Samstaða um Suðurlandsveg

Það er ekki rétt að sveitarfélögin á Suðurlandi séu beinlínis að tefja málið. Hitt er rétt að það þarf að hraða umhverfismati og öðrum þáttum eins og kostur er á.

Það er aðeins stutt síðan að ákveðið var að fara í 2+2. Áður hafði ríkisvaldið og Vegagerðin haldið sig við 2+1 og samstaða var ekki næg um tvöföldun.

Tuttugu og sexþúsund skrifuðu svo undir áskorun á þingið fyrir jólin 2006 sem við Hannes Kristmundsson afhentum ásamt sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi og í kjölfarið var svo ákveðið að ráðast í 2+2 veg milli Selfoss og Reykjavíkur.

Ekkert mál skiptir Sunnlendinga eins miklu máli og bættar samgöngur um Suðurlandsveg. Allar tafir eru ólíðandi og vonandi verður ráðist í framkvæmdir á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss eins fljótt og verða má.

Lausnin felst þó ekki í að benda á hvern annan heldur að leysa þau mál sem óleyst eru.


mbl.is Sveitarfélög tefja vegabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það voru og eru mistök að hafa hafnað 2+1

Birgir Þór Bragason, 12.8.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar.

Nei það hefði verið klúður að hafa 2 + 1 veg.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Lestu þetta Rósa

Birgir Þór Bragason, 12.8.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Og svo skaltu lesa þetta

Birgir Þór Bragason, 12.8.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Jamm nú þarf bara að drífa í að gera það sem þarf og hefja frakvæmdir og ljúka þeim sem fyrst það flýtir ekki fyrir að vellta fyrir sér því se liðið er

áfram með málið

Gylfi Björgvinsson, 12.8.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir Þór.

Veistu þegar ég sá hver höfundurinn var af grein sem þú vísaðir mér á þá var ég fljót að loka á greinina. Þessi maður er ekki í áliti hjá mér.  Sorry ef þú vilt vita ástæðu þá er netfangið riorosin@simnet.is

Baráttukveðjur til Eyþórs frænda míns.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég held ég segi pass, Rósa.

Birgir Þór Bragason, 12.8.2008 kl. 20:48

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ég segi grand en þoli ekki þessa vegagerðamenn sem eru alltaf að spara aurana og kasta krónunum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 05:54

9 Smámynd: Ég

Ég er nú bara venjulegur Reykvíkingur sem keyri í bústað aðra hverja helgi og hef aldrei skilið þetta 2+1 concept ... sem virkar algerlega fráleitt á þeim kafla Hellisheiðarinnar sem var breikkaður.  Ég hef lent í biluðum hjólhýsabíl á einbreiða hlutanum .... það var allt stopp og menn fóru að reyna allskonar rugl.  Gríðarlega ánægður með þessa 2+2 baráttu hjá ykkur!

Ég, 14.8.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband