Peningamarkaðsbréf

Eitt af erfiðu málunum á allra næstu dögum er staða peningamarkaðsbréfa en þau komu fyrir í fréttum í síðustu viku þegar sjóður 9 hjá Glitni varð fyrir áfalli vegna ónýtra lána.

Nú er ljóst að sparifjáreigendur, sveitarfélög, eldri borgarar og aðrir hafa sett peninga sína í þessi peningamarkaðsbréf í góðri trú. Ef það kemur upp úr dúrnum að þar sé mikið tap vegna fjármálastofnanna þarf að skoða það sérstaklega. Glitnir tók á sig helming af þeim 22 milljörðum sem voru í lánum til Stoða (FL). Kannski munu bankarnir taka á sig svipað hlutfall af þeim töpum sem verða. Þessu þarf að svara fljótt.

Þá vakna siðferðislegar spurningar um hvernig þessum sparifjármunum hefur verið ráðstafað ef þar er að verða tjón. Ljóst er að þetta sparnaðarform hefur verið kynnt af bönkunum sem örugg leið og ef annað kemur í ljós verður að bregðast við ef ekki á að fara illa hjá mörgum.

Þetta mál hlýtur nú þegar að vera til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu enda margir í mikilli óvissu.


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, þessi bréf voru vissulega kynnt sem 'ögugg' leið sem var að gefa mikið af sér. Peningamarkaðssjóðirnir eru byggðir upp á óverðtryggðum skuldabréfum. Þegar vel árar og vextir eru svo háir, var þetta vænlegur fjárfestingarkostur.

Skuldarar þessara bréfa eru fyrirtæki þessa lands. En þegar fer að halla undan fæti og þessi fyrirtæki geta kannski ekki greitt afborganir, og eru jafnvel á leið í gjaldþrot, sér hver maður að slík fjárfesting er mjög svo áhættusöm.

Ég áttaði mig á því á föstudaginn var, að miðað við ástandið, væri best að vera með peningana á bankabók með föstum vöxtum. Svo framarlega sem bankinn sjálfur yrði ekki fallít!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Markaðurinn er ávallt að senda okkur ákveðin skilaboð og algjört hrun krónunnar síðasta árið samhliða deyfandi ruglanda pólitíkusa (sem munu áfram reyna að deyfa okkur á meðan krónan hrynur og eyðir eignum okkar og kaupmætti) mun áfram senda okkur sín skilaboð. Gjörið svo vel að rumska.

Baldur Fjölnisson, 6.10.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband