Varnarbarátta - samstaða er lykilatriði

Margt bendir til að eftirlit með ört stækkandi bönkum og "útrás" hafi verið takmarkað. Að mínu viti þarf að endurskoða eftirlit með fjármálafyrirtækjum og hugsa upp nýtt og sjálfstæðara hlutverk endurskoðenda.

Margir efnahagsreikningar fyrirtækja eru stórir en fullir af "viðskiptavild" sem eigið fé.

Það er rétt hjá forsætisráðherra að bankar heyi núna mikla varnarbaráttu. Á fáum stöðum er hún jafn stíf og hér í dag. Nú er öldin önnur og minnir meira á þá 19. en síðustu áratugi. Peningar eru núna dýrir og ábyrgð stjórnenda mikil.

Á næstu dögum og vikum er brýnast að ná tökum á atburðarrásinni og þar þurfa allir að standa saman. Hér eru mörg tækifæri til verðmætasköpunnar sem þjóðin á að nýta. Fyrst þarf að verja heimilin og fyrirtækin hruni og tryggja að unga fólkið í landinu  velji Ísland áfram.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í hverju birtist þessi samstaða, af hverju er ekki kallað til samstarfs. Það hefur mikið verið talað um það en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefur hingað til gert..........................

Ekkert

Gestur Guðjónsson, 2.10.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með Gesti- samstaða um hvað?

Samstaða um að skera stöðugt niður þorskveiðar þvert á að aflabrögð gefi til kynna að nóg sé af þorski og uppbyggingarstefna sem unnið hefur verið með á umliðnum árum hafi algerlega brugðist?

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Á næstu dögum og vikum er brýnast að ná tökum á atburðarrásinni og þar þurfa allir að standa saman."

Já svona svipað og þegar um jarðskjálfta, eldgos og mannskæð snjóflóð er að ræða... Þess á milli olnboga gróðafíklarnir sig áfram og þurrka skítugum skónum á bakinu á almenningi  eins og nú á að gera.

Þá ég tek undir með Sigurjóni. Það er nákvæmlega engin áhætta fólgin í því að auka við þorskkvótann svo nemi 50 milljörðum í útflutningstekjur. Eða halda menn virkilega að stærðfræðilíkönin hjá Hafró séu eitthvað áreiðanlegri en þau sem áhættufíklarnir hafa verið að nota síðustu árin. Þeir sem halda það vaða enn í villu og svima svo vægt sé til orða tekið -  því "ávöxtunarkrafa" Hafró, að fiskur geymdur í hafinu gefi 10% meira af sér á næsta ári hefur ALDREI gengið eftir -  ekki í eitt einasta skipti síðastliðin 25 ár. Hvað þurfið þið ungu sjálfstæðismenn að slá höfðinu oft við steininn áður en fer að blæða úr ykkur? 

Atli Hermannsson., 4.10.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband