Sönnun þess að Mickael Moore er smekklaus tækifærissinni

Moore hefur atvinnu sína af því að gera pólítískar heimildarmyndir og notar hvert tækifæri til að auglýsa þær. Fellibylir eru dauðans alvara og því engin ástæða fyrir nokkurn mann að fagna þeim.

Ekkert frekar en menn myndu hér á landi fagna snjóflóðum, jarðskjálftum eða eldgosum.


mbl.is Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Svo er hinn vinkillinn, þegar menn keppast við að skrifa þessar náttúruhamfarir á reikning okkar mannana. Hvor hópurinn er í raun TÆKIFÆRISSINNAR? þeir sem aðhyllast M. Moore kenningarnar, eða þeir sem fylgja þessum vísindalegu kenningum. Mér persónulega finnst að hvor kenning sé með einhvern snefil af sannleika.

Eiríkur Harðarson, 31.8.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þið gerið ykkur grein fyrir því að Moore er að grínast!

Þess má þó geta að einhverjir  hægrisinnaðir trúmenn í BNA höfðu lagst á bæn og beðið þess að fellibylurinn  kæmi þegar þing Demókrata stæði yfir.  Það er því ekki skrítið að sumir glotti út í annað.

Matthías Ásgeirsson, 31.8.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Eyþór

 Ég hélt að þú skopskynið hjá þér hefði ekki farið svona illilega í frí.  Það er svo sannarlega þannig að maður er hræddur hvað gerist eftir næstu kosningar í USA og má segja að hvorugur kosturinn er góður, reynsluleysi Obama og "réttsýnin" hjá Söru Palin sem vegna aðstæðna gæti orðið fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.

Einar Þór Strand, 31.8.2008 kl. 15:20

4 identicon

Afsakaðu, Eyþór... Michael Moore smekklaus tækifærissinni, mkay. Allt í góðu, það er sennilega alveg rétt hjá þér.

En geturðu nefnt mér einn einasta stjórnmálaflokk, eða eina einustu stjórnmálastefnu, sem ekki hefur aragrúa af smekklausum tækifærissinnum? Trúir þú því virkilega að andstæðingar Michaels Moores séu ekki *líka* smekklausir tækifærissinnar?

Til að einfalda spurninguna... hvað með það? Þetta hljómar eins og dæmigert íhaldsmannablaður þar sem menn virðast ekki mögulega geta haldið sig við málefnið og hvað þá eitthvað til að styðja sína hlið á því. Hvort Michael Moore sé smekklaus tækifærissinni eða ekki breytir engu. Að gera ráð fyrir því að stjórnmálamenn og stjórnmálalega virkt fólk séu *ekki* smekklausir tækifærissinnar er bara útópísk pæling út af fyrir sig, gjörsamlega óraunhæf. Þetta hefði ég haldið að Sjálfstæðismanni sem treystir ekki yfirvöldum þætti augljóst.

En svo er auðvitað vandamálið Sjálfstæðismenn sem treysta yfirvöldum... svo lengi sem þeir sjálfir eru með völd.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband