Næst versta staða en ekki sú versta

Það er dapurleg staða að fjármálakerfið sé komið upp á sker, en hafa ber í huga að hér ákvað ríkisstjórnin að hætta ekki lífeyri eða framtíð barna okkar í björgunarleiðangur sem betur fer.

Auðvitað er það hörmulegt að íslenskt fjármálakerfi skuli vera komið í þetta mikla klandur. En það er eins gott að menn lágmarki tjónið svo hægt sé að forðast þjóðargjaldþrot.

Íslenska "útrásin" er lítið annað en skuldsetning komin á gjalddaga.

Á sama tíma er fjármálakreppa um allan heim.

Það er áfall fyrir Ísland og Íslendinga að horfa upp á fjármálafyrirtækin í þessum vanda.
Það væri enn meira áfall ef við legðum lífeyrinn og skuldsettum börn okkar til að "bjarga" þeim sem hafa farið gáleysislega með fé.

Nú þarf að tryggja hag almennings og atvinnulífisins. Síðan þarf að fara yfir hvað fór úrskeiðis.

Ísland á framtíðina fyrir sér ef rétt er á spilunum haldið.


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli fæddist i kreppunni og ólst upp við hana,og það var ekki feitan gölt að flá,mín æskuár,svo komu stríðsárin og allt fór af stað,en svo missti við fyrirvinuna 21/10 1942 þegar  Pabbi minn fórst á B/V Jóni Ólafsyni var sökkt af þýskum kafbáti 20 mílur út af Hjörleifshöfða,það var sko ekki mulið undi ekkju með 4 börn þá/siðar kreppur oftar/en þær ekki svona köftugar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.10.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Steini Thorst

Ýmsir menn hafa nú fallið í þá gryfju að sukka með peninga sem ekki voru þeirra eigin,....bara af því að uppspretta þeirra virtist engin takmörk sér eiga. Got my point?

En alveg sammála að það má nú heldur betur fara ofan í saumana á hvernig menn hafa hagað sér í þessu massíva sukki undanfarinna ára.

Steini Thorst, 7.10.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég spái að fleiri lönd munu feta í fótspor Íslands. Þá biðja erlendir þingmenn og ríkisstjórnir um "íslenska módelið". Það gætu liðið nokkrir mánuðir.

.

Iceland is the tip of the iceberg for European banks

Evrópa sex mánuðum á eftir Bandaríkjunum

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er eignilega hægt að kalla þetta fyrir "herlög fyrir fjármálakerfi". Deleveraging (niðurgíring) fræa 50x til 10x er mjög erfitt í Evrópu plús toxic assets og niðurskriftir sem svara til 20-30% af landsframleiðslu landa eins og Þýskalands. Gaman ? vhíiiij

Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2008 kl. 01:47

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Góðar kveðjur Halli!

Eyþór Laxdal Arnalds, 7.10.2008 kl. 08:05

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Tek undir hvert orð, Eyþór. Mér sýnist Halli líka hafa lifað tímana tvenna þegar efnahagslegur samdráttur er annars vegar. Sumpart held ég að Íslendingar sjái kreppu þar sem í raun er um samdrátt í neyslu að ræða, og í mörgum tilfellum var nú um ofneyslu að ræða og sakar vart þó sumir endurskipuleggi útgjöldin lítið eitt.

Á bls. 9 í 24 stundum í dag eru fólk á förnum vegi spurt hvernig því lítist á ástandið. Þar segir Margrét nokkur Thors: "Ég hef ekki áhyggjur af þessu ástandi. Þetta er engin kreppa og bar óvirðing við eldri kynslóðir að kalla það slíkt."

Mig grunar að Margrét hafi nokkuð til síns máls þarna, án þess að ég vilji gera lítið úr þeim vandræðum sem við mörgum blasa. Ég hugsa að margir sem eldri eru tvævetur muni talsvert meiri þrengingar en þær sem við blasa nú.

Jón Agnar Ólason, 7.10.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: Stefanía

Það er greinilegt, að fólk vakir hér frameftir, til að sjá framvinduna.

Ég hef ofurtrú á Geir o´co og hef þessvegna litlar áhyggjur, enda væri það ekki til neins.

Heppin að vera ein af þeim sem á enga hluti í neinu !

Stefanía, 8.10.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband