13.7.2008 | 09:13
Krónan, Ísland og ESB
Gallar við sjálfstæðan og örsmáan gjaldmiðil hafa komið við marga síðustu mánuði. Krónan hefur tekið mikla dýfu á sama tíma og lánsfjárkreppan og heimsverðbólga skekja undirstöður viðskiptalífsins.
Sveigjanleiki krónunnar er eins og hjá litlu birkitré sem beygir sig undan vindi.
"Sterkur" gjaldmiðill eins og evran er nú er líkara gömlu eikartré.
Með öðrum orðum sagt; Sveigjanleiki eða stöðugleiki.
Lengi vel þóttumst við heppin að hafa náð stöðugleika á Íslandi. Ekki síst eftir þjóðarsáttarsamninga þegar tökum var náð á verðbólgunni. Það kann vel að vera að það sé kominn tími til að endurskoða myntstefnu Íslands og er evran þar einn kosta. Flotgengi krónu er frekar nýlegt eða um 7 ára. Flotgengið hefur tryggt mikinn sveigjanleika, en jafnframt miklar sveiflur á gengi upp og niður. Fyrir daga flotgengis var svokölluð fastgengisstefna sem í raun byggðist á reglubundnum gengisfellingum ríkisins.
Eitt er gjaldmiðill og annað er aðild að ríkjasambandi.
ESB sinnar hafa viljað spyrða gjaldmiðilmálin við Evrópusambandsaðild. Það er ansi sérkennilegt þar sem allar helstu fjármálastofnanir heims sem skoðað hafa Ísland eru sammála um tvennt:
a) Ísland er í vanda til skemmri tíma litið.
b) Ísland er í öfundsverðri stöðu til lengri tíma litið.
Aðild að ESB er langtímamál og eru allir reyndar sammála um að Ísland uppfylli ekki skilyrði myntbandalagsins og ESB uppfyllir ekki kröfur Íslands um yfirráð yfir náttúruauðlindum.
Þá veit enginn hvert ESB stefnir eftir að stjórnarskrá og Lisbon útgáfa hennar voru felldar í af íbúum ESB.
Vandi Íslands verður því ekki leystur með því að fara í ára eða áratugalangt samningaferli.
Vandi Íslands verður reyndar heldur ekki leystur með einu pennastriki þar sem tekin er upp stærri mynt en krónan.
Lausn á efnahagsvanda Íslands verður aðeins unnin með því að jafnvægi náist í öflun fjár og eyðslu.
Ef við ætlum að halda okkar stöðu með kaupmátt, menntunarstig, heilbrigðiskerfi, hagvöxt og lífeyrisstyrk verðum við að halda áfram að byggja upp undirstöður atvinnulífsins.
Kaup og sala á fyrirtækjum eins og bensínsstöðvum og flugfélögum getur ekki verið undirstaða hagvaxtar.
Hagvöxtur næstu áratuga á Íslandi getur byggt á náttúrauðlindum okkar eins og raforkuvinnslu á landi og síðar olíuvinnslu á hafi. Ferðamennsku má þróa á næsta stig. Bankastarfssemi má styrkja með enn betra starfsumhverfi fjármálastofnanna. Orkufrekur iðnaður þarf ekki allur að vera álbræðsla. Þá er enn sóknarfæri að auka framleiðni okkar meðal annars með menntun. Ekki er þetta lítið og þætti mörgum þjóðum sjálfsagt hluti þessa lista vera nóg von og sóknarfæri. Ekkert af þessu fæst með inngöngu í ESB, en krónan mun áfram skapa vandamál fyrir sumar starfsgreinar. Það er því rétt að skoða tækifæri okkar og veikleika með opnum huga í þeirri viðkvæmu stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum.
Þau lönd sem standa best í Evrópu eru utan ESB. Ekki veit ég hvort það er orsök eða afleiðing en hvort um sig ætti að vekja okkur til umhugsunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Vandamálið er að það hefur ekkert verið gert til að taka á rótum efnahagsvanda okkar, þau 7 ár sem íslenska krónan hefur þurft að standa á eigin fótum.
Nýlega lýsti framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna því yfir að fjöldauppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja blasti viði í stórum stíl í haust, yrði ekkert að gert. Hann lýsti því yfir að gengissveiflur og okurvextir væru að setja fyrirtæki landsins á hvolf.
Seðlabankinn hefur beitt stýrivaxtahækkunum til að slá á verðbólgu. Lækningin er orðin að sjúkdómnum. Það ber ekkert atvinnulíf allt að 25% vexti til lengdar. Eina ráð þeirra er að velta vaxtabyrðinni yfir í verðlagið og þar með hella olíu á eld verðbólgubálsins.
Ég er ekkert viss um að ESB aðild sé lausnin, enda kæmumst við aldrei þar inn með þessa óðaverðbólgu eins og þú segir. Eithvað verður samt að gera.
Theódór Norðkvist, 13.7.2008 kl. 13:38
"Þau lönd sem standa best í Evrópu eru utan ESB. Ekki veit ég hvort það er orsök eða afleiðing en hvort um sig ætti að vekja okkur til umhugsunar."
Hvað meinar þú með þessu. Ertu að tala um Noreg sem fékk stæsta happdrættisvinninginn hér um árið (olíuna) sem þeir eru að verða búnir með. Hvaða lönd fyrir utan EU eru það sem standa sig svona vel?
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 13:58
"ESB sinnar hafa viljað spyrða gjaldmiðilmálin við Evrópusambandsaðild" - Björn er farinn að opna á EMU aðild án ESB, enda er fólk að átta sig að bæði evran er eini kosturinn og að núverandi ástand gangi ekki, þannig að þetta er eina leiðin til að bjarga sér fyrir horn í hans huga og með því halda sjálfstæðinu með því að afhenda ESB meira af fullveldinu án þess að taka þátt í samstarfinu. Firring á háu stigi, en kannski nauðsynlegt skref.
"og eru allir reyndar sammála um að Ísland uppfylli ekki skilyrði myntbandalagsins og ESB uppfyllir ekki kröfur Íslands um yfirráð yfir náttúruauðlindum"- Þarna ertu samt farinn út í ruglið; evrópusambandið hefur engan áhuga á auðlindum okkar. Sameiginleg auðlindarstefna ESB varð til útaf sameiginlegum auðlindum, meðal annars til að koma í veg fyrir stríð milli landa sem deila um samliggjandi auðlindir. Staðbundnir fiskistofnar á Íslandi koma ESB ekkert við, og því er mjög líklegt að við getum samið um undanþágur ef við viljum! en við þurfum þess ekki þar sem ESB útdeilir auðlindum eftir nýtingarsögu þeirra, og við Íslendingar höfum ein veitt fiskinn hérna og því hefur enginn annar tilkall til þessarar auðlindar. Þess vegna er óþolandi að öðru sé haldið fram - auðlindastefna ESB mun ekki hafa neinar breytingar í raun á Íslandi.
"Þá veit enginn hvert ESB stefnir eftir að stjórnarskrá og Lisbon útgáfa hennar voru felldar í af íbúum ESB." -Ef þú ætlar alltaf að bíða og sjá hvert heimurinn er að fara áður en þú vilt taka þátt í honum, þá yrði manni ekki margt úr verki. Evrópa er síbreytileg, en samt sem áður er þetta það markaðsvæði sem við eigum 70% viðskipta okkar við og erum partur af innri markaði ESB. Það er því tómt mál að halda því fram að við ættum að bíða og sjá; við erum á kafi í þessu samstarfi nú þegar. Enda segir sá aðili sem sér um samningagerð við ný aðildarlönd ESB að við höfum nú þegar tekið upp 3/4 af regluverki sambandsins með EES og Schengen - næstu 1/4 breyta svo landbúnaðarkerfinu og myntinni og það er kominn tími til að þær breytingar verði framkvæmdar. Ef við ætlum að hafa áhrif á hvernig Evrópa er að breytast, þá skulum við vera með.
"Þau lönd sem standa best í Evrópu eru utan ESB" - Eh? Írland og Finnland hafa haft meiri hagvöxt en Ísland síðastliðin áratug rúmlega, Lúxemburg er t.d. smáríki innan ESB sem stendur alltaf mjög vel. Eru sjálfstæðismenn ekki að átta sig á því að hagvöxtur á Íslandi er neikvæður því efnahagskerfið er að skreppa saman, verðbólga komin í 12% og lán því að hækka um ~20% vegna verðtryggingar / gengisfalls!
Þið íhaldsmennirnir verðið að fara vakna. Þú getur vel verið skynsamur maður Eyþór, og það er til mjög gott lesefni um stöðu Íslands innan ESB. Ég bíð bara spenntur eftir því að einhver af þessu yngra fólki í Sjálfstæðisflokknum taki af skarið og tali fyrir aðild - og fái þannig byr með atvinnulífð á bakvið sig. Það virðast allir hinsvegar ætla að þrjóskast svo mikið á móti, og neita að horfast í augu við að við erum nú þegar nær aðilar að þessu sambandi - og það sem okkur vantar mest núna er full aðild og evra.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.7.2008 kl. 14:10
Tek undir með Ástu, hvað meinarðu, ertu að tala um Noreg? Það er sorglegt að Sjálfstæðismenn skuli vera með allt svo niður um sig í þessu máli að þeir geta ekki bakkað og viðurkennt að það sé eina vitið að ganga í ESB. Hver samtökin á fætur öðru koma nú og biðla til ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið. Það sem skýtur þó skökku við hérna er að mörg af þessum heildarsamtökum eru þekkt fyrir að vera sammála Sjálfstæðisflokknum frekar en á móti. Svo talar þú um ára eða áratuga ferli til að ná samningum, því hefur þvert á móti verið fleygt að þetta sé í mesta lagi tveggja ára ferli. Minnir að það hafi komið fram í viðtali við hátt setta konu innan ESB núna í fréttum ríkissjónvarpsins fyrir ekki meira en viku síðan. (Man ekki nafnið eða stöðu hennar) Þegar verið er að reyna kasta ryki í augu fólks eins og að nefna dollar sem möguleika eða segja ósatt um það hve langan tíma það tekur að semja sig inn í ESB þá er ekki hægt að kalla það annað en óheiðarleika. Það er einnig sorglegt að Davíðisminn skuli vera svo sterkur að karlinn í Svörtuloftum skuli enn hafa slík tök á flokksmönnum að þeir skríða í duftinu fyrir hann enn þann dag í dag. Aumingja mennirnir.
Valsól (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 15:46
Alltaf á báðum áttum, alltaf að sveiflast á milli þess að vilja ESB aðild og evru eða ekki.
Stundum sveiflast ég með gengi krónunnar og stundum sveiflast ég með þýska sjónvarpinu, þegar ég horfi á verðið á sumri matvöru eða vaxtastigið þar í landi. Verst er þegar maður fer út og álpast inn í matvörubúð einhversstaðar í Þýskalandi eða Frakklandi eða les vaxtastigið á lánum utan á bönkum, þá verður maður að setjast inn á krá og róa sig yfir einum bjór eða svo.
Ólyginn skrifaði einhversstaðar á blogginu að verðlag hér á landi væri orðið svipað og á Spáni, þ.e.a.s. eftir 25-30% fall krónunnar. Sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti það.
Þetta með sveigjanleikann eru víst rök? Andstæðingar ESB segja að krónan sé svo góð af því að annars getum við ekki verið með þetta 5-7% hagvöxt og verðum að hanga í sama hagvexti og önnur evruríki, þetta 2-3%.
Tökum við evruna, tökum við stöðnunina með og minni hagvöxt. Hversvegna hagvöxtur er svona mismunandi innan evrusvæðisins hafa þessir menn þó ekki útskýrt fyrir mér.
Réði íslenska hagkerfið við langvarandi 5-7% hagvöxt? Nei, það varð að hækka vexti, sem kölluðu á aukið innstreymi gjaldeyris, spákaupmennsku, óhagstæðan viðskiptajöfnuð, skuldaaukningu heimilanna og fyrirtækja og gífurlega umframeyðslu einstaklinga og fyrirtækja ...
Sannleikurinn er sagna bestur og hann er að sennilega þurfum við einhvern, sem passar upp á okkur - Seðlabanka Evrópu? Davíð er ekki nógu góð barnapía? Það þarf að passa upp á að við ofhitum ekki efnahagslífið okkar og förum ekki fram úr okkur. Hversvegna segi ég þetta? Einfaldlega af því að þetta hefur gerst aftur og aftur undanfarin 35 ár.
Nú fara vinir mínir Egill, Hjörtur og Gunnar af stað og útskýra fyrir mér hvað krónan er frábær og sveiflujafnandi og hversu rík við erum, hversu lágt atvinnuleysið enn er. Að við neyðumst til að taka upp leggja lífeyrissjóðina af og taka upp ósveigjanlegan vinnumarkað - aðeins að ýkja, sagan er betri þannig!
Persónulega myndi ég vilja hafa allt eins og það er, þ.e.a.s krónu, utan ESB, nema að ég vil stöðugleika, lægra matarverð og lægri vexti.
Er þetta hægt? Sennilega ekki, allavega höfum við verið að reyna að koma þessu draumaríki á undanfarin ári, t.d. með því að lækka matarskattinn, og allar þessar tilraunir hafa mistekist.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.7.2008 kl. 15:58
það eru fleiri en bretar með eigin gjaldmiðil. í fljótu bragði get ég nefnt bæði Svíþjóð og Danmör. Ég veit að Svíum finnst þeir vera á mörkunum að geta haft eigin gjaldmiðil og þeir eru þó 30 sinnum fleiri en íslendingar.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 16:02
Hvað meinar þú með þessu. Ertu að tala um Noreg sem fékk stæsta happdrættisvinninginn hér um árið (olíuna) sem þeir eru að verða búnir með. Hvaða lönd fyrir utan EU eru það sem standa sig svona vel?
Sæl Ásta Kristín Norrman
Norðmenn hafa ekki fengið neinn "happadrættisvinnng". Þegar Norðmenn ákváðu að fara út í að byggja upp olíuiðnað sinn þá var alveg óvíst hvort olíuverð framtíðarinnar myndi bera þær risastóru fjárfestingar. Þróun olíuverðs var alls ekki sjálfgefin fyrirfram. Norðmenn vor gagnrýndir viða fyrir glæframennsku þegar þeir voru að vinna við þessar uppbyggingar á nýtingu náttúruauðlinda sinna. Gagnrýndir fyrir halla á sínum viðskiptum við útlönd og miklar erlendar skuldir. En þeir þorðu samt og standa því núna með afrakstur af erfiði sínu. Danir ætluðu alls ekki að þora að fara út í leit og vinnslu á olíu á sínu svæði, því þeim þótti þetta svo "áhættusöm" fjárfesting. Danska ríkið var því á leiðinni með að gefa þessar auðlindir sínar til erlendra olíufélaga þegar hið hugaða danska Maresk einkafyrirtæki bauðst til að leggja út í áhættuna. Núna malar þetta gull í kassa danska ríkisins.
Núna eru margir að gangrýna Íslendinga fyrir að vilja byggja upp olíuiðnað Íslands sem er rafmagnið. Sagan endurtekur sig því og skammsýnin ríður við fjórteyming.
Já Sviss, Noregur og Ísland standa öll fyrir utan ESB og eru öll ríkari en ESB.
Um efnahag ESB:
Breytt mynd af ESB - höfuðstefna
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 17:10
Sæll Gunnar! Ég bý í ESB landi, Svíþjóð og svíar hafa efni á að hugsa um gamla fólkið sitt, borga allan skólakostnað fyrir börnin, þar með talinn fæðiskostnað út menntaskóla, tannréttinga og tannllækningar fyrir börn og unglinga, taka á móti fullt af flóttamönnum og kenna þeim útlendingum sem setjast hér að sænsku. Þú fyrirgefur, en í samanburinum þá er Ísland eins og vanþróað land. Auðvitað er til ríkara fólk á Islandi. það eru þá helst barnlaust fólk a vinnualdir. Sennilega kjósendur sjálfstæðisflokksins.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 17:31
Auðvitað þurfti Noregur að taka lán, en áhættan var enginn, enda allir tilbúnir að lána þeim pening. Held það hafi verið lítil hætta á að olía mundi falla í verði. Man bara eftir olíukrísunni á 8. áratugnum. Tæknin er líka betir núna en áður og þar af leiðandi auðveldari að ná upp olíu sem liggur dýpra. Ekki ótrúlegt að færeyingar geti farið að hala inn pening. Mér finnst það ekki bara sjálfsagt, heldur skylda íslendinga að nota það rafmagn sem við eigum. Þetta er umhverfisvæn orka og við verðum að líta á heiminn sem heild. Á meðan verið er að framleiða rafmagn með brúnkolum, er það næstum því umhverfisglæpamennska að ekki nota umhverfisvænt rafmagn. Hvað rafmagnið er notað í og hversu dýrt það er selt, er svo allt annað mál sem ég nenni ekki að fara útí hérna.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 17:46
Auðvitað þurfti Noregur að taka lán, en áhættan var enginn
Ertu ekki að meina að áhættan hafi verið lítil, eftir á séð? Eftir að búið var að skoða þær í baksýnisspeglinum að nokkrum áratugum liðnum? Ég er alls ekki viss um að þú hefðir viljað lána Norðmönum fyrir þessu án ríkisábyrgðar. Þegar fjárfestingarnar fóru fram voru þær bundnar mikilli óvissu. Svona er þetta oftast með allar fjárfestingar, því annars væru jú allir ríkir alls staðar í dag. En það eru nefnilega ekki allir.
Þó það nú væri að Svíar fengju eitthvað fyrir næsthæstu skattpíningu í heimi. En þeir fá því miður alltaf minna og minna fyrir skattana sína því allir risastórir opinberir geirar eiga það sameiginlegt að framleiðni, sóun og slæmur rekstur þeirra kemur þeim á hausinn í lokin. Sænska velferðarkerfið varð gjaldþrota árið 1992, og er aftur að orðið gjaldþrota einu sinni enn. Og einmitt vegna alls þessa sem þú telur upp, og sem öllu væri hægt að koma í kring án skattafjármögnunar, og sem er einmitt gert víða í heiminum meðal annars í löndum sem eru einmitt ríkari en Svíþjóð. Hinn stóri flóttamannastraumur til Svíþjóðar er að eiðileggja samfélag Svía. Það er hægt að lesa þróunina beint úr út hagtölum Svíþjóðar. Það kostar nefnilega að vera ruslakista fyrir aðrar þjóðir.
Gjaldþrot sænska velferðarkerfisins árið 1992
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 18:24
Vandamálið er að það hefur ekkert verið gert til að taka á rótum efnahagsvanda okkar, þau 7 ár sem íslenska krónan hefur þurft að standa á eigin fótum.
Sæll Theódór
Ég vildi ekki óska mér að þetta sé aðeins efnahagsvandi ykkar. Svo illgjarn er ég ekki. Næstum öll lönd þurfa að kljást við afleiðingar alþjóðlegar hráefnaverðbólgu, olíuverðbólgu, og alþjóðlegrar fjármálakreppu.
Nú er ESB ekki gjaldmiðill, því þá væri ESB úthrópað sem verandi "gjaldþrota" og "handónýtt", og það af ESB-sinnum sjálfum. Það sem einkennir umræðuna á Íslandi er gjaldmiðill Íslands, krónan, ISK. En menn þurfa að hafa eftirfarandi í huga þegar þeir dæma sjálfstætt Ísland sem verandi gjaldmiðil.
Seðlabanki Íslands á hrós skilið fyrir að vinna vel undir krefjandi kringumstæðum síðan krónunni var sleppt á frjálst flot árið 2001. Menn eiga eftir að skilja þetta mikið betur seinna. Það er ekki hægt að segja annað en að það séu undur og stórmerki að krónan skuli hafa haldið þetta vel undir eftirtöldum kringumstæðum (margir hafa greinilega meiri trú á að Ísland munu spjara sig í framtíðinni en sumir hafa á Íslandi).
1) Krónan er gefin frjáls árið 2001. Íslendingar kynna gjaldmiðil sinn fyrir umheiminum. Kynning hans er í umsjá nýlega alþjóðavædds fjármálageira Íslands. Síðast þegar þetta skeði í Evrópu þá var það evra sem var kynnt fyrir umheiminum og hún féll álíka mikið eða yfir 30% án nokkurra sýnilegra framfara, ávinninga, aukinna fjárfestinga eða framkvæmda. Hún féll bara. Þeir voru ekki að byggja virkjanir eða fjárfesta hér í EvruLandi ef einhver skyldi halda það. Áður en þessi kynning á krónunni fór af stað vissi enginn hvað ISK var. En núna er ISK í öllum fréttum og er kominn í hóp þeirra gjaldmiðla sem greinendur og fjármálastofnanir fjalla um á hverjum degi erlendis.
2) Heill nýr atvinnuvegur Íslendinga leit dagsins ljós, sem er alþjóðavæddur fjármálageiri og sem skilaði fyrsta íslenska fyrirtækinu innná NASDAQ-OMX-100 listann - þ.e. Kaupþing Banki er núna eitt af 100 stærstu fyrirtækjum á þessum lista.
3) Stærsta fjárfesting Íslandssögunnar fór fram.
4) Alþjóðlegt lánsfé var ódýrara en nokkurntíma áður síðan krónan var sett frjálst fljótandi. Fjármálageiri Íslands notaði tækifærið til að hamra járnið meðan það var heitt. Nú er það hinvegar að kólna.
5) Svæsin alþjóðleg olíu- hráefna- og matvælaverðbólga hefur ríkt núna í tvö ár.
6) Vesta alþjóðlega fjármálakreppa heimsin síðan 1930 hefur núna ríkt í 12 mánuði.
Þetta er all nokkuð nokkuð afrek hjá Seðlabanka Íslands að halda utanum þetta án þess að ver hafi farið. En traust gjaldmiðla er langhlaup og ekki spretthlaup. Eftir þessa kreppu mun krónan verða HERT KRÓNA. Það er augljóst.
Hefði evra staðist allt þetta? Er einhver sem trúir því í alvöru ? Nei og aftur nei, alveg örugglega ekki. Núna er evran hinsvegar allt allt of há fyrir útflutning frá ESB og það á sennilega að fara að taka hana í karphúsið aftur, og það alvarlega í þetta skiptið.
Sjálfstætt Ísland er ekki króna og ESB er ekki gjaldmiðill og alls ekki GaldraPappír
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 18:46
Ég bjó í Svíþjóð 1992 svo ég man alveg eftir því. Svíar fóru ekki frekar á hausinn en íslendingar. það var líka kreppa á Íslandi þá. Þú getur kallað það ruslakistu, ég kalla það að taka samfélagslega ábyrgð. Hvernig sem það er, þá hefur fólk það betra í Svíþjóð en á Íslandi. Launin eru að vísu lægri hér, en það kostar mikið minna að lifa hér.Ég borga um 5% í vexti af húsinu mínu og það er meira að segja frekar hátt. Verðbætur vita þeir ekki hvað er, enda verðbólga eins og gerist í þróuðum ríkjum. Ég er náttúrulega að tala um fjárhaginn hjá venjulegu fólki, fólki sem er ekki í aðstöðu til að lána heilu ríkjunum pening fyrir olíuvinnslu uppbyggingu. Hins vegar veit ég að norrðmenn áttu ekki í neinum vandræðum með að fá lán. Þeir sem lánuðu, töldu sig ekki vera að taka mikla áhættu.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 18:46
Það mætti einnig bæta við þennan lista 1-6 fyrir ofan:
Eftirmáli
Ekkert af því sem Íslendingar hafa framkvæmt og gert á árunum frá 2001 hefði verið mögulegt undir stöðnunar-sáttmála ESB aðildar (stundum kallaður stöðugleikasáttmáli ESB)
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 19:37
Þau falla vígin eitt af öðru, nú síðast er Björn Bjarnason allt í einu til í evru, maðurinn sem skiptir aldrei um skoðun. Þeir vita sem er að hjá því verður ekki komist að fara í ESB og þess vegna skil ég ekki þennan seinagang sem er bara til skaða fyrir þjóðina. Sjáiði til, nú koma skósveinarnir einn af öðrum og tala um kosti þess að taka upp evru. Það er nefnilega þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki sjálfstæða skoðun, þeir þurfa alltaf að bíða eftir að einhver toppurinn gefi út yfirlýsingu og síðan apa þeir hana upp hver af öðrum
Ég bjó í Svíþjóð og þar hefur hægri pólitíkin ekki fengið að ráða miklu enda eru lífsskilyrði fyrir almenning miklu betri þar en hér. Við erum á hraðri ferð frá hinu Norræna módeli og það getum við skrifað á Sjálfstæðisflokkinn. Stefán Ólafsson prófessor og Þorvaldur Gylfason eru menn sem við ættum að líta upp til. Bókin Íslenska leiðin 1999 eftir Stefán segir alla söguna og vill ég benda fólki á að lesa hana. Þar kemur það skýrt fram hvernig við fjarlægjumst skandinavíska velferðarmódelið. Sem betur fer stendur manni það alltaf til boða að flytja aftur til Svíþjóðar þar sem fólki er sýnd virðing af pólitíkusum, jafnvel hægri mönnum.
Valsól (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:44
hvernig við fjarlægjumst skandinavíska velferðarmódelið
Já sem betur fer því annars væru Íslendingar alltaf að verða fátækari og fátækari í staðinn fyrir að veða ríkari og ríkari eins og þeir hafa verið að gera undanfarin mörg ár - Ísland þýtur fram úr þessum þrotabúum. Skandinavíska velferðarmódelið er steindautt. Það er nefnilega gjaldþrota! Ekkert lýðræðisríki þolir að hið opinbera hrifsi til sín allt að 60-65% af þjóðarframleiðslunni. Þá eru nefnilega aðeins eftir 35-40% uppí þann ofurskammt sem Sovétríkin dóu af. Það þarf nefnilega að fylla á kassana. Og hið opinbera, sem aldrei hefur kunnað að fara með peninga, getur ekki gert neitt til þess að skaffa og framleiða þá hluti sem svo skaffa þá peninga í nota þarft til að fylla á kassana.
Þjóðfélög það sem 75% af kjósendum eru að hluta til eða að fullu á framfærslu opinbera kassa eða sem eru opinberir starfsmenn , geta aldrei annað en dáið. Það mun aldrei þrífast virkt lýðræði því í svona samfélögum og það geta aldrei orðið neinar pólitískar breytingar sem svo oft eru nauðsynlegar, því enginn kýs undan sér annan fótinn sem jú að eilífu er depóneraður í kassa hins opinbera. Þetta er dóp fyrir fólkið. Þessvegna eru bæði Danmrök og Svíþjóð orðin DDR-light.
Íslendingar eru ekki svona vitlausir.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 21:02
Sæll aftur Gunnar! Þú ert væntanlega ennþá að tala um þann litla hluta þjóðarinnar sem telst ríkur. Fyrir þá er hið kapitaliska Ísland örugglega betra. Við getum verið sammála um það. Eg er hins vegar að tala um fjöldan. Hinn almenni borgari hefur það betra í Svíþjóð en á Íslandi. Mannréttindi eru meira virt þar og siðferði stjórnmálamanna er mun hærra. Þar gilda ekki sömu frumskógarlögmál og á Íslandi.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 21:28
Börðumsk einn gegn eillifu, getur Gunnar sagt – og hafði sigur.
Ég ræð þér að fá hann fyrir ráðgjafa, Eyþór. Reynið svo í sameiningu að koma vitinu fyrir hann Björn.
Jón Valur Jensson, 13.7.2008 kl. 21:55
Nei Ásta. Þjóðartekjur á hvern mann á Íslandi eru hærri en í Svíþjóð. Ísland þýtur fram úr Svíþjóð. Það er vegna þess að hakerfi Svía byggist á þeirri hugsjón að gera alla jafn fátæka. Hagkerfi Íslands hefur hinsvegar um áraraðir byggt á þerri hugsun að stækka þjóðarkökuna og að gera alla ríkari en þeir voru áður. Ef þú vilt algeran jöfnuð þá er það ekki hægt. Síðast þegar það var reynt þá urðu allir sam-gjaldþrota.
Siðferði stjórnmálamanna í Svíþjóð hefur aldrei verið annað en að jafna Svíþjóð við jörðu. Ég hef því miður búið í Svíþjóð, og meira að segja áður en "siðferði" stjórnmálamanna í Svíþjóð skar undan Svíþjóð. Sósíal-Svíþjóð er búin að vera.
Ísland verður ríkara og Svíþjóð verður fátækara. Þetta virkar bara eins og skal. En Svíar ættu hinsvegar að vera ríkastir allra því þeim blæddi ekki út í seinni heimsstyrjöldinni eins og svo mörgum örðum þjóðum sem þurftu að berjast fyrir frelsi sínu. Nei, í staðinn er Svíþjóð af hugsjónaástæðum að fara á hausinn. Alveg af fúsum og frjálsum vilja, og gengur bara ansi vel.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 22:04
Já Jón Valur, Björn hefur ekki hugsað þetta alveg út, er ég hræddur um:
Ef þið væruð með evru núna skv. Björns & bjarna-leið (sama hvort þið væruð með í ESB eða ekki) þá sæti Ríkisstjórn Íslands núna á fundum til að undirbúa þær refsiaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki sem alltaf þarf að viðhafa til að ná niður verðbólgu og þenslu í hagkerfum sem hafa misst stýrivaxtavopn og peningastjórn sína til annarra landa. Til dæmis að hækka tekjuskatta og fjármagnsskatta, hækka skatta á láglaunafólk, setja á 180% skráningargjöld á nýjar bifreiðar, setja lúxusskatta á matvæli og vörur sem stjórnmálamenn hafa ákveðið fyrir þig að séu "óþarfa vörur". Allt sem þarf til að stoppa þessa neyslugleði og framkvæmdir. Og þetta mun bitna jafn illa á þeim sem hafa hagað sér skynsamlega og þeim sem hafa hagað sér minna skynsamlega í peningamálum. Þá myndu nú Íslendingar fyrst fá alvarlega illt í magann. Atvinnuleysi orðið að hagstjórnartæki og Íslendingar myndu fara á kassann í massavís. Of svo þegar það þarf að örva fjárfestingar, atvinnu og neyslu aftur það er það ekki hægt lengur og Ísland verður fátækara og mun dragast meira og meira afturúr eins og ESB er einmitt að dragast afturúr efnahag Bandaríkjanna og Íslands. Öll dýnamík og sveigjanleiki horfinn.
Þið gætið ekki haft neinn fjármálageira á Íslandi ef þið væruð með evru svona eins og Björn Bjarnarson er að tala um. Hann þyrfti því að flytja úr landi, alfarinn. Stórframkvæmdir væru óframkvæmanlegar undir svona nýlendu peningastjórn. Og svo þyrftuð þið að fara út og kaupa evrur á gengi dagsins fyrir tugi milljarða króna til að dreifa í umferð peningakerfið í stað ISK - og það væri einungs stofnkostnaðurinn - allt hitt sem myndi fylgja á eftir væri risastórt vandamál. Þá væri Ísland orðið nýlenda á ný. Til hamingju. Afkomendur ykkar munu varla fara út í þann kostnað að kaupa ramma til setja utanum mynd til að hengja upp á vegg af svona kjánum.
Stoppistöð vanþakklátra er greinilega alltaf að veðra stærri og stærri.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 22:10
Finnst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta!. Það er ekki það saman að hafa háar tekjur og hafa það gott. Ef það er heitt vatn í annari fötunni og kalt í hinni, er ekki öruggt að það sé passlega heitt neinstaðar. Eg er enn og aftur að tala um hin almenna borgara.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 22:14
Annars er ég að fara að sofa núna. á leið í sumarfrí sem ég gæti ekki tekið ef ég byggi á Íslandi. Góða nótt og hafðu það sem best í draumaríkinu.
Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 22:15
Finnst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta!.
Af því að allt er afstætt Ásta. Íslendingar hafa undanfarin mörg ár upplifað einstaka tíma. Tíma mikils framgangs og mikillar velmegunar sem á sér fáa líka í heiminum. Það er erfitt að gíra sig niður. Þetta er því smá afvötnun og hún er stundum sársaukafull. Svo þegar meðferðin hefst, þá fara Íslendingar alltaf að rífast. Þeir kenna hinum og þessum um allt á milli himins og jarðar og finnst sárt að komast ekki í nema 3 utanlandsferðir á sama árinu. Þeir reyna veruleikaflótta og finna stundum hinar og þessar leiðir fram hjá timburmönnunum, þ.e. þeir fara að sjá ofsjónum og sjá "þriðju" leiðina eða jafnvel "fjórðu" leiðina út úr fráhvarfseinkennunum
Svo eru Íslendingar gæddir þeim góða kosti að þeir halda alltaf að allt sé betra í útlöndum en heima hjá þeim sjálfum. Þetta er nokkuð góður kostur að hafa því það forðar þeim frá því að falla ofaní þá gryfju að halda alltaf að allt sé best heima hjá manni sjáfum, eins og allir halda hér í landi. Þetta tryggir að Íslendingar eru manna duglegastir að vinna í garðinum sínum, enda hefur hann stækkað mikið miðað við alla aðra garða í heiminum. Uppskeran er mikil. En það er samt sárt þegar það koma ormar úr öðrum görðum og éta hluta af uppskerunni. Til dæmis olíu og hráefnaormar og svo peningarormar. Þá verða Íslendingar reiðir.
En þetta eru samt bara virkir vöðvar frelsisin hjá Íslendingum sem eru þarna að verki. Þeir sætta sig ekki við hvað sem er því krafturinn og sjálfsbjargarviðleitnin sem þeir náðu sér í sjálfir árið 1944 er svo sterkur og hefur virkað svo vel að hann hefur gert þá að þriðju ríkustu þjóð í Evrópu.
Svo halda þeir einnig að íslenska krónan, sem hefur gert þá svona ríka, sé orðin ormétin og farin að mygla. En krónan er al saklaus, hún hefur ekki gert neitt af sér. Það eru hinsvegar þeir sem hafa notað hana sem hafa ollið þeim kalí-bruna sem kom í garðinn í vor. Þeir báru aðeins of mikið á í garðinum síðustu þrjú vor.
En þetta mun allt lagast og er reyndar þegar farið að lagast. Svo munu koma ný blóm í garðinn á næsta ári. Svona hefur þetta alltaf verið á því Íslandi sem hefur mótað og meitlað þjóðina í gengum þúsund ár. Þetta er ekkert venjulegt land og fólkið sem býr í því er heldur ekkert venjulegt fólk. Þetta skilja aðeins fáir í hinum görðunum og þeir skrifa því oft heim um þetta fólk þarna í efsta garðinum sem hefur númerið Ísaland
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2008 kl. 23:35
Ég skil ekki hvar þetta ríkidæmi Gunnars er. Kannski í flottræfilshöllum bankanna, sem hafa arðrænt íslenska alþýðu í áratugi og fitna sjálfir eins og púkinn á fjósbitanum.
Ég veit bara að ég fékk 7% kauphækkun í síðustu samningum, sem voru reyndar bara til rúms árs. Betur treysti mitt félag ekki efnahagsstjórninni en það. Miðað við mitt stéttarfélag er ég í hærri kantinum í launum.
Á sama tímabili eru líkur á að það verði 15-20% verðbólga. Laun mín hafa þannig rýrnað um 8-13% á einu ári. Við þetta bætist hækkun húsnæðislána um eflaust 25%.
Afsakið, ég hlýt að vera afskaplega sljór, en ég sé bara ekki þetta ríkidæmi.
Theódór Norðkvist, 13.7.2008 kl. 23:45
Voðaleg meinloka er þetta alltaf, já skandinavíska velferðamódelið orðið gjaldþrota - í hvað mörg ár eruð þið Sjálfstæðismenn búnir að halda þessu fram? Fyrirtækin væru löngu farin frá Svíþjóð ef þau réðu ekki við skattheimtuna, en málið er að þau vilja vera þarna vegna stöðugleikans í efnahagslegu tilliti og þjóðfélagslegu. Íslendingar eru hins vegar svo vitlausir að leyfa fyrirtækjaeigendum að hirða til sín allt of mikið af kökunni. Það má nefna að sem dæmi þá taka fyrirtæki í Svíþjóð þátt í rekstri leikskóla sem mér finnst algjörlega sjálfsagt mál. Hér á landi eru tekjur á hvern unnin klukkutíma 36 dalir samanborið við 46 dollara í Svíþjóð. Þetta þýðir að við þurfum að vinna myrkrana á milli til að ná endum saman á meðan frændur okkar í Svíþjóð vinna 8 tíma á dag. Þetta endalausa kjaftæði um að velferðakerfi skandinavísku þjóðanna sé sprungið stenst ekki skoðun og er í raun ömurlegur málflutningur frjálshyggjumanna. Frjálshyggjumenn ættu að reyna frekar að átta sig þeirri staðreynd að frjálshyggjan gengur ekki upp og það sést best á þessari alþjóðakreppu sem núna er í gangi.
Varðandi það að fyrirtæki tækju þátt í rekstri leikskóla hér á landi og borguðu hærri skatta má ekki nefna á nafn vegna Sjálfstæðismanna sem eru hagmunaaðilar atvinnurekenda og eru búnir að telja fólki trú um að fyrirtækin fari öll úr landi ef þau þurfa borga skatta. Nei það er sorglegt að við sem þjóð skulum vera með þennan sjúka flokk. Það er t.d. engin fjölskyldustefna rekin hér á landi enda hefur stæðsti flokkurinn engann áhuga á því að vinna fyrir fólkið bara hina ríku atvinnurekendur, eða 10% þjóðarinnar.
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:10
Skoðið svo bara lista alþjóðaheilbrigðisstofnanna og sjáið hvar í röðinni Svíþjóð er og hvar það land er í öllum örðum röðum ef út í það er farið. Skoðið svo bara eftirfarandi og hættið að slá ryki í augu fólks til þess að koma pólitískum loddaraskap á framfæri.
Heilsufar í Evrópu www.euro.who.int/
Evrópa heilbrigðisstefnur : Counsil of Europa www.coe.int./t/dg3health
Gagnagrunnur um heilsufar og félagslegar aðstæður á Norðurlöndum www.nordically.org/en/ og www.nomnos.dk
Á þessum síðum er hægt að slá upp nánast hverju sem er varðandi félagslega stöðu á Norðulöndum sem og stöðu hvað varðar heilbrigði. Síðan er hægt að fara inn á vef CIA sem frjálshyggjugaurarnir ættu eflaust að kannast við og fletta upp staðreyndum um það hvaða lönd það eru í heiminum sem eru að standa sig hvað best varðandi það að búa þegnum sínum hvað bestu skilyrði til að lifa mannsæmandi lífi án fátæktar og eymdar.
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:25
Gunnar, hvað ætli þessir (spenntu?!) kaupendur að öllum þessum íslenzku krónum myndu hugsa sér að gera við þær, ef við værum sjálfir að slaufa þeim? Innramma þær eða raða þeim inn í frímerkjabækur? Eða ætti Seðlabankinn að byrja á því að gera sig fallít til að ýta hér úr vör nýrri peningastefnu?
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 00:34
Já Jón Valur - útlandið hefur mun meiri trú á efnahag Íslands en sumir Íslendingar hafa. Þess vegna segir IMF að framtíðarhorfur Íslenska hagkerfisins séu ÖFUNDSVERÐAR.
Til Valsólar
Skandinavíska velferðamódelið er gjaldþrota vegna þess að sum störf og afleidd störf eru mikið minna góð en önnur störf og afleidd störf. Dæmi: ef ég fæ mann til að brjóta rúður í glugga gjá kaupmanni þá skapa ég afleidd störf hjá þeim sem setja glerið í glugga kaupmannsins aftur. Margir munu segja að lítill skaði sé skeður því þetta hafi skapað vinnu gjá glermeistaranum og einnig hjá fleirum sem vinna við glerið. Þetta er það sem þú sérð. Það sem þú sérð EKKI er það að kaupmaðurinn þarf að borga rúðuna og ísetningu hennar. En þetta eru peningar sem hann hefði getað notað til að bæta eða stækka verslun sína eða til að lækka vöruverð. Eða bara bætt við góðri og bók í bókasafn sitt sem svo hefði gert honum kleift að læra eitthvað nýtt og nytsamt, eða bara aukið við menningu þess þjóðfélags sem hann býr í.
Svona eru mjög mörg störf þar sem opinberir geirar eru að verða stórir og þar sem þeir eru orðnir RISA-STÓRIR eins og í Skandinavíu. Þar verða alltaf til mikill fjöldi starfa sem vinna við að brjóta rúður í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna stóra og flókna skattheimtu, sem býr til mikinn fjölda skattaráðgjafa. En þessir skattaráðgjafar eru í hlutverki glermeistarans. Hlutverk rúðubrjótsins er leikið af hinu opinbera. En hámenntaðir menn vinna svo sem skattaráðgjafar og sem vinna við að laga þær rúður sem hið opinbera brýtur. Þetta eru léleg störf fyrir þjóðfélagið. Þau auka fátækt allra.
Ef þú býrð til mikið af svona lélegum störfum og lélegum afleiddum störfum þá verður allt þjóðfélagið fátækt. Þetta á einnig við um nánast allt hið risastóra prógram hins opinbera geira sem er fullt af forsjárhyggju sem á að hafa vit fyrir þegnunum því hið opinbera mun aldrei geta vitað betur en einstaklingurinn hvað honum er fyrir bestu. En hið opinbera kann ekkert að fara með fjármuni. Þetta á til dæmis við um menntun (sjá skattaráðgjafa) því ef þú leggur þig fram sem sjálfkjörinn forsjárhyggjumann og frambjóðanda af menntun sem þú álítur að allir þurfi á að halda þá muntu einnig gera þjóðfélagið fátækt því hið opinbera getur aldrei vitað hverjir þurfa á meiri menntun að halda og þá á hvernig menntun að halda. Þessi ákvörðun verður að vera tekin af einstaklingnum sjálfum og ekki af hinu opinbera. Og ef þú ert alltaf að brjóta rúður þá muntu sjá til þess að enginn hefur efni á að hafa vit fyrir sjálfum sér og gera gott fyrir sjálfan sig og þar með gott fyrir allt þjóðfélagið.
Það er vegna þessa að skandinavíska velferðarmódelið er orðið gjaldþrota og eðlilegur hagvöxtur getur varla átt sér stað lengur í þessum löndum. Þetta á einnig að stórum hluta til við um allt ESB í heild því því er stýrt af sömu kassahugsun. Það er þess vegna sem allt ESB er alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við sett markmið í ESB í Lissabon árið 2000. Bæði Svíþjóð og Danmörk eru átakanleg dæmi um þessa sjálfseyðandi stefnu.
Hér vinna sem sagt 60% við að brjóta rúður og 40% vinna við að skaffa peninga til að geta borgað rúðubrjótunum laun fyrir vinnu sína. Og þessi tala er 55% í ESB. Þetta er leiðin til fátæktar og ánauðar. Það er búið að prófa þetta annarsstaðar. En þegar 75% af kjósendum eru á kassanum eins og í Skandinavíu þá munu aldrei verða gerðar þær pólitísku breytingar sem geta spornað við gjaldþrotinu. Allt ESB er orðið einn stór velferðarfíkill. Þetta er dópið fyrir fólkið. Það var þessvegna sem Sovétríkin dóu svona kvalarfullum dauða. Fátæktin og ánauðin komu.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2008 kl. 01:29
Af hverju er alltaf talad um ónýta krónu en ekki um glæfragaurana í bönkunum sem gera hana ónýta?????????
Gulli litli, 14.7.2008 kl. 04:30
Íslendingar eru alltaf eisn og zombíar, að leita að einhverri lífshamingju, einhverri fyllingu, með draumkenndum lausnarorðum: Ísland úr NATO ... Bjór ..... ESB ..... Evra.
Þakka þér fyrir Gunnar, vonandi les fólk það sem þú skrifar.
Ásta Krístín Norrman (sjá 18) er nokkuð búið að heilaþvo þig þarna í Sverig? Siðferði Sænskra stjórnmálamanna er t.d. þannig að sjóður í minningu Önnu Lindh er notaður til að styrkja verkefni í Líbanon. Verkefnisstjóri í Líbanon er t.d. maður sem grunaður var um að skipuleggja hryðjuverk í Danmörku á 9. tugi síðustu aldar.
Ekki nóg með að Svíum hafi ekki blætt út í síðari Heimsstyrjöld eins og flestum öðrum þjóðum sem voru sameinaðir undir hæl "sterkrar Evrópu". Þeir aðstoðuðu Þjóðverja af öllum mætti og græddu á því.
Síðast þegar ég var í Málmhaugum var sænska krónan enn við lýði. Það bjargar Svíum enn sem komið er.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2008 kl. 07:32
Þessi klisja um "ónýta krónu" er nú einhver mesta þvæla sem heyrzt hefur um langar stundir.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 10:29
Skiptir það þá engu máli að hvergi er betra að ala upp börnin sín, hvergi er stuðningur við fjölskylduna meiri og hvergi í heiminum öllum en á Noðrurlöndum er stöðugleiki meiri. Flettið þið þessu bara upp, ég er búinn að benda ykkur á nokkrar síður til að skoða. Það er nánast sama hvað það er sem maður slær upp, þá eru Norðurlöndin í efstu sætunum. Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú vegna þess að þegar hlúð er að fólki þannig að það geti tekist á við lífið með reisn gengur þjóðfélaginu betur að stremma sig af. Út af hverju haldið þið að fyrirtækjum sé ekkert að fækka t.d. í Svíþjóð? Það er vegna þess að þau vilja frekar borga skattinn frekar heldur en að fara eitthvert annað þar sem stöðugleiki er minni. Þið þessir frjálshyggjupésar ættuð bara að viðurkenna það að barn á miklu betri möguleika á Noðurlöndum en t.d. í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði á Norðurlöndum er með því minnsta sem gerist í heiminum. Ég bara nenni ekki að telja þetta allt saman upp og þið vitið þetta alveg. Það er bara furðulegt að rétttrúanaðurinn sé svo mikill að vilja ekki viðurkenna að hvergi er eins gott að búa og á Norðurlöndum. Og svei ykkur fyrir að viljia stýra Íslandi frá þeirri stefnu, því það jafngildir því að vilja hækka tölur ungbarna sem ekki komast á legg og þar fram eftir götunum.
Krónan er ónýt og meira að segja Björn Bjarnason viðurkennir það, og þá er fokið í flest skjól hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo kemur JVJ og segir að þetta sé þvæla og að krónan sé ekkert ónýt, já það er erfitt að viðurkenna þegar maður hefur rangt fyrir sér. Betra að halda bara áfram þar til maður er einn eftir og æpa út í tómið ,,krónan er miklu best"
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:51
Fær ekki BB launin sín greidd í krónum? Fær hann ekkert fyrir þær? Hvers lags rugl er þetta, 'Valsól'? Og var BB nokkuð að fullyrða, að krónan væri "ónýt"? Vitaskuld ekki.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 14:25
Ég má til með að stríða ykkur aðeins meira: The best - And Worst - Countries to Be a Mother => Scandinavian countries sweep the top rankings of the best places to be a mother, while countries in sub-Saharan Africa dominate the bottom tier. The United States ties for 10th place with the United Kingdom. Norðurlöndin bera af í þessum málum sem öðrum. Það er þess vegna undarleg árátta að vilja færa landið okkar í áttina til 10. sætis úr því 1. , en það er auðvitað gert til þess að hinir ríku geti orðið ríkari og hinir fátæku fátækari.
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:03
Nei það er svo sem alveg rétt hjá þér Jón Valur að BB talaði ekkert um að krónan væri ónýt, en hvers vegna þá að stinga upp á öðrum gjaldmiðli ef allt er í fína lagi með þann sem við höfum?
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:04
Já, til hvers í ósköpunum, Björn Bjarnason?!!!
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 15:35
Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt þessum vinsældalistum fyrir fjölmiðla og kjána. En samt leituðu 20% þeirra sér sálfræðihjálpar á sama tíma. Wonder why? Þungir skattar kanski? Álagningseðlar, varla peningaseðlar.
SÞ kaus Ísland það land sem best er að búa í árið 2007. En enginn Íslendingur viðrist samt trúa því. Gott hjá þeim.
En ég treysti samt gjaldeyrismörkuðum best til að dæma um krónur, dollara og annað drasl. Betur en ESB-sinnum
Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2008 kl. 15:50
Kannski leituðu þeir sálfræðiaðstoðar vegna mikillar bjórdrykkju, hver veit? Já þetta er svo fast í mönnum að allt sem heitir Skandinavískt sé eitthvað helvítis komma rugl að það er bara fyndið. En það sem stendur eftir er að það er sama hvaða samsetningu maður setur hvort sem það eru sjúkdómar, ungbarnadauði, eða almenn velferð þá standa þessar Norðurlandaþjóðir með höfuð og herðar fyrir ofan aðrar þjóðir. Það er eingöngu vegna áróðurs manna sem eiga mikið af peningum sem málflutningur í þá áttina að þetta sé slæmt eða það sé slæmt ástand í þessum velferðaríkjum sem fólk hér á landi heldur svona fram. Upplifun fólksins sem þarna býr er ekki þannig, nema kannski þeirra sem eru með rassgatið fullt af peningum og vita ekki aura sinna tal. Ef þeim líkar illa við að borga skattinn, þá er þeim guð velkomið að flytja, en málið er að það gera þeir ekki. Þá vaknar aftur sú spurning, hvers vegna? Af því það er gott að ala upp börn þarna, það er stöðugleiki, almenn velsæld og jöfnuður sem svo aftur gerir það að verkum að fólk er sáttara við hvert annað. Svo eru það ekki bara fyrirtæki sem borga háa skatta heldur allir. Það hefur ekki verið kannað hér á landi til hlýtar hvort vilji sé til að borga hærri skatta og fá þá í staðin betri samfélagsþjónustu.
Hvers vegna er fólki svo umhugað að setja t.d. heilbrigðiskerfið í hendurnar á auðmönnum kannski tengdum inn í flokkinn? (Sjálfstæðisflokkinn) Ég hef aldrei getað skilið það að einhver Jón Jónsson á götunni sé að berjast fyrir því að koma heilbrigðiskerfinu þannig fyrir að hann þurfi að greiða rándýra tryggingu svo hann fái þjónustu. Svo kemur smáa letrið í tryggingasamningnum og segir ,,því míður við tökum ekki þátt í að borga þessa aðgerð" og þessi sami Jón Jónsson fer á hausinn. Vissuð þið að það er almenn óánægja með bandaríska heilbrigðiskerfið samkv. skoðanakönnunum? Nei þið frjálshyggjumenn látið nú ekki svoleiðis hégóma stoppa ykkur í baráttunni við að koma eigum ríkisins í hendurnar á örfáum einstaklingum. Það skal einkavæða hvað sem það kostar. Það skal haldið áfram að fjarlægjast þau lönd sem best standa sig í heiminum til þess eins að uppfulla þarfir örfárra auðmanna í þjóðfélaginu. Að ég skuli hafa kosið þennan Sjálfstæðisflokk einu sinni, en það geri ég aldrei aftur.
Svo varðandi þá arfavitlausu hugmynd að taka hér upp dollara eins og Geir Haarde vildi þá hef ég ekki áhuga á því að taka upp einhliða gjaldmiðil frá einhverri einni þjóð, mér myndi hugnast það betur að taka þá frekar þátt í myntbandalagi margra þjóða. Það að taka upp gjaldmiðil einnrar þjóðar gerir okkur skuldbundin þeirri þjóð meira heldur en að taka þátt í myntbandalagi. ESB kemur auðvtað fyrst upp í kollinn.
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:26
Æi, ekki koma með gömlu rullu vinstrimanna um heilbrigðiskerfin á Norðurlöndum á móti Bandaríkjunum:
1) Biðlistar eru að mestu fyrirbæri frá Norðurlöndum og fátækum löndum Evrópu. Þeir eru miklu sjaldgæfari í BNA.
2) Öll sjúkrahús í BNA eru skyldug að taka á móti sjúklingum í neyð, sama hvor þeir borga eða ekki, eða hafa trygginu eða ekki. Aðeins 3-4% af þegnum BNA hafa ekki sjúkratryggingu að staðaldri. Flestir þeirra eru ólöglegir innflytjendur. Bandarísk sjúkrahús gefa árlega 11,5 milljarða dollara í ókeypis læknisþjónustu til þessara 3-4% þegna sem ekki hafa tryggingu. Og svo gefa velgjörðarsamtök eins og t.d. PPA ókeypis aðgang að 475 ókeypis kerfum sem greiða kostnað við 2500 lyf fyrir þennan hóp.
3) 30% af þegnum BNA hafa opinbera læknisþjónustu (Medicare og Medicaid)
4) Notkun á nýjustu tækni og tækjum til meðferðar er miklu meri og útbreiddari í BNA en í á hvern íbúa í ESB og á öllum Norðurlöndunum. t.d. DTX, MRI, CT skönnurum.
Heilbrigðiskerfin í Skandinavíu eru öll aðeins svipur hjá sjón miðað við góðu árin áður en þessi lönd fóru að dragast meira og meira aftur úr sökum blánkheita og hins ofur-illa-skilvirka opinbera Sovét-heilbrigðisgeira sem fyrir löngu löngu er hættur að virka eins og til var ætlast. Þeir eru orðnir þannig að það væri alveg sama hversu mörgum þúsundum af tonnum af peningum væri hellt ofaní þá að það mun aldrei koma eitt gramm meira út úr þeim. Þeir eru einfaldlega komnir í þrot. Hvernig ósköpunum ætti Ríkið að geta rekið góð, vönduð og skilvirk sjúkrahús þar sem ENGINN er ábyrgur fyrir neinu nema rassinum á sjálfum sér og þar sem framleiðni er ömurleg? Skurðstofur hérna standa ómannaðar frá kl 15 til 08 og það eru fleiri hundruð þúsund manns á biðlista sem þurfa að bíða jafnvel árum saman. Ég get bara ekki séð hvernig þetta á að ganga upp. Þessi kerfi eru gjaldþrota, því miður. Þetta er allt hægt að gera miklu betur ef menn létu af kreddum og fordómum um allt sem ekki kemur frá hinum opinbera kassa. Þegnarnir geta alveg sjálfir. Þetta þar ekki að framkvæmast af opinberum, alls ekki.
Hvernig verður vöruskortur til?: jú hann verður auðveldlega til í "verslunum" þar sem allar vörurnar á hillunum í búðinni eru "ókeypis". Verslunin mun aldrei geta ákveðið með sannfæringu hver hin raunverulega eftirspurn er, og þá eftir hvaða vörum. Aldrei hægt að bæta framboðið. Svona er þetta.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2008 kl. 17:14
Nei ég skal ekki gera það aftur, alla vega ekki í bili En ég verð bara samt að segja þér frá eftirfarandi: Lífslíkur, íslenskir karlar geta vænst þess að verða 79 ára og konur 83 ára. Bandarískir karlar geta vænst þess að ná 75 ára aldri og bandarískar konur geta vænst þess að verða 80 ára.
Það deyja 137 af hverjum 1000 á aldrinum 15-60 ára í Bandaríkjunum á meðan aðeins 73 Íslendingar deyja á sama aldri. Þetta er all nokkur munur. (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, 2005).
Ungbarnadauði: Á Íslandi deyja 2 börn af hverjum 1000 fæddum einstaklingum á meðan 7 börn af 1000 deyja í Bandaríkjunum (sem er þó Mekka frjálshyggjunnar) Þar sem samfélagslegur rekstur er í heilbrigðiskerfum þar er lág tíðni ungbarnadauða og hár lífaldur íbúanna. Samkv. OECD er skráður ungbarnadauði hærri og lífslíkur verri, þar sem einkarekstur er hvað mestur í heilbrigðiskerfinu (OSED, 2002).
Í Bandaríkjunum eru allt að 40 miljónir manna sem ekki eru sjúkratryggðir, þar af 10 miljónir barna.
Innan við 20% Bandaríkjamanna telja að heilbrigðiskerfi þeirra sé gott (Cutler, 2004).
Commonwelth Fund gerði rannsókn á heilbrigðiskerfum sjö ríkja, Ástralíu, Kanada, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Bretlands og Bandaríkjanna. Heildarúrtak var 12 þúsund manns. Þar kom í ljós að Bandaríkjamenn voru þeir sem voru helst án sjúkra og heilsu trygginga, vegna kostnaðar. 37% þeirra sögðust ekki leita læknis þó svo þeir væru veikir og sama hlutfall sleppti ráðleggingum lækna sökum kostnaðar. Mistök í heilbrigðiskerfinu voru hvergi eins mörg og í Bandaríkjunum samkv. þessari rannsókn (The Commonwealth Fund, 2007).
Að öllu þessu sögðu um bandaríska heilbrigðiskerfið má leiða að því líkum að sá munur sem er á ævilíkum og ungbarnadauða milli Íslands og Bandaríkjanna, megi að hluta til rekja til þessa einkarekna heilbrigðiskerfis sem Bandaríkjamenn búa við.
Lífskjaravísitala Þrónuarstofnunar Sameinuðu þjóðanna: BNA eða draumaland frjálshyggjunnar er í 11. sæti á meðan Norðurlöndin raða sér í fyrstu sætin.
Reikna ég nú með að láta þetta verða lokaorðin, því einhvern vegin læðist að mér sá grunur að frjálshyggjupostular snúi ekki af villu síns vegar, þrátt fyrir sannanir þess efnis að Norrænt velfeðarmódel er það besta sem til er í heiminum í dag, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Og að kalla þetta kerfi Sovét-heilbrigðiskerfi er miðað við þessar forsendur algjörlega út í blái. Sendi þér Gunnar samt einn broskarl að gamni mínu
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:57
Norska krónan er sennilega besta lausnin sem við eigum í stöðunni nú sem stendur.
Sigurður Þorsteinsson, 14.7.2008 kl. 21:00
Ég má til: Út af hverju eigum við að taka upp einhliða gjaldmiðil annarar þjóðar? Væri ekki skynsamlegra að sætta sig bara við alþjóðavæðinguna með hennar kostum og göllum, og gera það sem skynsemin bíður okkur. Taka frekar upp gjaldmiðil sem notaður er í sameignlegu myntbandalagi, þá förum við sjálfkrafa undir seðlabanka sem margar aðrar þjóðir eru undir, í stað þess að vera undir seðlabanka einnrar þjóðar, þó það séu Norðmenn. Það er eins og það sé ekkert þjóðarstolt eftir, bara taka upp einhvern gjaldmiðil, norsku krónuna, dollar, bara eitthvað annað en evru, furðulegt. Það vita allir hvert stefnir og þetta er einungis tímaspursmál hvenær við förum í ESB. Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara tíma til að skipta um skoðun. Flokkurinn þarf að fá að gera þetta á sínum hraða svo hann geti haldið andlitinu, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð tekið sína hagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarinnar.
Valsól (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:04
Ég hygg að fjórir kostir séu í stöðunni:
Ef hægt er að fara leið 1 er það best, sé það ekki orðið of seint.
Verði möguleiki nr. 2 ofan á sogumst við inn í Evrópubandalagið eða verðum tekin upp í vangreiddar skuldir með húð og hári. Eða ég er í svartsýniskasti.
Kostir 3 og 4 hugnast mér illa.
Theódór Norðkvist, 14.7.2008 kl. 23:58
Valsól hefur rétt fyrr sér. Íslenska heilbrigðiskerfið er sennilega það langbesta á Norðurlöndum. Svo hefur verið svo í þó nokkrun tíma. En það er eingöng vegna þess að það hafur ekki enn sest að langvarandi áratuga atvinnuleysi á Íslandi eins og í ESB. Ísland hefur því enn efni á að borga fyrir það. En það myndi allt saman breytast með inngöngu Íslands í ESB. Svo mikið er víst. Það er jafn öruggt eins og að sólin mun koma aftur upp á morgun.
Fallandi meðalaldur í sumum löndum ESB má beinlínis rekja til heilbrigiðskerfa sem sum ESB lönd hafa ekki lengur efni á að reka, sökum fallandi skattagrunns.
Þessir draumar um aðra gjaldmiðla er átakalega aumkunarverð umræða og lesning byggð á vanþekkingu. Gjaldmiðlar eru einungis gjaldmiðlar sama hvaða nafni þeir nefnast. Það eina sem skiptir máli til langframa er það þeir byggi á STERKU ATVINNULÍFI. Allt annað skiptir ekki máli. Atvinnuleysi er eitur fyrri öll samfélög og ef ESB á til mikið magn af einhverju þá eru það atvinnuleysingjar og fólk sem er á kassanum æfilangt. Fólki sem búið er að henda. Þetta kostar.
Þið væruð yfirhöfuð ekki að hugsa gjaldmiðla málin þetta er krónan væri sæmilega stöðug og t.d. ef evra væri fallandi. Þá væruð þið ánægð. En það eru því miður viðsjárverðir tímar sem ríkja á öllum mörkuðum í augnablikinu, og sem er hanastél af mörgum ástæðum og sem alltaf annað slagið munu koma upp, sama hver gjaldmiðillinn er.
Muna: Evra er ekki há vegna þess að hún sé góður gjaldmiðill sem byggir á sterkum hagstærðum evru-landa. Hún er há vegna þess að Bandaríkjadollari hefur verið lágur
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 01:34
Framleiðir hið norræna heilbrigðiskerfi öryrkja? Ég er ekki frá því að það geti verið, þó kann að vera að óbilgirni atvinnumarkaðarins ráði einhverju þar. Það er búið að keyra lægstu laun svo mikið niður að litlu munar á þeim og félagslegum bótum.
Það er rétt svo langt sem það nær, að öflugt atvinnulíf er nauðsynlegt heilbrigðu samfélagi. Ég hef samt spurt mig oft að því hvað stór hluti af atvinnumarkaðnum hér á landi sé fölsk atvinna.
Til dæmis vöruðu margir við því að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar yrði neikvæð, m.ö.o. hún myndi kosta þjóðarbúið meira en hún aflaði. Sem þýðir einfaldlega að þau störf (sem reyndar féllu flest í hlut erlendra verkamanna) væru dýrustu atvinnuleysisbætur Íslandssögunnar, þ.e. það væri ódýrara að borga Austfirðingum tvöfaldar atvinnuleysisbætur fyrir að sitja heima frekar en að ráðast í þessa framkvæmd.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 08:43
Af hverju ekki einfaldlega tengja gengi krónunnar við evru? Við það skapast þessi blessaði stöðugleiki sem allir þrá, án þess að við þurfum að tala neitt við ESB um sáttmála eða neitt annað yfir höfuð. Svo getum við bara kippt úr sambandi þegar harðnar á dalnum. Við þetta þarf heldur ekki að prenta peninga eða slá mynt. Við notum bara áfram gömlu krónuna okkar, nema bara tengda við evru. Þetta er eins og dömubindi: Einfalt, öruggt og þægilegt.
Sigurjón, 15.7.2008 kl. 20:23
Það er tvennt sem mig langar að koma á framfæri við Valsól og Gunnar.
1. Það er ekki rétt hjá þér, að fyrirtækin vilji vera í Svíþjóð, þau hafa allmörg verið seld útlendum auðhringjum, jafnvel Saab Scania, sem er hluti af vörnum þjóðarinnar, framleiða SAAB Herþotur og Viggen útgáfan var á tímabli afar samkeppnishæf, vegna vænggerðar og því eftirsóttra flugeiginleika orrustuþotna. Volvo er í eigu annarra og nú eru þeir að reyna að losna undan eignarhaldinu, vegna of hárra gjalda og galinna reglna á vinnumarkaði, svo sem frítökurétt og frátafa úr vinnu. Kíkið líka á eignasafn þeirra sem einu sinni ráku stálframleiðslu og annan námagröft þarna.
2. Enn er heilbrigðiskerfi okkar gott en gæti verið miklu miklu betra væri farið að því módeli, sem Bjarni Jónson heitinn á Landakoti bjó til í rekstri sjúkrastofnana .
Menn gleyma því, að ef starfsfólk fer að líta á sína starfstöð sem nánast prívatmál, er voðinn vís. Ofmönnun á þeim sviðum sem ekki gefa af sér framlegð er út í hött, líkt og sést hefur víða í Kratískum kerfum, Sjá Brussel ofursriffinnskublokkirnar.
Lögmál Murfys er á fullu í okkar annars góða heilbrigðiskerfi. Allir á eilífum fundum um síðasta fund, sem var haldinn vegna hópeflis af síðasta fundi, sem boðað var til vegna niðurstaðna, eða draga af niðurstöðu ráðstefnu sem haldin var vegna þverfaglegrar rýni á fjárskort til samfélagslegrar samþættingar liðans sjúklinga...........................
Ég þurfti að standa yfir moldum ungs manns, sem hafði fengið sortuæxli fyrir um 8 árum og ,,læknast" af því, þar sem meinið var fjarlægt með skurðaðgerð og eftirmeðferð staðfest ,,lækninguna"
Tveimur mánuðum fyrir dauða fór hann að finna til óþæginda í maga. Var greindur með magasár en þar sem ekki var hægt að skoða hann nægjanlega í ómsjá, var ekkert að gert fyrr en læknir sem er í ættartengslum við hann krafðist CT skans. Þar sáust meinvörp á skeifugörn.
Síðar kom í ljós, að lungun höfðu þrjú mein og svo ENN síðar, að í heila voru fjögur stykki.
Ég hef komist að því, eftir að þetta gerðist, að EFTIRMEÐFERÐ og EFTIRLIT með sjúklingum sem greinst hafa með yfirborðsfrumu-breytingar (en meltingarvefir og að hluta til Lungu eru yfirborðsfrumur) væri Röntgen athugun.
Oftar en ekki klikkar svoleiðis þar sem um mjúkvefi er að ræða en núi kemur það ótrúlega. Tækin sem geta ráðið við svona lagað, eru á LSH í Fossvogi en eru bara starfrækt á DAGVINNUTÍMA. Halló eru einhverjir heima???? Þetta eru rándýr tæki og eru látin malla allan sólarhringinn víðsvegar um heiminn, þar sem kælingin (orkunotkunin) er hvort sem er í gangi 24/7.
Nei það er ekki hægt að fa´lið til að vinna vaktavinnu.
Bjarni Jónsson rak Landakot á hálfum svonefndum Daggjöldum fyrir sjúklinga, sem ríkið greiddi til Landsans. Þrátt fyrir þetta var Landakot tekið sem dæmi um sjúkrahús í alfremstu röð í Evrópu og jafnt því sem best var í BNA í ýmsum greinum skurðlækninga og augnlækninga. Frá þeim eru komnar ,,nýjungar" þess tíma í margskonar greiningum og aðferðum við lækningu, svo sem brjóskloss og þessháttar að ekki sé minnst a´Gláku og augnsteinaskurðlækningar.
EKKERT AF ÞESSU ER EINU SINNI Í AUGSÝN NÚNA þar sem allt í í ríkisrekstrar þvingun. Ég er ekki að biðja um a ríkisbubbar taki yfir, heldur að skoðaðar séu leiðir sem Bjarni Fór og margt af því hvernig hann stjórnaði mannahaldi verði upp tekið. Þá væri líklega hægt að rýma stjórna hluta af skrifstofubákninu við Landsann, því að þegar Landakot var starfandi var einn læknaritari í hlutastarfi og bæði hjúkrunar og lækna stöður öðruvísi mannaðar og starfsheitin ekki eins fjölbreytileg og nú.
Þetta er partur að vandræðum Kratískra kerfa.
Afsakið langhundinn
Miðbæjaríhaldið
þjóðlegur unbótasinni með trú á forn gildi
Bjarni Kjartansson, 16.7.2008 kl. 11:14
Ég er að mestu sammála Eyþóri, við erum miklu betur sett til lengri tíma með okkar eigin fljótandi gjaldmiðil. Ef að að verðmæti gjaldmiðilsins sveiflast ekki til, lætur eitthvað annað undan.
Vilja Íslendingar frekar atvinnuleysi þegar hagkerfið dregst saman, frekar en að verðmæti gjaldmiðilsins breytist?
Þetta háa vaxtastig sem allir eru að kvarta undan núna er að stórum hluta afleiðing þess að seðlabankinn hefur verið að reyna að hægja á ótrúlega hröðum vexti hagkerfisins síðastliðin ár.
Er ekki betra fyrir okkur að hafa sjálfstæðann seðlabanka sem tekur mið af aðstæðum í hagkerfi okkar, getur hækkað vexti til að minnka þennslu og lækkað vexti til að örva hagkerfið?
Við getum heldur ekki tengt gjaldmiðil okkar við annann gjaldmiðil vegna þess að ef að ef að þær aðstæður koma upp að hagkerfið hér vex á öðrum hraða en hagkerfi þess gjaldmiðils sem við tengjust við, endar það með því að seðlabankinn þarf s.d. að fara að styrkja gengið þegar komið er nálægt vikmörkum sem miðað er við (ef gengið er að hluta fljótandi). Ef að seðlabankinn á ótakmarkaða peninga getur hann það, en meira að segja breski seðlabankinn varð að láta undann þrýstingi sjóðs sem George Soros stýrði fyrir nokkrum árum.
Við eigum að sætta okkur við það að hér kemur niðursveifla í hagkerfinu vegna ytri aðstæðna og frekar að nota tækifærið og lækka vexti til að örva atvinnulífið. Það er örugglega óþægilegt í smá tíma að sætta sig við samdrátt, en við værum mun betur sett á eftir.
Fyrir utan efnahagsleg rök, ættum við ekki að gleyma því að við erum lítil þjóð og ættum að halda í þau sérkenni sem gera okkur að þjóð. Hluti eins og okkar eigin tungumál, mynt og menningu.
Sigurgeir Þór Hreggviðsson, 17.7.2008 kl. 22:43
Sæll frændi.
Ég hef verið í bloggleti. Heilmiklar umræður hjá þér.
Greinin þín var mjög góð. Skil ekki þegar ráðherrar eru að tala um að taka upp evruna einhliða en það hefur komið skýrt fram að ESB samþykkir það ekki. Einnig hefur komið fram að það verður bið á því að taka fleiri þjóðir inní ESB.
Það kæmi mér ekkert á óvart í framtíðinni að sum af þessum aðildarþjóðum segði sig úr ESB. Mér heyrist að margir séu ekkert of sælir með sig nema auðvita fátækar þjóðir í austri. Það var auðvita fínt fyrir þær að komast á spenann hjá ESB.
Við getum gert betur. Það er hægt að stinga á fullt af eyðslukýlum og fara betur með almannafé. Leiðist aðferðir stjórnvalda þegar þau ætlast alltaf til að verkafólkið taki á sig ábyrg á meðan þeir sjálfir og vinir þeirra halda áfram að eyða og spenna.
Baráttukveðjur
Guð geymi þig og þína.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 23:09
Hef aldrei lagt til að taka upp norska krónu einhliða. Það gerum við með því að Geir flýgur út til Noregs. Gerði enga athugasemd þó það væri með einkaþotu. Geir ræðir við Norðmenn, á norsku. Norðmenn hafa hag af því að ræða við okkur um þessi mál.
Eyþór ég sendi þér blogg, þegar þú vildir halda krónunni af þjóðernisást. Þetta hefur ekkert með þjóðernisást að gera. Þetta er sambærilegt og þegar smiður hefur málband, sem ekki mælir lengur rétt. Eða málbandið er svo teygjanlegt að hægt er að fá þá niðurstöðu sem umhverfið óskar eftir. Málbandið er teygja. Þá er bara spurningin hver togar í spottann, eða teygjuna.
Atvinnulífið þarf meiri stöðugleika, það þurfa heimilin líka.
Lausnin: Tökum upp norska krónu.
Viðbót: Auk þess vil ég hvetja ritstjóra Morgunblaðsins til þess að komast á sjálfstyrkingarnámskeið, þannig að hann hafi kjark til þess að skrifa greinar sínar undir nafni.
Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.