Vandi sveitarfélaga

Heimilin í landinu finna illilega fyrir verðhækkunum og kjaraskerðingu um þessar mundir.
Þetta finnum við öll á eigin skinni.

Sveitarfélögin búa við svipaðan vanda þó hann fari hægar.
Þau sveitarfélög sem hafa skuldsett sig í erlendri mynt finna vel fyrir gengislækkun.
Þau sveitarfélög sem eru skuldug í íslenskum krónum verða vel vör við háa vexti og verðtryggingu lána.

Launakostnaður fer ört hækkandi.
Kostnaður við framkvæmdir hefur þegar hækkað mikið enda er vísitala byggingarkostnaðar á hraðri siglingu upp á við.

Og þá erum við ekki farin að tala um mögulega tekjuskerðingu. . .

Hvernig bregðast sveitarfélögin við?

Fyrsta skrefið hlýtur að vera að endurskoða áætlanir.
Forgangsraða svo lögbundnum þáttum og fresta gæluverkefnum.

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Helzt afskrifa öll gæluverkefni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"í upphafi skal endirin skoða"Það sem fer upp fer alltaf niður aftur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.7.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar.

Vona að Halli sé spámannlega vaxinn. Ömurlegt er ástandið og engum bjóðandi.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Vandi sveitarfélaga er sameiginlegur vandi okkar. Ríkið hefur fært verkefni yfir á sveitarfélögin. Sum þeirra eru lögbundin og lítið svigrúm til að minnka umsvif sveitarfélaganna á þeim sviðum þó ef til vill sé hægt að hagræða eitthvað. Önnur verkefni eru þess eðlis að hægt er að fresta þeim eða sleppa algjörlega. Með minni tekjum verður þjónustan minni hvar sem hún hefur verið án sérstaks endurgjalds. Sumt minnkar í takt við lækkandi tekjur svo sem gerð nýrra byggingalóða og annars sem fylgir nýjum hverfum.

 Sveitarfélögin koma mis vel út. Sum Eins og þú nefnir hafa sum tekið erlend lán. Ég held að þau sem taka fyrst á vandanum komi best út þegar upp verður staðið.  

Jón Sigurgeirsson , 29.7.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband