Hvað með Fjölmiðlafrumvarpið?

Ólafur Ragnar hefur verið ósérhlífin í aðstoð við íslensk fyrirtæki í útrásarhug bæði nótt sem nýtan dag. Það sem kemur þó óhjákvæmilega í hugann um þessar mundir er synjun forseta við lög samþykkt af Alþingi Íslendinga þar sem takmörkuð var eignaraðild að fjölmiðlum.

Í dag sjá allir að fjölmiðlarnir fóru beint í eigu sömu aðila og eignuðust bankanna. Sömu manna og keyptu upp fyrirtæki innanlands og erlendis með skuldabréfum. Sömu manna og nú sjást lítið eftir að kom að skuldadögum og þjóðin er að lenda í skuldahala.

"Í athugasemd um atkvæðagreiðsluna vitnaði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, orðrétt í ummæli Ólafs Ragnar Grímssonar, núverandi forseta Íslands, frá árinu 1995 um nauðsyn þess að setja reglur eða jafnvel lög til að koma í veg fyrir óeðlileg valdatengsl og hringamyndun á sviði fjölmiðlunar. Sagðist Davíð gera orð Ólafs Ragnars að sínum og sagði að hefðu þau verið rétt árið 1995 væru þau enn réttari nú." (af mbl.is 24.05.2004)

Er Ólafur enn á því að honum beri að neita Alþingi um þessar takmarkanir á eignaraðild fjölmiðla?


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma !

Stefanía, 13.10.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Fróðlegt að lesa þessi ummæli. Mistökin voru auðvita að það voru engar reglur mun allt þetta frjálsræði.

Nú verðum við að vera dugleg að róa lífróður fyrir landið okkar.

Það mun takast með Guðs hjálp.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Athyglisverð orð forsetans í London 2005 um íslenska útrásarvíkinga í tíu liðum en hann segir meðal annars í níunda lið:

Ninth is the importance of personal reputation. This is partly rooted in the medieval Edda poems which emphasise that our wealth might wither away but our reputation will stay with us forever. Every Icelandic entrepreneur knows that success or failure will reflect not only on his or her own reputation but also on the reputation of the nation. They therefore see themselves as representatives of a proud people and know that their performance will determine their reputation for decades or centuries to come.

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Ingvar

Ólafur Ragnar fór og hitti fólk hjá Granda, þar vinna bara Pólverjar og skildu ekki orð. Hann sníki mat hjá SPRON. Ég er viss um að hann hefði ekki farið þangað ef að SPRON hefði verið yfirtekið. Hann fór í CCP þar sem fólk vinnur við að skapa sýndarveruleikar. Það er jú það sem Ólafur Ragnar hefur verið í allt of langan tíma. Ólafur ætti að sjá sóma sinn að segja af sér og það strax. Er ekki JÁJ á landinu svo að hann geti húkkað sér far.

hg

Ingvar, 13.10.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: haraldurhar

Sæll Eyþór.

   Hefur þú rekist á einhverja grein eðar ræðu hjá Hr. Ólafi Ragnari, þar sem hann fjallar um söluverð og sölusaminga á raforku til stóriðju? 

haraldurhar, 13.10.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Tori

Sammála, en nú verðum við öll að berjast saman!

Tori, 13.10.2008 kl. 23:32

7 identicon

Mér þóttu það mikil vonbrigði á sínum tíma að frumvarpið fór ekki í gegn og er það fyrst núna að fólk er að byrja að gera sér grein fyrir hverslags áróðri við höfum setið undir. Sömu mennirnir og gerðu landið gjaldþrota hafa átt hér alla fjölmiðla fyrir utan RUV.

En Ólafur er heiðarlegur maður sem játar mistök sín þegar svo ber undir.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Varðandi fjölmiðlafrumvarpið:

1. Forseti synjaði ekki frumvarpinu.  Hann vísaði því til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Á þessu tvennu er fullkominn og algjör munur.  Forseti hefur ekki vald til að synja því sem frá Alþingi kemur en hann getur vísað því áfram til þjóðarinnar.  Það hafði Ólafur dug í sér til að gera, fyrstur forseta lýðveldisins.  Það er í raun ótrúlegt að í 60 ára sögu lýðveldisins hafi enginn forseti áður séð ástæðu til að vísa máli til þjóðarinnar.

2. Ríkisstjórnin dró lögin til baka, ekki forsetinn.

3. Við höfum samkeppnislög sem taka á samþjöppun í eignarhaldi, hvort sem er á fjölmiðlamarkaði eða öðrum mörkuðum.  Nú er t.d. í gangi sameining Moggans og Fréttablaðsins.  Það sér það hver heilvita maður að slík sameining risanna tveggja gerir algerlega út um samkeppni á þessum markaði.  Samkeppnisyfirvöld hljóta að stíga inn og stöðva þann gjörning.  Til þess þurfa þau ekki fjölmiðlafrumvarpið.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.10.2008 kl. 00:43

9 identicon

Ég er sammála þér Sigurður að þessi samruni gengur ekki.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Sigurður. Í 26. grein stjórnarskrá Íslands er kveðið á um staðfestingu forseta en þar segir "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar" en það er það sem ÓRG gerði. Þetta hefur enginn forseti Íslands gert áður.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.10.2008 kl. 01:17

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Nefndu það ekki ógrátandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2008 kl. 01:58

12 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæll Eyþór,

Það er rétt að forseti ákveður að staðfesta ekki lögin frá Alþingi (synjar lagafrumvarpi staðfestingar) og vísar þeim til þjóðarinnar.  Þetta er grundvallaratriði.  Ef einn einstaklingur á forsetastóli gæti stöðvað lög frá 63 manna Alþingi sem kosið er í almennri kosningu þá væri einræði á Íslandi þar sem þingið væri í raun sýndarþing sem engu réði (nógu veikt er það nú samt).  Það færi eftir dagsformi forsetans hvort þau lög sem samþykkt eru á Alþingi hverju sinni kæmust í gegn eða ekki.  Þess í stað staðfestir hann ekki lögin eins og venjulega heldur vísar þeim áfram til síns næsta yfirmanns, þjóðarinnar.  Þetta er mjög eðlilegt ferli þegar forsetinn telur ekki einsýnt að hann hafi umboð þjóðarinnar til að taka tiltekna ákvörðun.  Hann tekur þá af allan vafa og felur þjóðinni að staðfesta lögin eða hafna.  Það er lýðræði í landinu sem þýðir að þjóðin hefur hið endanlega vald.  Hún er yfirmaðurinn þótt hún ráði sér fólk til að sinna rekstri þjóðfélagsins frá degi til dags.

Sjá restina af 26. grein stjórnarskrárinnar:

"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

Lögin fá meira að segja lagagildi þrátt fyrir að forseti staðfesti þau ekki.  Svo skýrt er kveðið á um að hann geti ekki einn stöðvað það sem frá Alþingi kemur.  Einungis þjóðin getur stöðvað það sem frá Alþingi kemur. 

Í umræðunni var nefnilega alltaf verið að hamra á því að Ólafur hefði stöðvað frumvarpið.  Það gerði hann ekki.  Það var ríkisstjórnin sem stöðvaði frumvarpið, dró það til baka, því hún var ekki tilbúin að fara með það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þessi öryggisventill forseta og þjóðar er lykilatriði í stjórnkerfi sem vantar "checks and balances".  Forsætisráðherra á hverjum tíma semur frumvarp og sendir það til Alþingis.  Hann leiðir umræðuna í gegnum þingið og þrýstir á sína undirmenn í flokknum að samþykkja frumvarpið.  Loks skrifar hann jafnvel undir eigið frumvarp sem handhafi forsetavalds ásamt forseta Alþingis sem oftast er samflokksmaður hans, eða a.m.k. samherji úr ríkisstjórnarflokkunum.  Eins og kom glögglega í ljós í fjölmiðlafrumvarpinu þá var ekkert sem gat stöðvað frumvarpið nema þjóðin.  Þetta er gríðarlega mikilvægt og í raun helsti tilgangur forseta í íslenskri stjórnsýslu, ásamt því að bregðast við stjórnarkreppu.  Þess á milli er hann eins og flugfreyjurnar sætur og brosandi út í bæði (flugfreyjur eru í raun öryggisfulltrúar í flugvélum og ætlað að bregðast við neyðartilvikum) en þegar þessi staða kemur upp í stjórnsýslunni þá þarf forseti að geta staðið í lappirnar verið þessi öryggisfulltrúi þjóðarinnar í kerfinu.

Ofangreindur skortur á "checks and balances" segir okkur það að ríkisstjórn á ekki að sitja á Alþingi.  Framkvæmdavald og löggjafarvald eiga að vera sjálfstæði hvort frá öðru.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.10.2008 kl. 02:20

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Asskoti ertu lipur, Sigurður. Vel útskýrt, svo að við lögvanfróðir skiljum eins og um Gagn og Gaman væri rætt. Takk.

Það má svo spekúlera endalaust um af hverju ÓRG neitaði að skrifa undir þessi lög, öðrum fremur. Hafði hann hagsmuna að gæta eða leyst honum ekki á heiftarlega umræðuna á sínum tíma?

Annars finnst mér að hann megi fara að skoða að setja á þjóðstjórn eins og ég skrifaði um í fyrradag.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 07:53

14 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Takk fyrir það Villi. 

Það skiptir í raun ekki máli af hverju hann vísaði þessu til þjóðarinnar.  Hann bara vísaði þessu til þjóðarinnar. 

Þetta er svipað og ef þú í vinnunni labbar til þíns yfirmanns og færð álit hans á einhverju tilteknu máli sem þú telur vafamál á hvort þú hafir umboð til að framkvæma.  Forsetinn er starfsmaður þjóðarinnar.

Það er nefnilega fullkomlega eðlilegt í upplýstu velmenntuðu lýðræðisríki að þjóðin taki afstöðu til mikilla deilumála.  Menn létu eins og það væri komið upp eitthvað meiriháttar ástand, að þingið þyrfti jafnvel að fara frá o.s.frv.  Slíkt er auðvitað fásinna.  Það þurfti bara að kynna málið og halda kosningar.  Búið.  Þá hefði verið búið að samþykkja viðkomandi lög.  Í lögum er síðan alveg skýrt hvernig Alþingi getur breytt lögum eða fellt þau úr gildi.  Þetta hefur engin áhrif á það.

Það eina sem er óeðlilegt er að í 60 ára sögu lýðveldisins hafi enginn forseti séð ástæðu til að vísa máli til þjóðarinnar.  Það verður að teljast einkennilegt í menntuðu lýðræðisríki.

Ps. Hvað þjóðstjórn varðar þá hefur ríkisstjórnin tvo þriðju hluta atkvæða.  Það er nú hálfgerð þjóðstjórn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.10.2008 kl. 09:02

15 identicon

Þú spyrð um fjölmiðlafrumvarpið ... ef satt skal segja þá er ég alltaf að bíða eftir að Þorgerður leggi fram þetta frumvarp.  Hvað tefur?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:09

16 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Góður punktur. Mér skylst að Þorgerður sé með frumvarpið á kontórnum.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.10.2008 kl. 10:30

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sigurður, þjóðstjórnin sem ég skrifaði um er af allt öðrum toga en sú sem nú situr. Enda sannaði hún með ráðningu Brynjólfs Helgasonar að hún er vanhæf til að takast á við ástandið.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 11:52

18 identicon

Þetta verður mikil endurnýjun á næstunni.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband