Fjárlagafrumvarpið

Margt bendir til að fjárlagafrumvarpið kunni að taka breytingum í meðferð Alþingis. Ríkisútgjöld hækka verulega og svo er hallinn meiri en Maastricht leyfir.

Í núverandi ástandi étur verðbólgan eignir heimilanna, vextir þrengja að fyrirtækjum og svo eru það erlendu lánin. Ríkið getur styrkt samfélagið með arðbærum fjárfestingum og framkvæmdum, en útþensla stjórnkerfis og aukinn rekstrarkostnaður orkar tvímælis. Þá hlýtur það að vera umdeilanlegt hvort rétt sé að hækka álögur vegna bifreiða, eldsneytis, tóbaks og áfengis, enda eru þessar vörur að stórhækka vegna gengisbreytinganna. Þessir liðir koma allir inn í verðbólguna sem ríkisstjórnin er að kljást við.

Fjárlögin hljóta að beinast að því að ná tökum á verðbólgunni ekki satt?

Svo er stóra spurningin: Eru forsendurnar óbreyttar eftir tíðindi síðustu daga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband