Ólafur Ragnar, McCain, Obama, Britney og....Móse

Umræða um nýjan forseta hafa verið miklar undanfarið í fjölmiðlum hérlendis. Þó ekki forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson sem nú var settur í embætti í fjórða sinn heldur kosningabaráttunnar í BNA, en 100 dagar eru í kjördag.

Sumir hafa sagt að ef forsetakosningarnar snúist um McCain, þá muni Barack Obama hljóta sigur. Þeir sömu halda því fram að ef valið verði um Obama verði John McCain næsti forseti BNA. Mikið hefur verið fjallað um auglýsingar McCain sem líkir Obama við Paris Hilton og Britney Spears. Það er ekki síður athyglisvert að sjá auglýsingar McCain þar sem hann líkir Obama við Móse (og jafnvel Messías).

Auglýsingarnar eru ekki birtar í sjónvarpi heldur aðeins á netinu: 


http://johnmccain.com/#tab1
 
Fréttir af þeim rata hins vegar á besta stað í sjónvarp: í fréttirnar.
 
Og svo að sjálfsögðu á youtube.com 

 http://www.youtube.com/watch?v=Id1IKJGVkvg

mbl.is Frambjóðendur hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband