Árborg getur gert betur

Niðurstöður könnunar Gallup eru sláandi skýrar. Þegar efstu sveitarfélögin eru skoðuð kemur í ljós að þar er hreinn meirihluti eins flokks; það er að segja Sjálfstæðisflokks í Seltjarnarnesi, Garðabæ, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum og svo hreinn meirihluti Samfylkingar í Hafnarfirði sem mælist í fimmta sæti.

Sveitarfélögin tvö sem neðst mælast; Reykjavík og Árborg hafa bæði þurft að þola óvinsæl meirihlutaskipti á tímabilinu en þess ber að geta að þegar könnunin er gerð er Ólafur F. Magnússon borgarstjóri  í Reykjavík.

Ekki virðist vera skýr fylgni milli þess hvort sveitafélag sé stórt eða lítið, vaxandi eða með fólksfækkun.  Þjónustan er þess vegna það sem menn eru í raun að mæla og styrkir það trúverðugleika könnunarinnar.

Árborg á að vera miklu ofar að mínu mati og er þar verk að vinna.


mbl.is Minnsta ánægjan með þjónustu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband