Það er gott að viðurkenna mistök

Það er sagt að styrkleikamerki að þekkja veikleika sína. Afneitun er alltaf slæm.

Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á hrós skilið fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og viðurkenna það sem aflaga hefur farið. Enginn getur verið ánægður með 14% verðbólgu og fallandi gengi krónu. Með því að viðurkenna það sem aflaga hefur farið er hægt að takast á við vandann.

Með því að horfast í augu við staðreyndir getum við tekist á við vandann.
Eins og Illugi bendir á er mikilvægt að ná böndum á ríkisrekstrinum, enda þarf ríkið - og reyndar sveitarfélög líka -  að ganga á undan til að ná tökum á verðbólgunni. Óþarfa útgjöld ættu menn að forðast eins og heitan eldinn.  

Annars er hætta á aframhaldandi eignarýrnun heimilanna og gjaldþrotum fyrirtækjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það þarf samstillt átak í þessu, svo mikið er ljóst.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband