Mikilvægur þáttur

Írar riðu á vaðið og tryggðu allar innistæður í bönkum sínum.  Þá lýsti Angela Merkel yfir ábyrð Þýska ríkisins á innistæðum í Þýskalandi. Nú hafa Danmörk og Ísland bæst í hópinn. Þessi ábyrgð er mikilvæg þegar óvissa er um eðlilega bankastarfssemi.

Eins og sagt hefur verið um helgina er hver þjóð að "hugsa um sig" eins og glöggt kom fram í uppskiptingu risabankans Fortis en þar var fjölþjóðlegur banki þjóðnýttur í einu landinu í óþökk hinna nú um helgina.

Nú vinna ríkisstjórnir í Evrópu að endurskipulagningu bankakerfisins enda ljóst að margþáttaðra aðgerða er þörf í flestum löndum. Hér á Íslandi eins og annars staðar er mikilvægt að samstaða og skýr sameiginleg sýn sé meðal stjórnmálamanna, bankamanna og aðila vinnumarkaðarins. Sú yfirlýsing að "innistæður einstaklinga og fyrirtækja séu tryggðar að fullu"  er stór yfirlýsing af hálfu ríkisins og mikilvæg.  


mbl.is Árétting frá ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svona yfirlýsingar frá ríkisstjórnum eru ekki pappírsins virði ! Ríkisstjórnir hafa ekki heimild til að skuldbinda Ríkið með einfaldri yfirlýsingu, heldur verða að koma til lög frá Alþingi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

"Innistæður" er hugtak Eyþór sem fæstir búa við. Við erum, held ég, fleiri sem "eigum" skuldir. Og sumir eiga skuldir sem eru þessa daga í frjálsri hækkun vegna viðbótargengishruns sem var óþarft að setja af stað með illa ígrundaðri yfirtöku Glitnis.

Haukur Nikulásson, 6.10.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Haukur. Skuldir almennings eru mikið áhyggjuefni sem þarf að takast á við í kjölfar þeirrar uppstokkunar sem er í farvatninu.

Menn hljóta að leggja áherslu á að halda grunnþjónustu viðskiptabankana gagnvart heimilum og fyrirtækjum. Annars verður atvinnuhrun. 

Loftur: Ég geri ráð fyrir því að vera forseta Alþingis á fundunum í gær bendi til slíkrar lagasetningar. 

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.10.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér er margs að gæta.

1.  Hverjir klikkuðu á, að fara að reglum um innlánsstofnanir?

2.  Hverjir klikkuðu á, að herða verulega allar reglur, eftir að bankarnir voru ,,seldir"?

3.  Hverjir hafa barið hausnum við stein um Verðtryggingu, sem er ekkert annað en sjálfvirk uppskrúfun a´skuldum manna og fyrirtækja he´r og einn STÆRSTI VERÐBÓLGUVALDUR Í HEIMI.

4.  Hverjir bentu á, að viðskiptabankar væru annað en vogunarsjóðir og fjárhættulánasjóðir?

Svörin við öllu þessu er

Sjálfstæðismenn.  Því miður.

Við sem höfum verið sm´naðir fyrir það eitt, að vara við ofurtrú á óheftur ,,frelsi" sem fljótt verður helsi annarra, erum nú í stöðu til að segja I TOLD YOU SO!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Við höfum barist GEGN Kratískum kerfum, svo sem Verðtryggingu, Kvótakerfi og þvílíkum drepandi kerfum, sem verða ÆTÍÐ GRÆÐGISVÆDD á öllum Landsfundum en ekkert uppskorið, nema góðlátlegt grín.

Sumir okkar yfirgáfu Flokkinn menn á borð við Matta Bjarna og fl.

Við misstum góðan mann þar sem Einar Oddur var og erum höfuðlaus her, ef við nennum að mæta á næsta Landsfund, því líklega mun ekkert breytast og LÍjúgararnir munu nú sameinast með Rey Rey og Ró Ró liðinu að reyna að sölsa undir sig orkulindum okkar, líkt og síðast.

Þá hrundum við þeirri sókn en hvað gersist næst??

Miðbæjaríhladið

orðin þreyttur og vonlítill um breytingu hátta hjá ,,ofurfrjálshygggjuliðinu" les Græðgisdrengunum.

Bjarni Kjartansson, 6.10.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er ekki beisið ástandið á evrusvæðinu eða í Evrópusambandinu sem slíku. Og sennilega eru hörmungarnar þar rétt að byrja. Sífellt fleiri ræða um það að evrusvæðið muni hugsanlega ekki lifa þessa krísu af. "Hver maður fyrir sjálfan sig"-stefnan innan evrusvæðisins gæti gengið hæglega sett af stað atburðarás sem gæti gengið að því dauðu.

Sjáum hvernig Evrópusambandinu og evrunni reiðir af. Það eru vægast sagt miklar blikur þar á lofti. Og jafnvel þó hún lifi þetta af er enn verra vandamál í pípunum fyrir svæðið þegar fjölmennar kynslóðir fara á eftirlaun eftir c.a. 10-15 ár og mun fámennari kynslóðir þurfa að standa undir lífeyrisgreiðslum til þeirra.

Spyrjum að leikslokum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Írar riðu á vaðið og tryggðu allar innistæður í bönkum sínum. Þá lýsti Angela Merkel yfir ábyrð Þýska ríkisins á innistæðum í Þýskalandi. Nú hafa Danmörk og Ísland bæst í hópinn. Þessi ábyrgð er mikilvæg þegar óvissa er um eðlilega bankastarfssemi.


Þetta er bannað samkvæmt ummælum ESB í dag. Þetta flokkast undir "efnahagslega þjóðernisstefnu" samkvæmt ummælum Neelie Kroes í dag.

.

Meira um Neelie Kroes hér: Nigel Farage kynnir meðal annars Neelie Kroes yfirmann samkeppnismála í ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband