Eðli íbúðarhúsnæðis

Þessi hækkun hefur vakið athygli, enda flestir spámenn búnir að spá "kólnun húsnæðismarkaðar" undanfarið.
Reyndar man ég ekki annað síðustu árin en að spádeildir hafi spáð einhverskonar "kólnun".

Hlutabréf stærstu félaga Ísland hafa lækkað sum hver um 3/4 síðustu 12 mánuði.
Á sama tíma hefur vísitala íbúðaverðs hækkað um 3,8%.
Veltan hefur hins vegar snarminnkað. Fólk heldur að sér höndum.

Það sem gerir íbúðarhúsnæði ólíkt mörgum öðrum eignum (eins og hrávöru og hlutabréfum) er að fólk býr í húsunum. Þetta gerir það að verkum að markaðurinn hægir fyrst á sér áður en hann fellur.

Sagan hefur sýnt að fasteignir eru sú tegund eigna sem er hvað tregust til að falla, en það sem gerist er að seljanleikinn verður mikið minni.

Öllum ber saman um að ástandið á húsnæðismarkaðnum er óviðunandi.
Nú reynir á að koma hjólunum af stað á eðlilegan og fumlausan hátt.


mbl.is Fjársterkir menn að kaupa húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skynsamlega mælt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.6.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband