Samstaðan skiptir máli

Það sannast á Gordon Brown að einhliða aðgerðir geta lent á mönnunum sjálfum. Það að beita Kaupthing og Íslendinga hryðjuverkalögum var þáttur í falli RBS sem er stór lánveitandi Kaupthings. Kannski eiga hluthafar RBS kröfu á Brown?

Í dag er staða Íslands slík að hún má ekki við samstöðuleysi. Það er því mikilvægt að við styðjum þá sem eru í eldlínunni á meðan stórar ákvarðanir eru teknar til að bjarga því sem bjargað verður.

Nú reynir líka á að samfélagið sé heilt. Allir hafa lent í áfalli en mismiklu. Við verðum öll að styðja hvert annað og halda stillingu okkar og virðingu hvert fyrir öðru. Það er grundvöllur samfélagsins. Peningar eru gjald-miðill, en ekki upphaf og endir alls.


mbl.is Örlagaríkur dagur í breskri bankasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo er spurning hvaða aðgerðum Bretar verða beittir seinna í vikunni þegar allt verður komið á hausinn hjá þeim sjálfum! Ástralir eiga t.d. stórar inneignir í HBOS og vafalaust eru miklir alþjóðlegir hagsmunir bundnir í RBOS sem er einn af stærstu bönkum í heimi. Báðir þessir bankar verða teknir "Glitnistaki" í dag af breskum fjármálayfirvöldum sem kunna augljóslega ekki að læra af reynslu annara, hvað þá sinni eigin fyrst þeim datt í hug að abbast upp á einu þjóðina sem hefur actually unnið þá í stríði. Í Bretlandi er þvílíkt panik í gangi núna að sumir búast jafnvel við upplausn þjóðfélagsins fari bankakerfið þar líka á hliðina. Áhlaup breskra sparifjáreigenda á IceSave og Kaupthing Edge var því miður líklega bara byrjunin á því sem koma skal, nema Brown gangi e.t.v. enn lengra gegn sínum eigin þegnum og setji á einhverskonar herlög í millitíðinni.

Og niður með vextina! Þensla = vextir upp, samdráttur = vextir niður. Eða ætli þessi þumalputtaregla hafi kannski gleymst niðri í peningahvelfingum Seðlabankans?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er sammála þér að flestu leyti. Við verðum að standa þétt að baki Geir og ríkisstjórninni í þessu máli og þar verða öll uppgjör að bíða betri tíma, en þó ekki of lengi.

Sem stórum aðdáanda Davíðs Oddssonar til margra ára finnst mér erfitt að viðurkenna að Davíð og stjórn Seðlabankans og Jónas Fr. Jónsson verða að segja af sér sem allra fyrst.

Eins fljótt og hægt er verður að frysta allar eigur þessara útrásarpésa til að nota eigurnar til greiðslu á kröfum, sem ríkið hefur orðið og verður fyrir á næstunni. Opinber rannsókn verður að fara fram á útrásinni og þeir sem ábyrgðina bera, verða að sæta refsingum hafi þeir brotið eitthvað af sér líkt og aðrir afbrotamenn. Þetta eru ekki nornaveiðar, heldur eðlilegt uppgjör að loknu máli á borð við þetta, þar sem við sitjum upp með 8.000 milljarða skuld (tala frá Ragnari Önundarsyni í Silfri Egils á sunnudaginn var).

Að því loknu - og helst sem allra fyrst, t.d. í vetur eða snemma vors - verða þeir stjórnmálamenn, sem ábyrgð bera á þessu máli að taka sínum dómi í prófkjörum og alþingiskosningum.

Í þessum kosningum verða ESB aðildarviðræður og upptaka evru aðalkosningamálið. Allir stjórnmálaflokkar og þingmenn verða að segja skoðun sína skýrt og greinilega í því máli. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.10.2008 kl. 20:54

3 identicon

 Ég er alveg sammála því að það þarf að sýna þessum mönnum sem verja nú landið stuðning og leifa þeim að vinna sína vinnu. Bæði Geir Haarde og Davíð Oddsson eru að standa sig mjög vel að mínu mati hafa staðið af sér mikið áreiti og unnið mjög vel undir mikilli pressu.

Hvað varðar málarekstur gegn breska ríkinu þá er erfitt að átta sig á þeirri stöðu fyrr en mat hefur fengist á það. Það ætti að varast að taka of alvarlega mat sem unnið er í skyndi af lögmannstofu í Bretlandi. Þeir verða jú að finna sér verkefni.

Það er langur vegur að Davíð Oddson og stjórn Seðlabankans eigi að segja af sér í þessu máli.

Hafa þarf í huga að Seðlabankanum verður ekki kennt um hvernig farið hefur. Stofnunin heyrir undir forsætisráðuneytið og starfar samkvæmt óskum ráðherra og þingsins.

Þá fæ ég ekki séð að ESB aðild verði neitt afgerandi í umræðunni á næstunni og held ég að við eigum lítið erindi þangað inn eins og mál standa.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband