Fortis að falla?

Sögusagnir um að Fortis bankinn sé að falla ganga nú manna á milli. Staða Fortis hefur þótt sterk, en ef eitthvað er að marka síðustu vikur getur verið stutt frá svona orðrómi yfir í gjaldþrot. Þannig var það með Norhern Rock, Bear Stearns, Lehman Brothers, Freddie, Fannie og AIG.

fortis

Lækkun hlutabréfa og óttinn gera svona sögur oft að raunveruleika.

Fortis er fyrsti stóri evrópski bankinn  sem lendir í þessu en hann er með höfuðstöðvar í Belgíu.

Þetta eykur pressuna í Washington.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Jæja Eyþór nú fer að koma að því að markaðsbúskapurinn fer að sýna sina svörtustu mynd. Hvað gera frjálshyggjumenn núna?

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 01:49

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Menn verða að standa í lappirnar og bera ábyrgð á sínu.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.9.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já það verða flestir að gera það að bera ábyrgð á sínu, minnsta kosti hinn almenni borgari, en það er svo skrítið með allan peningamarkaðinn ef það verður hrun þá bera menn ekki þar ábyrgðina hún lendir á ríkinu og ríkið er allir í þjóðfélaginu. en ekki bara þessir örfáu sem voru valdir að því að verða fullgráðugir í peninga. Og skattar og skildur hækka. Ekki það að ég sé á móti sköttum en ég vil að þeir séu ekki notaðir í að redda örfáum mönnum sem óvart duttu inn í stjórnun sem þeir gátu ekki valdið

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband