Saving Iceland

Margir bíða eftir útspili ríkisstjórnarinnar og annara hagsmunaaðila. Flestum er nú ljóst að málið er stórt og þolir enga bið. Samstaða og áhersla á aðalatriðin skiptir miklu. En ekki síður að útspilið sé tromp.

Talað er um að "krúttkynslóðin" sem stundum er kölluð "I" kynslóðin (i-pod, i-phone, I, me, mine) víki fyrir praktískari sjónarmiðum. Dr. Gunni spáir endurvakningu pönksins.

Hvernig sem fer er líklegt að nú verði vatnaskil. Græðgin víkji til hliðar og önnur gildi taki við. Undirstöður taki við af of stórri yfirbyggingu. Samheldni taki við af flokkadrætti. 

Kannski kominn tími til?    


mbl.is Fjölgar í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var ekki alltaf tilefni til samheldni eða eiga siðferðisleg gildi kannski bara við þegar hart er í ári? Er ekki frjálshyggjan komin á villigötur ef það á ef það á að samfélagsvæða kreppuna eftir að vera búinn að einkavæða góðærið? Á mínum heimaslóðum kallast slíkt tvískinnungur, og nú þegar leiktjöldin falla kemur í ljós hvert innrætið er. Ef það er kominn tími á eitthvað, þá er það að jakkalakkarnir taki nú pokana sína og svari tilábyrgðar. Eða var það ekki alltaf gefið sem afsökun fyrir kaupauka- og kaupréttarsamningum upp á margföld ævilaun verkamanna , að þessir menn ættu sko rétt á slíkum kjörum því þær bæru svo mikla ábyrgð? Nú reynir á siðgæðisvitundina hjá þjóðinni, vonandi er hún ekki orðin of máttlaus eftir allt "góðærið" sem var aldrei neitt annað en sýndarveruleiki, búinn til á pappírum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Að sjálfsögðu eiga menn að bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum Guðmundur.

Mér fannst Angela Merkel gera þessu góð skil í dag varðandi Hypo Real Estate bankann og ég á von á svipuðu frá íslenskum stjórnvöldum varðandi ábyrgð manna og varðveislu sparifjár.

Eyþór Laxdal Arnalds, 5.10.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já .. er ekki tími komin til að þú gangir aftur í TAPPA TÍKARRASS og farir að PÖNKA SVOLÍÍTIÐ. 

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Græðgin er seig. Það þarf meira en einhverja kreppu til að eyða henni. Þð þyrfti sennilega algert þjóðfélagslegt hrun til að breyta viðhorfinu af viti. Svo kæmi græðgin aftur þegar betur áraði.

Ég býst ekki við kraftaverkum úr Tjarnargötunni, eftir að hafa fylgst með athafnaleysinu síðan krónan fór að sökkva í mars.

Villi Asgeirsson, 5.10.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góður pistill hjá þér Eyþór.

Ég var við nám og starfaði í Þýskalandi og lauk BA prófi í þýsku og þekki því vel til mála þar.

Ég horfði á viðtalið við kanslarann í þýska sjónvarpinu, þar sem það var lengra og ítarlegra. Angela Merkel talaði einmitt í anda gömlu "sjálfstæðishyggjunnar", sem ég hef saknað undanfarin ár. Að mínu mati hefur fámennur hópur frjálshyggjumanna allt of lengi "rænt" völdunum innan flokksins.

Í Þýskalandi eru tveir flokkar starfandi á hægri vængnum. Annars vegar hafa Þjóðverjar Frjálslynda lýðræðisflokkinn, sem er pínulítill frjálshyggjuflokkur (FDP - Freie Demokratische Partei). Hann er yfirleitt með fylgi upp á 7-12% á Sambandsþinginu (Bundestag), en nær stundum ekki einu sinni kjöri (minnst 7%) á fylkisþingum (Landestag)

Hins vegar hafa Þjóðverjar Kristilega lýðræðisflokkurinn (CDU/CSU - Christlich Demokratische Union Deutschlands/Christlich-Soziale Union in Bayern), sem líkist gamla Sjálfstæðisflokknum eins og við þekktum hann.

Tveir ofangreindir flokkar eru frekar ólíkir, en vinna samt oft saman í ríkisstjórn. FDP hafa þó unnið með Sósíaldemókrötum og núna er síðan ríkisstjórn sósíaldemókrata og kristilegra demókrata, sem er óvanalegt þar í landi, sem hér.

Ég hef oft hugsað með mér hvort þetta væri ekki betra fyrirkomulag, en er núna hjá okkur. Ég er viss um að með þessu móti væri hægt að skipta Framsóknarflokknum upp á milli Samfylkingar og Sjálfstæðiflokks og þeir flokkar rokkuðu þetta á milli 35-40%.

Síðan væru tveir minni flokkar, annar til vinstri (VG), sem væri í þetta 10% og annar frjálshyggjuflokkur til hægri.

Línurnar væru skýrari og meiri almenn ánægja innan Sjálfstæðisflokksins. Ég sé nú samt engar líkur á að frjálshyggjumennirnir kljúfi sig frá flokknum, þegar svo lítill hluti flokksins hefur í raun farið með tögl og hagldir innan flokksins í 17 ár án þess að svo mikið sem múkk komi frá stærri hluta flokksins, sem hlýðir umyrðalaust og fylgir "félögum" sínum í blindni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.10.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Uppgjörið við græðgina er mikilvægasta verkefni komandi árs enda grundvöllur þess að allir leggist á árar til að koma samfélaginu aftur í gang. Einnig verður að tryggja að hlutirnir fari ekki svona úr böndunum aftur. Til að byrja með þarf að láta eftirlaunafrumvarpið ganga aftur og rifta þarf  ofurlaunasamningum fjármálafurstanna. Síðan þarf að setja á hámarkstekjuskatt þar sem öll laun umfram t.d. 5-föld forsetalaun eru 100% skattlögð. Það er ekki neinn maður svo mikils virði að hann eigi að geta skammtað sér ótakmarkað fé úr sameiginlegum sjóðum og það sem er að koma í ljós er að þegar upp er staðið eru öll fyrirtæki landsins á ábyrgð ríkisins og því tómt mál að tala um að það eigi þau einhver. Þegar þeir sem fara með stjórnmálalegt og fjárhagslegt vald í landinu eru jafn lausir við tengsl við þann efnahagslega veruleika sem  ríkir hjá landi og þjóð er ekki að furða að allt fari á hliðina.

Héðinn Björnsson, 7.10.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband