið, gildissvið og skilgreiningar.

1. gr. Markmið laganna.

Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft.

Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt.

Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar.

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.6.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband