Mikilvæg yfirlýsing

Forsætisráðherra hefur með þessari yfirlýsingu tekið af öll tvímæli um vandamál Icesave.
Nú hljóta menn að sjá að ríkið stendur við sitt og fullveldi Íslands er í engri hættu.

Ætli verði ekki vatnaskil nú í dag?


mbl.is Eignir standi undir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

held að efsta stig og algerar fullyrðingar hafi gengisfallið of mikið til að hægt sé að halda því fram.

Maður vonar þó það besta.

Gestur Guðjónsson, 8.10.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan blaðamannafund. Hélt að þeir ætluðu að lýsa einhverju yfir en svo kom í ljós að þeir höfðu ekekrt að segja. Þeir sögðust ekki ætla að borga, en heldur ekki að þær ætluðu ekki að borga. Þeir sögðu okkur ekkert um hvaða veg væri verið að feta og ekkert um hvert væri stefnt.

Örvænting blönduð innihaldslausum frösum er ekki það sem þjóðin þarf á að halda. Það hefði átt að vera Geir sem sagði þjóðinni frá stefnunni og greindi frá mistökunum sem gert hafði verið í Kastljósi í gær og ekki Davíð Oddsson. Þessi misvísandi skilaboð gera það að verkum að jafnvel það fólk sem enn heldur í þjóðerniskend sína og vill vinna landi og þjóð gagn veit ekki hvað ráðamenn óska af þeim. Það er endalaust komið fram við okkur eins og neytendur og engin hvatning til samstöðu á hamfararstundu. Hvar eru Churchill ræðurnar? Hvar eru hvatningarnar um að fólk haldi áfram að sinna starfi sínu og standa undir ábyrgð sinni? Hvers vegna er okkur ekki greint frá umfangi vandans og áætlunum stjórnvalda til að bregðast við honum. Ef stjórnvöld gætu mannað sig upp í að segja okkur sannleikan myndu þau sjá þjóð sem vel getur mannað sig upp í að taka á vandanum. Þjóð sem upplifir að að henni er logið endurtekið hættir að taka mark á leiðtogum sínum og þá fer hver bara að hugsa um eigin hagsmun. Slíkt er uppskrift að örvæntingu og hruni.

Héðinn Björnsson, 8.10.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Héðinn hittir naglann akkúrat á hausinn.

Baldur Fjölnisson, 8.10.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband