Lánakaup ríkisins

Nú er útlit fyrir um að þverpólítísk sátt hafi náðst í Washington um uppkaup bandaríska ríkisins á vondum lánum. Heildarkostnaður má vera 700 þúsund milljónir dala.

Til að glöggva sig á stærðinni er ágætt að kíkja á samanburð við fyrri "beilát" sögunnar sem skoða má hér.

Það er athyglisvert að þetta frumvarp er rökstutt sem fjárfestingaraðgerð en ekki eyðsla ("not a spending program").

Nú er að sjá hvernig morgundagurinn verður...

...og svo hlýtur að vera eitthvað fréttnæmt af Fróni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já mikið rétt Eyþór, þetta er fjárfesting og ekki neysla. Ríkið fer út með innkaupavagninn á brunaútsölu skuldabréfa heimsins - kaupir upp eignir á brunaútsöluverði og skapar þar með nýjan verðlagsgrundvöll sem, eins og er, er horfinn í skelfinu, öngþveiti og áhlaupi á velreknar og stöndugar fjármálastofnanir. Run on the system.

Upphæðin sem bandaríska ríkið ætlar að nota til að kaupa eignir, halda þessum eignum, - og bíða eftir að eðlileg verðmyndun þessara eigna komi aftur í markaðinn, til þess að geta selt þær aftur, og vonandi með hagnaði, - er dálítið stór, enda eru þessar eignir í eigu alls heimsins. Þetta er þó ekki nema ca. 68% meira á hvern þegna í Bandaríkjunum en sú upphæð sem danska ríkið tók á sig (á hvern íbúa í Danmörku) við yfirtökuna á Roskilde Bank núna um daginn. En þegnarnir í Bandaríkjunum verða þó miklu fljótari að vinna fyrir þessu, ef til kemur, því þjóðartekjur á mann í BNA eru mun hærri en í Danmörku. 700 miljarðar USD eru ca 2.310 USD á hvert mannsbarn í BNA.

Vonandi virkar þetta, en það eru þó ekki allir sannfærðir um það. En þetta er þó sennilega betra en að gera ekki neitt. Að fjárfesta í sjálfum sér.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Alltaf gaman að fá þínar athugasemdir Gunnar. Hafðu þökk fyrir.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.9.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband