Illindi og misræmi

Nú þegar Íslendingar þurfa stuðning annara ríkja sem mest er lítið um stuðning. Til hvers höfum við verið með sendiráð ef ekki til að undirbyggja öryggisnet? Ég ætla ekki að nefna "Öryggisráðið".

Geir H. Haarde fullyrti í gær að Ísland stæði við skuldbindingar sínar.
Gordon Brown segir eitthvað allt annað.

Þetta er mjög slæmt misræmi sem verður að skýra strax.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Seðlabankastjórinn beit höfuðið af skömminni í Kastljósviðtalinu þegar hann tilkynnti að íslenska ríkið ábyrgðist ekki skuldir óreiðumanna.  Þá hefur hann væntanlega átt við Björgúlfsfeðga og Kjartan Gunnarsson sem seildust í vasa breskra sparifjáreigenda með gylliboðum um háa ávöxtun og ríkistryggingu. Kannski Gordon Brown hafi horft á Kastljósið?

Hvað á að láta bankastjórann gera mörg mistök í viðbót?  

Mér finnst nóg komið af svo góðu og tímabært að setja setja mann í "brúna" sem hefur menntun í siglingafræðum efnahagsmálana.

Sveinn Ingi Lýðsson, 8.10.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband