Ótrúleg seigla

Það er mikil seigla í fasteignamarkaðnum við erfiðar aðstæður. Í Bandaríkjunum hefur fasteignaverð lækkað verulega þrátt fyrir að stýrivextir séu afar lágir. Hér á Íslandi hefur nafnverð fasteigna ekki lækkað þrátt fyrir mjög háa vexti. Það er ljóst að eðli fasteignamarkaðar er nokkuð ólíkt hlutabréfamarkaðnum.

Kannski er það vegna þess að fólk býr í húsunum?


mbl.is Fasteignaverð hækkaði í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það hlýtur að koma að þessu lika her á Íslandi annað væri ekki hægt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.8.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gaman væri að vita hverjir áttu viðskipti gæti verið að bankarnir og fasteignafélög eigi stóranhluta af þeim viðskiptum sem eru í dag og séu að halda uppi verðinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.8.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, við erum enn verr settir en aðrir út af verðtryggingunni.

Það þýðir að þótt einhver vilji losna við íbúðina situr hann uppi með hana: Kaupverð + vextir + verðtrygging.

Það er öðruvísi en annarsstaðar!

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.8.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: haraldurhar

Sæll Eyþór.

    Hef trú á að stórhluti fasteignasölu í sl. mánuði, sé uppítaka í ódýrari íbúðum,uppí stærri og dýrari,  og eins og þú veist þá skiptir verðið ekki öllu máli, heldur milligjöfinn í íbuðaskiptunum

haraldurhar, 7.8.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Sigurjón

Málið er að mjög margir þurfa ekki endilega að selja eignirnar sínar og hafna því einfaldlega lægri tilboðum í hana.  Ég er t.d. einn af þeim sem er í þeirri stöðu.

Sigurjón, 8.8.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Gulli litli

Gott ad vita ad stjórnmálamenn sjái ad bak vid allar tölur er fólk. Stadreynd sem ædi oft gleymist. Ég er í Þeirri stödu ad hafa ekki rád á ad flytja heim Þó ad ég vildi...

Gulli litli, 8.8.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sama her og hjá Gulla. Ég bý erlendis en hef ekki efni á að kaupa hús heima og neita reyndar að gera það á meðan verðtryggingin tórir enn. Hún er tímaskekkja, svo ég noti orð sem er eiginlega allt of veikt.

- Fasteignaverð er eins og bílverð. Ég get selt gamla grána fyrir 10 milljónir með því að setja hann upp í eitthvað nýrri bíl á 11 milljónir. Þetta er leikur með tölur. Þeir sem virkilega græða á því eru bankarnir sem hirða vexti og verðtryggingu á lánum sem eru allt of há.

Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Grisemor

Er ekki skýringin sú að viðnámið er öflugra hér á landi vegna þess að íslenskar fasteignir eru miklu skuldsettari en aðrar og íslenska fjölskyldur eru þær skuldsettustu í heimi.

Vegna þessa hreinlega geta menn í mörgum tilvikum ekki selt því þeir þurfa að taka skuldir með sér ofan á allt annað og það gæti riðið fjárhagnum að fullu. Annarsstaðar sætta menn sig við skerðinguna. Svo er líka hugsnlegt að bankarnir hjálpi til í viðnáminu vegna þessarar háu skuldstöðu. En ég held að það sé ljóst að markaðurinn muni gefa verulega eftir á endanum.

Grisemor, 8.8.2008 kl. 10:08

9 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Þetta er akkúrat málið, fasteignir eru ekki bara einherjar tölurá blaði. þarna er verið að tala um heimili fólks.

Ef verðið á heimilinu lækkar, þá hleypur Gunna í Breiðholtinu ekki til og selur áður en verðið lækkar meira.

Hún býður heldur ekkert eftir því a verðið hækki, og innleysir hagnaðinn.

Hún á heima þarna.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband