Fimm barna móðir varaforsetaefni McCain

Sarah Palin verður að öllum líkindum varaforsetaefni McCain. Sarah er 5 barna móðir frá Alaska og hefur verið ríkisstjóri þar. Reyndar verður hún þá eini frambjóðandi stóru flokkanna sem hefur stjórnað ríkissjórn þar sem allir hinir (McCain, Obama og Biden eru þingmenn).

Sarah Palin lísir sjálfri sér sem "hockey-mom" með tilvísun til "soccer-moms".

Ég er ekki frá því að McCain hafi hér valið betur en Obama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er bráðsnjallt val hjá McCain.

Þarf ekki að standa við hlið stórs meðframbjóðanda af karlkyni er ótvíræður kostur svona ímyndarlega séð. Konan er bráðhugguleg og bætir upp heildarútlit framboðsins og lækkar meðalaldurinn verulega.

Auk þess er hann að höfða til þeirra kvenna sem vildu sjá Hillary í framboði. Ofan í kaupið beið varaforsetaefnið ekki boðanna að skjalla Hillary Clinton í þeim tilgangi að ná kjósendum hennar til sín með hraði.

Það neikvæða við konuna er reynsluleysi og íhaldssemi t.d. svo mjög að hún valdi að eiga barn með Down's heilkenni vegna meintrar andstöðu við fóstureyðingar. En hún var heldur ekki nema þrjá daga heima eftir barnsburðinn á þessu ári.

Eins og með val Obama á Joeseph Biden er ekki hægt að finna meðframbjóðanda sem ekki er hægt að finna eitthvað að með góðum vilja.

Haukur Nikulásson, 29.8.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Ætlaði að skrifa stórsnjallt hjá McCain en svo þegar ég sá alla hina með þessi sömu orð.

Þetta er snilld hjá blessuðum karlinum og vonandi vinna þau.

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Held að þetta val muni tryggja honum aukið fylgi sérstaklega úr  hópi kvenna, blökkumanna og fjölmargra minnihlutahópa.  Með þessu vali á Palin hefur meira jafnvægi náðst milli þessara tveggja frambjóðenda sem hugsanlega leiðir til þess að tæpt verður á með þeim.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband