Meirihlutaskipti og málskotsréttur íbúanna

Nú er komið að fjórða meirihlutanum í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Borgarstjórar hafa verið 3 síðustu 2 árin. Allir starfað stutt og í raun er enginn að fara vel út úr svona sveiflum. Í öllu falli ekki íbúarnir.

Þó Reykjavík hafi verið mest í umræðunni þá hefur verið bent á að sjaldan hafi verið eins mikið um að meirihlutasamstarf í sveitarstjórn springi eins og á þessu kjörtímabili.

Í Árborg hafa 3 bæjarstjórar verið á launum að hluta síðustu 2 árin. Sá meirihluti sem nú situr hefur átt erfitt með að taka ákvarðanir og lítið hefur gerst frá því að hann tók við stjórnartaumunum fyrir nítján mánuðum síðan. Segja má að þar sé í raun sá meirihluti B og S lista sem var hafnað í síðustu kosningum en fékk framhaldslíf með stuðningi VG. Það má virða það við meirihlutann í Árborg að það er sjálfsagt erfitt að ná saman um mál þegar VG, Framsókn og Samfylking koma að málum. Meirihlutinn hefur til að mynda 2 bæjarráðsmenn af 3 en framboðin eru jú einu fleiri eða þrjú sem standa að meirihlutanum í dag.

Sumir hafa bent á nýverið að kannski sé lýðræðinu hollara að hægt sé að boða til kosninga við meirihlutafall. Þingrofsrétturinn er hjá forsætisráðherra en í sveitarstjórn er engum slíkum rétti til að dreifa. Það hlýtur að vera lýðræðislegt að hægt sé að skjóta málinu til kjósenda eins og þingrofsrétturinn býður upp á.

Dæmi um málskot er að finna til dæmis í Kalíforníu en þar geta íbúar krafist aukakosninga um ríkisstjóra eins og frægt varð þegar Gray Davis var felldur af Arnold Schwarzenegger.

Þessir atburðir sem nú hafa átt sér stað á kjörtímabilinu kunna að verða til þess að menn hugi að málskoti til kjósenda með rétti til nýrra kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Einnig mætti hugsa sér að borgastjóri væri kosinn sérstaklega og væri svo á ábyrgð hans að ná saman meirihluta (ísraelska leiðin). Þannig væri róti og hnífstungum haldið í lágmarki án þess að kjósa þurfi meira en einu sinni á kjörtímabili.

Héðinn Björnsson, 19.8.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband